Óreiða í ríkisstjórn Árný Björg Blandon skrifar 16. ágúst 2023 08:31 Það er ekki erfitt að finna fyrir óöryggi í þessu yndislega landi okkar þegar fjölmiðlar bera okkur fréttir af stöðu margra mála, afstöðu og aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar.Það setur ósjálfrátt að manni hroll og spurning hljómar í kollinum „Er þetta virkilega svona í þjóðfélaginu okkar undir stjórn fólks sem er fólk eins og við?“. Meira menntuð en margir kannski en virðast ófær um að halda þjóðarskútunni gangandi svo vel sé og að fólkið sem þau eiga að sjá um geti lifað mannsæmandi lífi.Þau eru dugleg að slá ryki í augu sjálf sín og segja allt vera í svo góðum málum og að landsmenn hafi það bara gott! Þau þurfa að þrífa betur á sér augun og eyrun.Fólkið sem situr að kötlunum í ríkisstjórninni hefur áreiðanlega ekki hugmynd um hvernig það er fyrir marga að vera hinum megin við borðið.Þau eru á góðum launum og þurfa væntanlega ekki að hafa áhyggjur af sinni afkomu. Þau eru ekki flóttafólk í angist, hafa nóg að borða, geta borgað skuldir sínar og átt afgang.Þeim skortir varla neitt og kunna því ekki, né vilja prófa skóna sem margir þurfa að ganga í. Götóttir, gamlir, of stórir, þröngir eða of litlir, ófóðraðir. Þau geta ekki ímyndað sér hvernig það er að vera í svona skóm né myndu vilja prófa það. Svona skór eru ljótir og kaldir.Það væri samt hollt fyrir þau að prófa svo þau gætu sett sig í spor annarra.Þessi ríkisstjórn mun án efa hrynja, það er ekkert annað í stöðunni því þau valda ekki þeirri ábyrgð sem þeim ber gagnvart fólkinu í landinu.Ég trúi því ekki að fólk muni kjósa þessa óreiðu yfir sig enn á ný.Þótt loforð komi áreiðanlega sem fyrr fyrir kosningar eða fyrir stjórnarslit, þá held ég að landsmenn muni átta sig á að það er bara „úlfur, úlfur, einn ganginn enn. Traustið er hrunið og því er ekki óeðelilegt að ríkisstjórnin hrynji með.Við sjáum hvar við erum stödd með loforðin sem voru gefin síðast og þar áður og enn eru óuppfyllt.Við munum eftir eldri borgurum og öryrkjum; við munum eftir húsnæðislausum. Við munum eftir fólkinu sem berst við að láta enda ná saman við hver mánaðamót. Við munum eftir bágri aðstöðu hjúkrunarfólks í landinu. Við munum eftir loforðum um fjárhagslegan stöðugleika og þar að auki munum við eftir innflytjendum og flóttafólki hér á landi sem á hvergi heima.Já, skömm er að óreiðu ríkisstjórnarinnar. Höfundur starfar við textaritun og þýðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Það er ekki erfitt að finna fyrir óöryggi í þessu yndislega landi okkar þegar fjölmiðlar bera okkur fréttir af stöðu margra mála, afstöðu og aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar.Það setur ósjálfrátt að manni hroll og spurning hljómar í kollinum „Er þetta virkilega svona í þjóðfélaginu okkar undir stjórn fólks sem er fólk eins og við?“. Meira menntuð en margir kannski en virðast ófær um að halda þjóðarskútunni gangandi svo vel sé og að fólkið sem þau eiga að sjá um geti lifað mannsæmandi lífi.Þau eru dugleg að slá ryki í augu sjálf sín og segja allt vera í svo góðum málum og að landsmenn hafi það bara gott! Þau þurfa að þrífa betur á sér augun og eyrun.Fólkið sem situr að kötlunum í ríkisstjórninni hefur áreiðanlega ekki hugmynd um hvernig það er fyrir marga að vera hinum megin við borðið.Þau eru á góðum launum og þurfa væntanlega ekki að hafa áhyggjur af sinni afkomu. Þau eru ekki flóttafólk í angist, hafa nóg að borða, geta borgað skuldir sínar og átt afgang.Þeim skortir varla neitt og kunna því ekki, né vilja prófa skóna sem margir þurfa að ganga í. Götóttir, gamlir, of stórir, þröngir eða of litlir, ófóðraðir. Þau geta ekki ímyndað sér hvernig það er að vera í svona skóm né myndu vilja prófa það. Svona skór eru ljótir og kaldir.Það væri samt hollt fyrir þau að prófa svo þau gætu sett sig í spor annarra.Þessi ríkisstjórn mun án efa hrynja, það er ekkert annað í stöðunni því þau valda ekki þeirri ábyrgð sem þeim ber gagnvart fólkinu í landinu.Ég trúi því ekki að fólk muni kjósa þessa óreiðu yfir sig enn á ný.Þótt loforð komi áreiðanlega sem fyrr fyrir kosningar eða fyrir stjórnarslit, þá held ég að landsmenn muni átta sig á að það er bara „úlfur, úlfur, einn ganginn enn. Traustið er hrunið og því er ekki óeðelilegt að ríkisstjórnin hrynji með.Við sjáum hvar við erum stödd með loforðin sem voru gefin síðast og þar áður og enn eru óuppfyllt.Við munum eftir eldri borgurum og öryrkjum; við munum eftir húsnæðislausum. Við munum eftir fólkinu sem berst við að láta enda ná saman við hver mánaðamót. Við munum eftir bágri aðstöðu hjúkrunarfólks í landinu. Við munum eftir loforðum um fjárhagslegan stöðugleika og þar að auki munum við eftir innflytjendum og flóttafólki hér á landi sem á hvergi heima.Já, skömm er að óreiðu ríkisstjórnarinnar. Höfundur starfar við textaritun og þýðingar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar