Hótelfasteignamarkaðurinn Erna Mist skrifar 17. ágúst 2023 12:31 Kenningarlega séð eru heimili og hótelherbergi andstæð fyrirbæri. Heimili er staður sem litast af þeim sem þar býr, þar sem íbúinn velur innbúið í samræmi við sinn smekk og klæðir rýmið að innan með nærveru sinni sem leiðir til þess að íbúðin verði eins konar fagurfræðileg framlenging af honum sjálfum; en hótelherbergi eru tilbúin og fyrirskipuð rými sem mótast ekki af nærveru manns með tímanum heldur núllstillast á hverjum degi þegar þau eru þrifin og enduruppröðuð til að líta nákvæmlega eins út og daginn áður. Á meðan heimilið þróast helst hótelherbergið eins - heimili afhjúpa tímann á meðan hótelherbergi afneita honum. Heimilið er persónulegt tjáningarform á meðan hótelherbergið útrýmir öllu persónulegu. Verandi skammtímadvalarstaður er eðlilegt að hótelherbergi séu þröng rými sem skipta sér ekki endilega upp í borðstofu, setustofu, herbergi og eldhús - en á langtímadvalarstöðum eins og heimilum er slík aðgreining rýma nauðsynleg ef maður vill ekki búa við langvarandi innilokunarkennd. Í nútímasamfélagi þjóna heimili og hótelherbergi hvort um sig mikilvægum tilgangi, en vandamálið skapast þegar þessi tvö fyrirbæri renna í eitt og verða að einum og sama hlutnum. Hvernig má það vera að svo stórt hlutfall nýbygginga borgarinnar samanstandi af þröngum, kassalaga íbúðum sem enginn vill búa í? Sumir segja að slíkt fyrirkomulag uppfylli þær nútímalegu kröfur sem fólksfjölgun framtíðar kalli á, en mig grunar að slík framtíðarspá sé einungis afsökun stjórnvalda til að réttlæta uppbyggingu á túristaleiguíbúðum í stað þess að byggja íbúðir fyrir fólkið í landinu því bersýnilega eiga þessar íbúðir ekki að vera heimili - heldur hótelherbergi. Borgaryfirvöld státa sig reglulega af því að byggja sérstakar íbúðir fyrir fyrstukaupendur - en hvað ef skilvirkasta úrræðið fyrir fyrstukaupendur sé ekki að byggja sérstaklega fyrir þá, heldur byggja stærri og veglegri íbúðir fyrir þá sem vilja stækka við sig svo fyrstukaupendur geti flutt inn í húsnæðið sem losnar? Fyrstukaupendur myndu þá ekki flytja inn í glænýjar íbúðir, en með öllum líkindum yrðu þær rúmbetri og fallegri og líklegri til að uppfylla þau dagsbirtuskilyrði sem andlegt heilsufar kallar á. Enginn ætti að festa kaup á íbúðareign til þess eins að búa á hótelherbergi. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Kenningarlega séð eru heimili og hótelherbergi andstæð fyrirbæri. Heimili er staður sem litast af þeim sem þar býr, þar sem íbúinn velur innbúið í samræmi við sinn smekk og klæðir rýmið að innan með nærveru sinni sem leiðir til þess að íbúðin verði eins konar fagurfræðileg framlenging af honum sjálfum; en hótelherbergi eru tilbúin og fyrirskipuð rými sem mótast ekki af nærveru manns með tímanum heldur núllstillast á hverjum degi þegar þau eru þrifin og enduruppröðuð til að líta nákvæmlega eins út og daginn áður. Á meðan heimilið þróast helst hótelherbergið eins - heimili afhjúpa tímann á meðan hótelherbergi afneita honum. Heimilið er persónulegt tjáningarform á meðan hótelherbergið útrýmir öllu persónulegu. Verandi skammtímadvalarstaður er eðlilegt að hótelherbergi séu þröng rými sem skipta sér ekki endilega upp í borðstofu, setustofu, herbergi og eldhús - en á langtímadvalarstöðum eins og heimilum er slík aðgreining rýma nauðsynleg ef maður vill ekki búa við langvarandi innilokunarkennd. Í nútímasamfélagi þjóna heimili og hótelherbergi hvort um sig mikilvægum tilgangi, en vandamálið skapast þegar þessi tvö fyrirbæri renna í eitt og verða að einum og sama hlutnum. Hvernig má það vera að svo stórt hlutfall nýbygginga borgarinnar samanstandi af þröngum, kassalaga íbúðum sem enginn vill búa í? Sumir segja að slíkt fyrirkomulag uppfylli þær nútímalegu kröfur sem fólksfjölgun framtíðar kalli á, en mig grunar að slík framtíðarspá sé einungis afsökun stjórnvalda til að réttlæta uppbyggingu á túristaleiguíbúðum í stað þess að byggja íbúðir fyrir fólkið í landinu því bersýnilega eiga þessar íbúðir ekki að vera heimili - heldur hótelherbergi. Borgaryfirvöld státa sig reglulega af því að byggja sérstakar íbúðir fyrir fyrstukaupendur - en hvað ef skilvirkasta úrræðið fyrir fyrstukaupendur sé ekki að byggja sérstaklega fyrir þá, heldur byggja stærri og veglegri íbúðir fyrir þá sem vilja stækka við sig svo fyrstukaupendur geti flutt inn í húsnæðið sem losnar? Fyrstukaupendur myndu þá ekki flytja inn í glænýjar íbúðir, en með öllum líkindum yrðu þær rúmbetri og fallegri og líklegri til að uppfylla þau dagsbirtuskilyrði sem andlegt heilsufar kallar á. Enginn ætti að festa kaup á íbúðareign til þess eins að búa á hótelherbergi. Höfundur er listmálari.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar