Áfall fyrir Englands- og Evrópumeistarana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2023 19:01 Gæti verið frá keppni fram að jólum. Copa/Getty Images Kevin de Bruyne, einn mikilvægasti leikmaður Englands- og Evrópumeistara Manchester City, verður frá næstu þrjá til fjóra mánuðina vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. De Bruyne var hreint út sagt magnaður á síðustu leiktíð þegar Man City vann þrennuna svokölluðu, það er deild, bikar og Evrópu. Alls tók hann þátt í 49 leikjum, gaf 31 stoðsendingu og skoraði 10 mörk. Hann spilaði hins vegar aðeins 36 mínútur í úrslitum Meistaradeildar Evrópu vegna meiðsla sem voru enn að plaga hann þegar Man City mætti Burnley í fyrsta leik tímabilsins. Eftir að hafa ekki tekið fullan þátt í undirbúningstímabili City kom á óvart að De Bruyne skildi byrja gegn Burnley og nú virðist það hafa komið í bakið á meisturunum. Hinn 32 ára gamli De Bruyne yfirgaf völlinn snemma leiks og verður frá keppni næstu 3-4 mánuðina. Þetta staðfesti Pep á blaðamannafundi fyrr í dag. Um er að ræða „alvarleg meiðsli“ samkvæmt Guardiola og gæti leikmaðurinn þurft að fara í aðgerð. Pep Guardiola confirms Kevin De Bruyne has suffered a serious injury:"We have to decide on surgery but he will be out for a few months." pic.twitter.com/i0B1R7Lhzx— B/R Football (@brfootball) August 15, 2023 Man City hóf tímabilið á 3-0 sigri gegn Burnley en nú þarf Guardiola að finna út hvernig hann fyllir skarð De Bruyne sem og İlkay Gündoğan en sá síðarnefndi fór til Barcelona eftir að City-menn tryggðu sér þrennuna síðasta vor. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir De Bruyne gæti verið lengi frá: „Sama og í Meistaradeildinni“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, var að vonum ánægður með 3-0 sigur sinna manna gegn Burnley í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Hann var hins vegar ekki jafn ánægður með meiðsli eins síns besta leikmanns, Kevin De Bruyne. 11. ágúst 2023 22:45 Englandsmeistararnir hófu titilvörnina á öruggum sigri Englandsmeistarar Manchester City unnu öruggan 3-0 útisigur er liðið heimsótti Burnley í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Norðmaðurinn Erling Braut Haaland hélt uppteknum hætti frá síðasta tímabili og skoraði tvö fyrir gestina. 11. ágúst 2023 21:01 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
De Bruyne var hreint út sagt magnaður á síðustu leiktíð þegar Man City vann þrennuna svokölluðu, það er deild, bikar og Evrópu. Alls tók hann þátt í 49 leikjum, gaf 31 stoðsendingu og skoraði 10 mörk. Hann spilaði hins vegar aðeins 36 mínútur í úrslitum Meistaradeildar Evrópu vegna meiðsla sem voru enn að plaga hann þegar Man City mætti Burnley í fyrsta leik tímabilsins. Eftir að hafa ekki tekið fullan þátt í undirbúningstímabili City kom á óvart að De Bruyne skildi byrja gegn Burnley og nú virðist það hafa komið í bakið á meisturunum. Hinn 32 ára gamli De Bruyne yfirgaf völlinn snemma leiks og verður frá keppni næstu 3-4 mánuðina. Þetta staðfesti Pep á blaðamannafundi fyrr í dag. Um er að ræða „alvarleg meiðsli“ samkvæmt Guardiola og gæti leikmaðurinn þurft að fara í aðgerð. Pep Guardiola confirms Kevin De Bruyne has suffered a serious injury:"We have to decide on surgery but he will be out for a few months." pic.twitter.com/i0B1R7Lhzx— B/R Football (@brfootball) August 15, 2023 Man City hóf tímabilið á 3-0 sigri gegn Burnley en nú þarf Guardiola að finna út hvernig hann fyllir skarð De Bruyne sem og İlkay Gündoğan en sá síðarnefndi fór til Barcelona eftir að City-menn tryggðu sér þrennuna síðasta vor.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir De Bruyne gæti verið lengi frá: „Sama og í Meistaradeildinni“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, var að vonum ánægður með 3-0 sigur sinna manna gegn Burnley í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Hann var hins vegar ekki jafn ánægður með meiðsli eins síns besta leikmanns, Kevin De Bruyne. 11. ágúst 2023 22:45 Englandsmeistararnir hófu titilvörnina á öruggum sigri Englandsmeistarar Manchester City unnu öruggan 3-0 útisigur er liðið heimsótti Burnley í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Norðmaðurinn Erling Braut Haaland hélt uppteknum hætti frá síðasta tímabili og skoraði tvö fyrir gestina. 11. ágúst 2023 21:01 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
De Bruyne gæti verið lengi frá: „Sama og í Meistaradeildinni“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, var að vonum ánægður með 3-0 sigur sinna manna gegn Burnley í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Hann var hins vegar ekki jafn ánægður með meiðsli eins síns besta leikmanns, Kevin De Bruyne. 11. ágúst 2023 22:45
Englandsmeistararnir hófu titilvörnina á öruggum sigri Englandsmeistarar Manchester City unnu öruggan 3-0 útisigur er liðið heimsótti Burnley í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Norðmaðurinn Erling Braut Haaland hélt uppteknum hætti frá síðasta tímabili og skoraði tvö fyrir gestina. 11. ágúst 2023 21:01