Farsímabann í skólum. Siðfár eða raunverulegur vandi Óttar Birgisson skrifar 14. ágúst 2023 08:30 Nýlega gaf Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) út skýrslu þar sem farið var yfir stöðu snjalltækja í kennslu. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú ályktun að snjalltæki eins og farsímar og spjaldtölvur eigi ekki að nota innan veggja skóla nema ef notkun þeirra sé að bæta kennslu með ótvíræðum hætti. Auðvelt er að blöskrast yfir þessari umræðu og telja hana óþarfa úlfaþytur eins og sagan hefur oft sýnt þegar fólk hræðist nýja tækni. Slík viðbrögð eru skiljanleg ef við skoðum söguna. Um 370 fyrir Krist sagði Sókrates að ritmálið myndi fá ungdóminn til að hætta að muna hluti utanbókar. Stóuspekingurinn Seneca hafði svipaðar áhyggjur síðar um að það væri óhollt að eiga of margar bækur því að ungdómurinn myndi stöðugt skipta um bækur í stað þess að lesa eina í einu frá upphafi til enda. Á 16. öld sagði svissneski fjölfræðingurinn Conrad Gessner að prenttæknin myndi leiða til upplýsingaóreiðu og var með svipaðar áhyggjur og Seneca. Á 19. öld voru margir sannfærðir um að síminn myndi gera okkur löt. Á 8. og 9. áratug síðustu aldar voru áhyggjur um að sjónvarp væri að hægja á þroska barna og gera þau árásargjarnari. Allt þetta reyndist síðan vera óþarfa áhyggjur sem færðust á næstu tækniframfarir. Því er eðlilegt að vera tortrygginn þegar fólk heyrir að banna eigi snjallsíma í skólum. En ef málið er skoðað með yfirveguðum og hlutlausum hætti eru sannfærandi rannsóknir sem styðja báðar hliðar. Hins vegar eru nýrri rannsóknir sífellt að sýna neikvæð áhrif skjánotkunar og eru þær rannsóknir að verða fleiri og vandaðari. Hér er skjánotkun notuð sem samheiti yfir ýmsa þætti sem tengjast skjám og mikilvægt er að benda á að ekki er öll skjánotkun slæm. En hvað er slæmt og hefur neikvæð áhrif á börn og ungmenni? Mest sannfærandi niðurstöðurnar eru neikvæð áhrif samfélagsmiðla á geðheilsu ungmenna og er það enn meira áberandi fyrir stúlkur en drengi. Niðurstöður íslenskra rannsókna sem framkvæmdar hafa verið við Háskóla Íslands sýna að tengsl eru á milli samfélagsmiðla og þunglyndis, kvíða, lágs sjálfsmats, slæmrar líkamsímyndar, svefnvanda og almennrar vanlíðanar. Sambærilegar niðurstöður hafa verið sýndar í erlendum rannsóknum. Því eldri sem börn eru því minni líkur eru á neikvæðum áhrifum og hafa vísindamenn m. a. í Bandaríkjunum mælt með að banna samfélagsmiðla fyrir börn og ungmenni undir 18 ára. Nánast allir samfélagsmiðlar í dag miða við 13 ára aldur en rannsóknir sýna að ungmenni í kringum 14 ára aldur eru viðkvæmust fyrir neikvæðum áhrifum og líklegust til að þróa með sér geðvandamál. Gögn hafa þó sýnt að notkun undir klukkustund á dag virðist ekki hafa neikvæð áhrif fyrir þennan aldurshóp. Íslenskar tölur sýna þó að um 80% íslenskra barna á aldrinum 13-17 ára nota samfélagsmiðla og verja þar að meðaltali um 3 klukkustundir á dag. Þá er eftir að bæta við allri annarri skjántokun. Með þessar upplýsingar í farteskinu ættum við ekki að taka áhættu með börnin okkar. Það er ekkert mál að banna tóbak í skólum og það ætti því ekki að vera vandamál að banna snjalltæki í skólum. Snjalltæki sem eru notuð sem hluti af kennslu ætti aðeins að nota í samræmi við rannsóknir úr menntavísindum ásamt því að nota þau skynsamlega og sparlega. Einnig eru foreldrar hvattir til að kynna sér vel hvað fer fram á þessum samfélagsmiðlum og eiga umræðu um það við börnin sín ásamt því að reyna að seinka skráningu barna á samfélagsmiðla eins lengi og unnt er. Önnur ráð eru að láta ekki snjalltækin taka yfir og hafa jafnvægi milli skjátnotkunar og hreyfingar, samskipta í raunheimum og útiveru. Þá er ekki ofsögum sagt að foreldrar ættu að vera góðar fyrirmyndir þegar kemur að snjalltækjum. Tæknin er ekki að fara úr lífi okkar. En það er okkar hlutverk að láta hana ekki taka yfir lífið. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi á Menntavísindasviði, Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Sjá meira
