„Bardagi við Gunnar myndi henta vel á þessum tímapunkti“ Aron Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2023 09:31 Það væri gaman að sjá Gunnar Nelson og Rafael dos Anjos mætast í búrinu Vísir/Getty Íslenskt UFC áhugafólk bíður nú í ofvæni eftir því að sjá hvað er næst á dagskrá hjá Gunnari Nelson sem er á tveggja bardaga sigurgöngu. Á fréttamiðlinum MMAJunkie er nafni hans kastaði inn í umræðuna sem mögulegum andstæðingi hins reynslumikla Rafael dos Anjos. Dos Anjos er fyrrum léttivigtarmeistari í UFC sem hefur nú skipt yfir í veltivigtardeildina. Brassinn laut í lægra haldi gegn Vicente Luque á bardagakvöldi UFC í Las Vegas á dögunum. MMA blaðamaðurinn Mike Bohn segir að á þessum tímapunkti ferilsins hjá hinum 38 ára gamla Dos Anjos sé kannski fátt sem heillar en Bohn kastar þó nafni Gunnars Nelson inn í hringinn sem mögulegan andstæðing fyrir næsta bardaga Dos Anjos. „Bardagi við Gunnar Nelson er eitthvað sem myndi henta vel á þessum tímapunkti. Plan A hjá Gunnar gegn Dos Anjos væri án efa að ná honum niður í gólfið og reyna að hengja hann en hann er ekki eins mikil líkamleg ógn líkt og sumir bardagamenn deildarinnar. Það eru góðir möguleikar á því að Dos Anjos gæti haldið bardaganum standandi nógu lengi til þess að eiga möguleika á sigri.“ Bohn bendir í sömu andrá á þá staðreynd að Gunnar er sjóðandi heitur þessa dagana í UFC, hefur unnið tvo bardaga í röð með frammistöðu sem sjá til þess að hann verðskuldar bardaga gegn vel virtum bardagamanni á borð við Dos Anjos. „Gunnar átti í erfiðleikum þegar að honum var stillt upp á móti stórum bardagamönnum á borð við Gilbert Burns, Leon Edwards og Demian Maia. Nú þegar að hann er orðinn 35 ára gamall gæti þetta verið síðasta tækifæri hans til þess að sanna að hann geti náð enn lengra en hann hefur sýnt til þessa.“ MMA Tengdar fréttir Þeir bestu farnir að taka eftir Gunnari Nelson á ný Það má með sanni segja að frammistaða íslenska UFC bardagakappans Gunnars Nelson, sem hefur nú unnið tvo bardaga í röð í bardagabúrinu, hafi séð til þess að kollegar hans í veltivigtardeildinni geti ekki litið fram hjá honum. 5. maí 2023 20:01 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik Sjá meira
Dos Anjos er fyrrum léttivigtarmeistari í UFC sem hefur nú skipt yfir í veltivigtardeildina. Brassinn laut í lægra haldi gegn Vicente Luque á bardagakvöldi UFC í Las Vegas á dögunum. MMA blaðamaðurinn Mike Bohn segir að á þessum tímapunkti ferilsins hjá hinum 38 ára gamla Dos Anjos sé kannski fátt sem heillar en Bohn kastar þó nafni Gunnars Nelson inn í hringinn sem mögulegan andstæðing fyrir næsta bardaga Dos Anjos. „Bardagi við Gunnar Nelson er eitthvað sem myndi henta vel á þessum tímapunkti. Plan A hjá Gunnar gegn Dos Anjos væri án efa að ná honum niður í gólfið og reyna að hengja hann en hann er ekki eins mikil líkamleg ógn líkt og sumir bardagamenn deildarinnar. Það eru góðir möguleikar á því að Dos Anjos gæti haldið bardaganum standandi nógu lengi til þess að eiga möguleika á sigri.“ Bohn bendir í sömu andrá á þá staðreynd að Gunnar er sjóðandi heitur þessa dagana í UFC, hefur unnið tvo bardaga í röð með frammistöðu sem sjá til þess að hann verðskuldar bardaga gegn vel virtum bardagamanni á borð við Dos Anjos. „Gunnar átti í erfiðleikum þegar að honum var stillt upp á móti stórum bardagamönnum á borð við Gilbert Burns, Leon Edwards og Demian Maia. Nú þegar að hann er orðinn 35 ára gamall gæti þetta verið síðasta tækifæri hans til þess að sanna að hann geti náð enn lengra en hann hefur sýnt til þessa.“
MMA Tengdar fréttir Þeir bestu farnir að taka eftir Gunnari Nelson á ný Það má með sanni segja að frammistaða íslenska UFC bardagakappans Gunnars Nelson, sem hefur nú unnið tvo bardaga í röð í bardagabúrinu, hafi séð til þess að kollegar hans í veltivigtardeildinni geti ekki litið fram hjá honum. 5. maí 2023 20:01 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik Sjá meira
Þeir bestu farnir að taka eftir Gunnari Nelson á ný Það má með sanni segja að frammistaða íslenska UFC bardagakappans Gunnars Nelson, sem hefur nú unnið tvo bardaga í röð í bardagabúrinu, hafi séð til þess að kollegar hans í veltivigtardeildinni geti ekki litið fram hjá honum. 5. maí 2023 20:01