Grill og heitur pottur í kvöld en Mahomes-hugarfarið á morgun Valur Páll Eiríksson skrifar 12. ágúst 2023 20:00 Hlynur Geir Hjartarson Hlynur Geir Hjartarson, kylfingur úr Golfklúbbi Selfoss, er með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Urriðavelli um helgina. Hann ætlar að njóta á morgun og sækir síðu í bók ruðningskappans Patrick Mahomes í aðdragandanum. „Mér líður bara mjög vel. Maður er aðeins að jafna sig. Þessi hringur tók á, var aðeins upp og ofan en maður náði að klóra sig í gegnum þetta. Það var einhver reynslubanki þarna sem maður náði að sækja einhver högg í,“ sagði Hlynur Geir léttur þegar Vísir sló á þráðinn í kvöld. Hlynur hefur spilað jafnan og góðan leik yfir dagana þrjá á mótinu hingað til. Hann fór hring dagsins á þremur undir pari og er á tíu undir parinu í heildina, fjórum höggum á undan næsta manni. Hann þakkar það hversu dugleg eiginkona hans hefur verið að draga hann á völlinn. „Þetta er geggjaður völlur og frábært veður. Maður er í ágætis formi, konan er búin að draga mann út á völl hægri, vinstri. Hún er með svo mikinn golfáhuga að maður er í fínasta formi,“ segir Hlynur Geir. Andri og Guðmundur komi sterkir til baka Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson voru efstir fyrir daginn en áttu báðir strembinn dag, hvor um sig léku þeir á fimm yfir pari vallar. Það eftir að Guðmundur Ágúst bætti vallarmetið í gær, skor sem Hlynur að vísu jafnaði síðar þann daginn. Erfiður dagur þeirra félaga skýrir að hluta hversu stór forysta Hlyns er en hann er þess fullviss að þeir félagar komi sterkir til baka á morgun. „Golfið er svona. Þetta er óvissuferð. Þetta er hringur sem allir vilja eiga nokkuð góðan og setur tóninn fyrir lokadaginn. Það gekk ekki hjá þeim í dag en þetta eru geggjaðir kylfingar sem hafa áður verið í þessari stöðu. Þeir koma eflaust sterkir til baka á morgun, ég veit það bara fyrir víst,“ segir Hlynur Geir. Horfir á Mahomes í kvöld, aftur Hlynur segist þá ætla að taka því rólega í kvöld og njóta dagsins á morgun. „Nú ætla ég að fara bara í heita pottinn og fá mér smá grill. Svo kíki ég á Quarterback lokaþáttinn á Netflix, aftur, hann var svo geggjaður. Þar var svona love it stemning í Patrick Mahomes.“ segir Hlynur en Patrick Mahomes er í sviðsljósinu í lokaþætti seríunnar er Kansas City Chiefs keppti í Ofurskálinni í vetur. Þú mætir þá með Mahomes hugarfarið á morgun? „Já, það er bara að njóta. Bara love it eins og hann sagði við alla gæjana í Super Bowlinu. Það er bara að njóta þess að vera kominn í þessa stöðu. Það er bara lykilatriði, annars gerist eitthvað leiðinlegt. Bara njóta.“ segir Hlynur Geir. Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Maður er aðeins að jafna sig. Þessi hringur tók á, var aðeins upp og ofan en maður náði að klóra sig í gegnum þetta. Það var einhver reynslubanki þarna sem maður náði að sækja einhver högg í,“ sagði Hlynur Geir léttur þegar Vísir sló á þráðinn í kvöld. Hlynur hefur spilað jafnan og góðan leik yfir dagana þrjá á mótinu hingað til. Hann fór hring dagsins á þremur undir pari og er á tíu undir parinu í heildina, fjórum höggum á undan næsta manni. Hann þakkar það hversu dugleg eiginkona hans hefur verið að draga hann á völlinn. „Þetta er geggjaður völlur og frábært veður. Maður er í ágætis formi, konan er búin að draga mann út á völl hægri, vinstri. Hún er með svo mikinn golfáhuga að maður er í fínasta formi,“ segir Hlynur Geir. Andri og Guðmundur komi sterkir til baka Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson voru efstir fyrir daginn en áttu báðir strembinn dag, hvor um sig léku þeir á fimm yfir pari vallar. Það eftir að Guðmundur Ágúst bætti vallarmetið í gær, skor sem Hlynur að vísu jafnaði síðar þann daginn. Erfiður dagur þeirra félaga skýrir að hluta hversu stór forysta Hlyns er en hann er þess fullviss að þeir félagar komi sterkir til baka á morgun. „Golfið er svona. Þetta er óvissuferð. Þetta er hringur sem allir vilja eiga nokkuð góðan og setur tóninn fyrir lokadaginn. Það gekk ekki hjá þeim í dag en þetta eru geggjaðir kylfingar sem hafa áður verið í þessari stöðu. Þeir koma eflaust sterkir til baka á morgun, ég veit það bara fyrir víst,“ segir Hlynur Geir. Horfir á Mahomes í kvöld, aftur Hlynur segist þá ætla að taka því rólega í kvöld og njóta dagsins á morgun. „Nú ætla ég að fara bara í heita pottinn og fá mér smá grill. Svo kíki ég á Quarterback lokaþáttinn á Netflix, aftur, hann var svo geggjaður. Þar var svona love it stemning í Patrick Mahomes.“ segir Hlynur en Patrick Mahomes er í sviðsljósinu í lokaþætti seríunnar er Kansas City Chiefs keppti í Ofurskálinni í vetur. Þú mætir þá með Mahomes hugarfarið á morgun? „Já, það er bara að njóta. Bara love it eins og hann sagði við alla gæjana í Super Bowlinu. Það er bara að njóta þess að vera kominn í þessa stöðu. Það er bara lykilatriði, annars gerist eitthvað leiðinlegt. Bara njóta.“ segir Hlynur Geir.
Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira