Óreiða í ríkisstjórn Árný Björg Blandon skrifar 16. ágúst 2023 08:31 Það er ekki erfitt að finna fyrir óöryggi í þessu yndislega landi okkar þegar fjölmiðlar bera okkur fréttir af stöðu margra mála, afstöðu og aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar.Það setur ósjálfrátt að manni hroll og spurning hljómar í kollinum „Er þetta virkilega svona í þjóðfélaginu okkar undir stjórn fólks sem er fólk eins og við?“. Meira menntuð en margir kannski en virðast ófær um að halda þjóðarskútunni gangandi svo vel sé og að fólkið sem þau eiga að sjá um geti lifað mannsæmandi lífi.Þau eru dugleg að slá ryki í augu sjálf sín og segja allt vera í svo góðum málum og að landsmenn hafi það bara gott! Þau þurfa að þrífa betur á sér augun og eyrun.Fólkið sem situr að kötlunum í ríkisstjórninni hefur áreiðanlega ekki hugmynd um hvernig það er fyrir marga að vera hinum megin við borðið.Þau eru á góðum launum og þurfa væntanlega ekki að hafa áhyggjur af sinni afkomu. Þau eru ekki flóttafólk í angist, hafa nóg að borða, geta borgað skuldir sínar og átt afgang.Þeim skortir varla neitt og kunna því ekki, né vilja prófa skóna sem margir þurfa að ganga í. Götóttir, gamlir, of stórir, þröngir eða of litlir, ófóðraðir. Þau geta ekki ímyndað sér hvernig það er að vera í svona skóm né myndu vilja prófa það. Svona skór eru ljótir og kaldir.Það væri samt hollt fyrir þau að prófa svo þau gætu sett sig í spor annarra.Þessi ríkisstjórn mun án efa hrynja, það er ekkert annað í stöðunni því þau valda ekki þeirri ábyrgð sem þeim ber gagnvart fólkinu í landinu.Ég trúi því ekki að fólk muni kjósa þessa óreiðu yfir sig enn á ný.Þótt loforð komi áreiðanlega sem fyrr fyrir kosningar eða fyrir stjórnarslit, þá held ég að landsmenn muni átta sig á að það er bara „úlfur, úlfur, einn ganginn enn. Traustið er hrunið og því er ekki óeðelilegt að ríkisstjórnin hrynji með.Við sjáum hvar við erum stödd með loforðin sem voru gefin síðast og þar áður og enn eru óuppfyllt.Við munum eftir eldri borgurum og öryrkjum; við munum eftir húsnæðislausum. Við munum eftir fólkinu sem berst við að láta enda ná saman við hver mánaðamót. Við munum eftir bágri aðstöðu hjúkrunarfólks í landinu. Við munum eftir loforðum um fjárhagslegan stöðugleika og þar að auki munum við eftir innflytjendum og flóttafólki hér á landi sem á hvergi heima.Já, skömm er að óreiðu ríkisstjórnarinnar. Höfundur starfar við textaritun og þýðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki erfitt að finna fyrir óöryggi í þessu yndislega landi okkar þegar fjölmiðlar bera okkur fréttir af stöðu margra mála, afstöðu og aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar.Það setur ósjálfrátt að manni hroll og spurning hljómar í kollinum „Er þetta virkilega svona í þjóðfélaginu okkar undir stjórn fólks sem er fólk eins og við?“. Meira menntuð en margir kannski en virðast ófær um að halda þjóðarskútunni gangandi svo vel sé og að fólkið sem þau eiga að sjá um geti lifað mannsæmandi lífi.Þau eru dugleg að slá ryki í augu sjálf sín og segja allt vera í svo góðum málum og að landsmenn hafi það bara gott! Þau þurfa að þrífa betur á sér augun og eyrun.Fólkið sem situr að kötlunum í ríkisstjórninni hefur áreiðanlega ekki hugmynd um hvernig það er fyrir marga að vera hinum megin við borðið.Þau eru á góðum launum og þurfa væntanlega ekki að hafa áhyggjur af sinni afkomu. Þau eru ekki flóttafólk í angist, hafa nóg að borða, geta borgað skuldir sínar og átt afgang.Þeim skortir varla neitt og kunna því ekki, né vilja prófa skóna sem margir þurfa að ganga í. Götóttir, gamlir, of stórir, þröngir eða of litlir, ófóðraðir. Þau geta ekki ímyndað sér hvernig það er að vera í svona skóm né myndu vilja prófa það. Svona skór eru ljótir og kaldir.Það væri samt hollt fyrir þau að prófa svo þau gætu sett sig í spor annarra.Þessi ríkisstjórn mun án efa hrynja, það er ekkert annað í stöðunni því þau valda ekki þeirri ábyrgð sem þeim ber gagnvart fólkinu í landinu.Ég trúi því ekki að fólk muni kjósa þessa óreiðu yfir sig enn á ný.Þótt loforð komi áreiðanlega sem fyrr fyrir kosningar eða fyrir stjórnarslit, þá held ég að landsmenn muni átta sig á að það er bara „úlfur, úlfur, einn ganginn enn. Traustið er hrunið og því er ekki óeðelilegt að ríkisstjórnin hrynji með.Við sjáum hvar við erum stödd með loforðin sem voru gefin síðast og þar áður og enn eru óuppfyllt.Við munum eftir eldri borgurum og öryrkjum; við munum eftir húsnæðislausum. Við munum eftir fólkinu sem berst við að láta enda ná saman við hver mánaðamót. Við munum eftir bágri aðstöðu hjúkrunarfólks í landinu. Við munum eftir loforðum um fjárhagslegan stöðugleika og þar að auki munum við eftir innflytjendum og flóttafólki hér á landi sem á hvergi heima.Já, skömm er að óreiðu ríkisstjórnarinnar. Höfundur starfar við textaritun og þýðingar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun