Andri Lucas kemur á láni til Lyngby frá sænska félaginu IFK Norrköping. Lánssamningurinn nær út þetta tímabil. Lyngby staðfestir þetta á heimasíðu sinni.
Andri spilar því fyrir Frey Alexandersson á næstunni og er enn einn Íslendingurinn sem kemur til danska félagsins. Alfreð Finnbogason og Sævar Atli Magnússon spila áfram með liðinu sem og Kolbeinn Finnsson sem kom í janúar.
Andri er bara 21 árs gamall en hefur þegar spilað fimmtán landsleiki fyrir A-landslið Íslands og skorað í þeim fjögur mörk. Hann lék með yngri liðum Barcelona og Real Madrid áður en hann fór til Norrköping fyrir ári síðan.
Andri spilaði sextán leiki og 369 mínútur í sænsku deildinni í ár án þess að ná að skora.
Freyr fær það verkefni að koma stráknum aftur í gang eftir erfitt tímabil með sænska liðinu.
VELLKOMINN ANDRI LUCAS GUDJOHNSEN
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 18, 2023
Det er med stor glæde, at vi kan præsentere Andri Lucas Gudjohnsen, som kommer til Lyngby Boldklub på en lejeaftale for resten af sæsonen
Gudjohnsen kommer til fra IFK Norrköping, og han står noteret for 15 A-landskampe for det islandske pic.twitter.com/BImoo43zsT