Grill og heitur pottur í kvöld en Mahomes-hugarfarið á morgun Valur Páll Eiríksson skrifar 12. ágúst 2023 20:00 Hlynur Geir Hjartarson Hlynur Geir Hjartarson, kylfingur úr Golfklúbbi Selfoss, er með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Urriðavelli um helgina. Hann ætlar að njóta á morgun og sækir síðu í bók ruðningskappans Patrick Mahomes í aðdragandanum. „Mér líður bara mjög vel. Maður er aðeins að jafna sig. Þessi hringur tók á, var aðeins upp og ofan en maður náði að klóra sig í gegnum þetta. Það var einhver reynslubanki þarna sem maður náði að sækja einhver högg í,“ sagði Hlynur Geir léttur þegar Vísir sló á þráðinn í kvöld. Hlynur hefur spilað jafnan og góðan leik yfir dagana þrjá á mótinu hingað til. Hann fór hring dagsins á þremur undir pari og er á tíu undir parinu í heildina, fjórum höggum á undan næsta manni. Hann þakkar það hversu dugleg eiginkona hans hefur verið að draga hann á völlinn. „Þetta er geggjaður völlur og frábært veður. Maður er í ágætis formi, konan er búin að draga mann út á völl hægri, vinstri. Hún er með svo mikinn golfáhuga að maður er í fínasta formi,“ segir Hlynur Geir. Andri og Guðmundur komi sterkir til baka Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson voru efstir fyrir daginn en áttu báðir strembinn dag, hvor um sig léku þeir á fimm yfir pari vallar. Það eftir að Guðmundur Ágúst bætti vallarmetið í gær, skor sem Hlynur að vísu jafnaði síðar þann daginn. Erfiður dagur þeirra félaga skýrir að hluta hversu stór forysta Hlyns er en hann er þess fullviss að þeir félagar komi sterkir til baka á morgun. „Golfið er svona. Þetta er óvissuferð. Þetta er hringur sem allir vilja eiga nokkuð góðan og setur tóninn fyrir lokadaginn. Það gekk ekki hjá þeim í dag en þetta eru geggjaðir kylfingar sem hafa áður verið í þessari stöðu. Þeir koma eflaust sterkir til baka á morgun, ég veit það bara fyrir víst,“ segir Hlynur Geir. Horfir á Mahomes í kvöld, aftur Hlynur segist þá ætla að taka því rólega í kvöld og njóta dagsins á morgun. „Nú ætla ég að fara bara í heita pottinn og fá mér smá grill. Svo kíki ég á Quarterback lokaþáttinn á Netflix, aftur, hann var svo geggjaður. Þar var svona love it stemning í Patrick Mahomes.“ segir Hlynur en Patrick Mahomes er í sviðsljósinu í lokaþætti seríunnar er Kansas City Chiefs keppti í Ofurskálinni í vetur. Þú mætir þá með Mahomes hugarfarið á morgun? „Já, það er bara að njóta. Bara love it eins og hann sagði við alla gæjana í Super Bowlinu. Það er bara að njóta þess að vera kominn í þessa stöðu. Það er bara lykilatriði, annars gerist eitthvað leiðinlegt. Bara njóta.“ segir Hlynur Geir. Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Maður er aðeins að jafna sig. Þessi hringur tók á, var aðeins upp og ofan en maður náði að klóra sig í gegnum þetta. Það var einhver reynslubanki þarna sem maður náði að sækja einhver högg í,“ sagði Hlynur Geir léttur þegar Vísir sló á þráðinn í kvöld. Hlynur hefur spilað jafnan og góðan leik yfir dagana þrjá á mótinu hingað til. Hann fór hring dagsins á þremur undir pari og er á tíu undir parinu í heildina, fjórum höggum á undan næsta manni. Hann þakkar það hversu dugleg eiginkona hans hefur verið að draga hann á völlinn. „Þetta er geggjaður völlur og frábært veður. Maður er í ágætis formi, konan er búin að draga mann út á völl hægri, vinstri. Hún er með svo mikinn golfáhuga að maður er í fínasta formi,“ segir Hlynur Geir. Andri og Guðmundur komi sterkir til baka Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson voru efstir fyrir daginn en áttu báðir strembinn dag, hvor um sig léku þeir á fimm yfir pari vallar. Það eftir að Guðmundur Ágúst bætti vallarmetið í gær, skor sem Hlynur að vísu jafnaði síðar þann daginn. Erfiður dagur þeirra félaga skýrir að hluta hversu stór forysta Hlyns er en hann er þess fullviss að þeir félagar komi sterkir til baka á morgun. „Golfið er svona. Þetta er óvissuferð. Þetta er hringur sem allir vilja eiga nokkuð góðan og setur tóninn fyrir lokadaginn. Það gekk ekki hjá þeim í dag en þetta eru geggjaðir kylfingar sem hafa áður verið í þessari stöðu. Þeir koma eflaust sterkir til baka á morgun, ég veit það bara fyrir víst,“ segir Hlynur Geir. Horfir á Mahomes í kvöld, aftur Hlynur segist þá ætla að taka því rólega í kvöld og njóta dagsins á morgun. „Nú ætla ég að fara bara í heita pottinn og fá mér smá grill. Svo kíki ég á Quarterback lokaþáttinn á Netflix, aftur, hann var svo geggjaður. Þar var svona love it stemning í Patrick Mahomes.“ segir Hlynur en Patrick Mahomes er í sviðsljósinu í lokaþætti seríunnar er Kansas City Chiefs keppti í Ofurskálinni í vetur. Þú mætir þá með Mahomes hugarfarið á morgun? „Já, það er bara að njóta. Bara love it eins og hann sagði við alla gæjana í Super Bowlinu. Það er bara að njóta þess að vera kominn í þessa stöðu. Það er bara lykilatriði, annars gerist eitthvað leiðinlegt. Bara njóta.“ segir Hlynur Geir.
Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Sjá meira