Enski boltinn

Vilja Lukaku í stað Kane

Valur Páll Eiríksson skrifar
Lukaku gæti tekið sætið sem Harry Kane skildi eftir autt.
Lukaku gæti tekið sætið sem Harry Kane skildi eftir autt. Getty

Tottenham skoðar möguleikann á því að fá Romelu Lukaku í framlínu liðsins eftir skipti Harry Kane til Bayern Munchen. Lukaku er úti í kuldanum hjá grönnum þeirra í Chelsea.

Lukaku hafnaði því að snúa aftur til Internazionale á Ítalíu, hvar hann var á láni á síðustu leiktíð og lék einnig tímabilin 2019 til 2021. Chelsea borgaði Inter tæplega 100 milljónir punda fyrir Lukaku sumarið 2021 en hann hafði þá skorað 47 deildarmörk á tveimur árum í Mílanó.

Hann heillaði ekki eftir endurkomuna í Chelsea, hvar hann lék einnig 2011 til 2014, og skoraði aðeins átta deildarmörk 2021-22. Hann fylgdi því eftir með tíu mörkum fyrir Inter í fyrra og var inn og út úr liðinu.

Chelsea vill nú losa sig við kauða en hefur gengið illa í samskiptum við Juventus um að koma honum þangað. Lukaku er utan úrvalsdeildarhóps Chelsea og er ekki með treyjunúmer hjá félaginu.

Tottenham gæti losað hann frá liðinu, en liðið leitar að framherja eftir brottför Harry Kane um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×