Nýlega gaf Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) út skýrslu þar sem farið var yfir stöðu snjalltækja í kennslu. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú ályktun að snjalltæki eins og farsímar og spjaldtölvur eigi ekki að nota innan veggja skóla nema ef notkun þeirra sé að bæta kennslu með ótvíræðum hætti. Auðvelt er að blöskrast yfir þessari umræðu og telja hana óþarfa úlfaþytur eins og sagan hefur oft sýnt þegar fólk hræðist nýja tækni. Slík viðbrögð eru skiljanleg ef við skoðum söguna. Um 370 fyrir Krist sagði Sókrates að ritmálið myndi fá ungdóminn til að hætta að muna hluti utanbókar. Stóuspekingurinn Seneca hafði svipaðar áhyggjur síðar um að það væri óhollt að eiga of margar bækur því að ungdómurinn myndi stöðugt skipta um bækur í stað þess að lesa eina í einu frá upphafi til enda. Á 16. öld sagði svissneski fjölfræðingurinn Conrad Gessner að prenttæknin myndi leiða til upplýsingaóreiðu og var með svipaðar áhyggjur og Seneca. Á 19. öld voru margir sannfærðir um að síminn myndi gera okkur löt. Á 8. og 9. áratug síðustu aldar voru áhyggjur um að sjónvarp væri að hægja á þroska barna og gera þau árásargjarnari. Allt þetta reyndist síðan vera óþarfa áhyggjur sem færðust á næstu tækniframfarir. Því er eðlilegt að vera tortrygginn þegar fólk heyrir að banna eigi snjallsíma í skólum. En ef málið er skoðað með yfirveguðum og hlutlausum hætti eru sannfærandi rannsóknir sem styðja báðar hliðar. Hins vegar eru nýrri rannsóknir sífellt að sýna neikvæð áhrif skjánotkunar og eru þær rannsóknir að verða fleiri og vandaðari. Hér er skjánotkun notuð sem samheiti yfir ýmsa þætti sem tengjast skjám og mikilvægt er að benda á að ekki er öll skjánotkun slæm. En hvað er slæmt og hefur neikvæð áhrif á börn og ungmenni? Mest sannfærandi niðurstöðurnar eru neikvæð áhrif samfélagsmiðla á geðheilsu ungmenna og er það enn meira áberandi fyrir stúlkur en drengi. Niðurstöður íslenskra rannsókna sem framkvæmdar hafa verið við Háskóla Íslands sýna að tengsl eru á milli samfélagsmiðla og þunglyndis, kvíða, lágs sjálfsmats, slæmrar líkamsímyndar, svefnvanda og almennrar vanlíðanar. Sambærilegar niðurstöður hafa verið sýndar í erlendum rannsóknum. Því eldri sem börn eru því minni líkur eru á neikvæðum áhrifum og hafa vísindamenn m. a. í Bandaríkjunum mælt með að banna samfélagsmiðla fyrir börn og ungmenni undir 18 ára. Nánast allir samfélagsmiðlar í dag miða við 13 ára aldur en rannsóknir sýna að ungmenni í kringum 14 ára aldur eru viðkvæmust fyrir neikvæðum áhrifum og líklegust til að þróa með sér geðvandamál. Gögn hafa þó sýnt að notkun undir klukkustund á dag virðist ekki hafa neikvæð áhrif fyrir þennan aldurshóp. Íslenskar tölur sýna þó að um 80% íslenskra barna á aldrinum 13-17 ára nota samfélagsmiðla og verja þar að meðaltali um 3 klukkustundir á dag. Þá er eftir að bæta við allri annarri skjántokun. Með þessar upplýsingar í farteskinu ættum við ekki að taka áhættu með börnin okkar. Það er ekkert mál að banna tóbak í skólum og það ætti því ekki að vera vandamál að banna snjalltæki í skólum. Snjalltæki sem eru notuð sem hluti af kennslu ætti aðeins að nota í samræmi við rannsóknir úr menntavísindum ásamt því að nota þau skynsamlega og sparlega. Einnig eru foreldrar hvattir til að kynna sér vel hvað fer fram á þessum samfélagsmiðlum og eiga umræðu um það við börnin sín ásamt því að reyna að seinka skráningu barna á samfélagsmiðla eins lengi og unnt er. Önnur ráð eru að láta ekki snjalltækin taka yfir og hafa jafnvægi milli skjátnotkunar og hreyfingar, samskipta í raunheimum og útiveru. Þá er ekki ofsögum sagt að foreldrar ættu að vera góðar fyrirmyndir þegar kemur að snjalltækjum. Tæknin er ekki að fara úr lífi okkar. En það er okkar hlutverk að láta hana ekki taka yfir lífið. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi á Menntavísindasviði, Háskóla Íslands.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun