Fallegasta gatan í Árborg er Suðurengi á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. ágúst 2023 20:06 Fallegasta gatan í Sveitarfélaginu Árborg 2023 er Suðurengi á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Suðurengi á Selfossi þurfa ekki að skammast sín fyrir götuna sína því hún var um helgina valin fallegasta gatan í Sveitarfélaginu Árborg. Elsti og yngsti íbúi götunnar afhjúpuðu sérstakt skilti þess efnis. Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi fór fram um helgina þar sem fjölmargt skemmtilegt var í boði. Einn af hápunktunum alltaf er að velja fallegustu götuna í sveitarfélaginu en í ár var það gatan Suðurengi á Selfossi en þetta er í annað skipti á nokkrum árum, sem íbúar götunnar hljóta þessa viðurkenningu. Í götunni eru 36 hús. Íbúarnir komu saman á föstudaginn til að taka á móti viðurkenningunni en það kom í hlut elsta íbúa götunnar, Jóhannesar Guðmundssonar, 97 ára og þess yngsta, Axels Inga Svavarsson að afhjúpa skiltið. Það kom í hlut elsta íbúa götunnar, Jóhannesar Guðmundssonar, 97 ára og þess yngsta, Axels Inga Svavarsson að afhjúpa skiltið góða en hér er Axel í fangi pabba síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mjög mikið af fallegum vel hirtum görðum hérna, fallegar innkeyrslur og þetta gefur heildaryfirbragði götunnar, sem gerði það að verkum að hún endaði efst í stigakosningu nefndarinnar, svona heildaryfirbragð, sem er mjög snyrtilegt,” segir Bragi Bjarnason, formaður umhverfisnefndar Árborgar. Þetta er ansi skemmtileg hefð hjá sveitarfélaginu? „Já, þetta er ofboðslega skemmtilegt og þetta er eitt af þessu skemmtilega sem nefndin gerir á hverju ári en það er að fá að taka þátt í því að koma með tilnefningar og taka við tilnefningar frá íbúum og svo að velja og afhenda viðurkenningarnar.” Á Sléttusöngnum í gærkvöldi voru nokkrar viðurkenningar afhentar í viðbót, t.d. var Tröllhólar valin skemmtilegasta gatan á Selfossi og garðurinn við Lyngheiði 17 fallegasti garðurinn og á Eyrarbakka var það bærinn Óseyri, sem fékk verðlaun svo einhver dæmi séu tekin. Hluti af íbúum Suðurengis við skiltið góða, sem segir að gatan þeirra sé sú fallegasta í Árborg árið 2023.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo skemmtilega vildi til við athöfnina í Suðurengi að hjón í götunni, þau Fjóla Pálmarsdóttir og Hilmar Birgir Leifsson áttu 60 ára brúðkaupsafmæli. „Það er bara alveg gasalega spennandi Magnús. Mér finnst eiginlega meira spennandi að það eru 40 ár, síðan ég flutti í Suðurengi og ég ætla ekki að fara næstu fjörutíu árin,” segir Fjóla og skellihlær. Hún segir götuna frábæra enda búi svo yndislegt fólk í henni. Fjóla og Hilmar, sem áttu 60 ára brúðkaupsafmæli föstudaginn 11. ágúst.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi fór fram um helgina þar sem fjölmargt skemmtilegt var í boði. Einn af hápunktunum alltaf er að velja fallegustu götuna í sveitarfélaginu en í ár var það gatan Suðurengi á Selfossi en þetta er í annað skipti á nokkrum árum, sem íbúar götunnar hljóta þessa viðurkenningu. Í götunni eru 36 hús. Íbúarnir komu saman á föstudaginn til að taka á móti viðurkenningunni en það kom í hlut elsta íbúa götunnar, Jóhannesar Guðmundssonar, 97 ára og þess yngsta, Axels Inga Svavarsson að afhjúpa skiltið. Það kom í hlut elsta íbúa götunnar, Jóhannesar Guðmundssonar, 97 ára og þess yngsta, Axels Inga Svavarsson að afhjúpa skiltið góða en hér er Axel í fangi pabba síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mjög mikið af fallegum vel hirtum görðum hérna, fallegar innkeyrslur og þetta gefur heildaryfirbragði götunnar, sem gerði það að verkum að hún endaði efst í stigakosningu nefndarinnar, svona heildaryfirbragð, sem er mjög snyrtilegt,” segir Bragi Bjarnason, formaður umhverfisnefndar Árborgar. Þetta er ansi skemmtileg hefð hjá sveitarfélaginu? „Já, þetta er ofboðslega skemmtilegt og þetta er eitt af þessu skemmtilega sem nefndin gerir á hverju ári en það er að fá að taka þátt í því að koma með tilnefningar og taka við tilnefningar frá íbúum og svo að velja og afhenda viðurkenningarnar.” Á Sléttusöngnum í gærkvöldi voru nokkrar viðurkenningar afhentar í viðbót, t.d. var Tröllhólar valin skemmtilegasta gatan á Selfossi og garðurinn við Lyngheiði 17 fallegasti garðurinn og á Eyrarbakka var það bærinn Óseyri, sem fékk verðlaun svo einhver dæmi séu tekin. Hluti af íbúum Suðurengis við skiltið góða, sem segir að gatan þeirra sé sú fallegasta í Árborg árið 2023.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo skemmtilega vildi til við athöfnina í Suðurengi að hjón í götunni, þau Fjóla Pálmarsdóttir og Hilmar Birgir Leifsson áttu 60 ára brúðkaupsafmæli. „Það er bara alveg gasalega spennandi Magnús. Mér finnst eiginlega meira spennandi að það eru 40 ár, síðan ég flutti í Suðurengi og ég ætla ekki að fara næstu fjörutíu árin,” segir Fjóla og skellihlær. Hún segir götuna frábæra enda búi svo yndislegt fólk í henni. Fjóla og Hilmar, sem áttu 60 ára brúðkaupsafmæli föstudaginn 11. ágúst.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira