Frelsi til að vera Ingvar P. Guðbjörnsson skrifar 11. ágúst 2023 17:01 Fljótlega eftir að ég kom út úr skápnum fyrir hartnær tveimur áratugum síðan fékk ég stundum spurningar þess eðlis hvernig ég gæti verið hinsegin og hægri maður. Þá upplifði ég að einhverjum aðilum finndist þetta ekki fara saman en fékk aldrei neinn botn í ástæður þess enda aldrei í vandræðum með svörin. Í mínum huga voru þeir sem þessar spurningar settu frem ekki nægilega vel upplýstir – ekki frekar en allt of margir almennt í gegnum áranna rás hafa ekki verið nægilega vel upplýstir þegar kemur að málefnum hinsegin fólks. Sem betur fer hefur allt þetta breyst og nokkuð hratt. Nú eru þeir sem hafa fordóma í miklu minnihluta. Ég er umburðarlindur í eðli mínu og kaus því alltaf að svara málefnalega og gefa fólki þann tíma sem það þurfti til að sjá samhengi hlutanna. Að hjóla ekki í manninn – heldur frekar að útskýra og reyna mitt til að fólk væri betur upplýst. Staðreyndin er sú að hinsegin fólk er allskonar þegar kemur að pólitískri sýn. Rétt eins og gagnkynhneigt fólk er allskonar. Og við eigum öll rétt á að vera allskonar. Ég hóf ungur þátttöku í stjórnmálum og hef alltaf verið mikill talsmaður frelsis. Var það áður en ég áttaði mig á því að ég væri samkynhneigður. Mín pólitíska mótun átti sér því stað löngu áður en ég kom út úr skápnum og það skemmtilega var að þegar það svo loks gerðist áttaði ég mig á því að þau mál sem ég hafði verið að berjast fyrir í minni pólitík studdu öll sérstaklega vel við þá baráttu sem hinsegin fólk hefur háð í rúmlega fjóra áratugi. Þar er einstaklingsfrelsið kjarninn. Enginn flokkur hefur í raun barist jafn mikið fyrir einstaklingsfrelsinu og sá flokkur sem ég hef stutt alla mína tíð. Ég er stoltur af því og stoltur af sögu flokksins þegar kemur að málefnum hinsegin fólks. Það er þó ekki þar með sagt að öll sagan sé enn skrifuð. Í dag eru a.m.k. tveir sveitarstjórnarmenn flokksins hinsegin. Flokkurinn hefur átt hinsegin aðstoðarmann ráðherra, hluti af starfsliði flokksins er og hefur verið hinsegin. Hinsegin fólk hefur valist í allskonar trúnaðarstörf innan flokksins. Það er ekki spurt að kynhneigð þegar fólk gefur kost á sér til starfa. Ég trúi því að einn daginn muni ég upplifa að flokkurinn eigi hinsegin þingmann, hinsegin ráðherra og að hinsegin einstaklingur veljist til æðstu forystustarfa í flokknum. Ég geri það þó ekki sem kröfu – enda snýst mín pólitík um að velja hverju sinni hæfustu einstaklingana til starfa og þar ræður kynhnegð ekki för. Ég bara veit að það eru engar slíkar hindranir og að þegar réttu einstaklingarnir ákveða að gefa kost á sér muni þeir njóta stuðnings út frá hæfileikum þeirra og skoðunum. Rétt eins og þeir hafa gert hingað til. Enda hvers vegna ætti hinsegin fólk ekki að geta valist til slíkra starfa í Sjálfstæðisflokknum þegar sagan er skoðuð? Sjálfstæðisflokkurinn átti fyrsta kvenþingmanninn, fyrsta kvenráðherrann, fyrsta kvenborgarstjórann. Konur í sveitarstjórnum á vegum Sjálfstæðisflokksins í dag eru fleiri samanlagt en heildar fjöldi kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum nokkurs annars stjórnmálaflokks. Fleiri konur skipa ráðherraembætti flokksins í dag en karlar. Jafnrétti og frelsi eru ein af aðalgildum flokksins. Þessi orð eru ekki sett á blað til að kasta rýrð á aðra stjórnmálaflokka og ég geri ekki lítið úr framlagi þeirra til baráttu hinsegin fólks. En það hefur blundað í mér í að verða tvo áratugi afhverju sumt fólk sér ekki fara saman að hinsegin fólk taki fullan þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins og hvenær er betri tími til að vekja athygli á þessum málum en akkúrat í þeirri viku ársins þegar landsmenn fagna frelsinu, fagna fjölbreytileikanum, fagna umburðarlyndinu og mannkærleikanum? Ef allir stjórnmálaflokkar legðu jafnt í orði og á borði til frelsisbaráttunnar í landinu yrði Ísland ekki bara besta land í heimi – heldur langbesta land í heimi. Þar sem við lítum svo á að með því að gefa öllum færi á að blómstra í eigin skinni, að njóta hæfileika sinna og fulls einstaklings- og athafnafrelsis sköpum við besta samfélag sem völ er á og fáum það besta út úr hverjum og einum sem framlag til þess samfélags. Við höfum sýnt marg oft að við getum allt ef við tökum réttar ákvarðanir og rétt skref. Ef við stöndum saman. Barátta hinsegin fólks er ekki bara spurningin um að leyfa fólki eitthvað sem það á að hafa fullan rétt á með því einu að hafa fæðst og að vera til. Baráttan hefur ekki síður snúist um sýnileikann – að þora að vera. En á Íslandi á enginn að þurfa að þora að vera. Þar liggur lausnin í frelsinu. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Skoðun Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Fljótlega eftir að ég kom út úr skápnum fyrir hartnær tveimur áratugum síðan fékk ég stundum spurningar þess eðlis hvernig ég gæti verið hinsegin og hægri maður. Þá upplifði ég að einhverjum aðilum finndist þetta ekki fara saman en fékk aldrei neinn botn í ástæður þess enda aldrei í vandræðum með svörin. Í mínum huga voru þeir sem þessar spurningar settu frem ekki nægilega vel upplýstir – ekki frekar en allt of margir almennt í gegnum áranna rás hafa ekki verið nægilega vel upplýstir þegar kemur að málefnum hinsegin fólks. Sem betur fer hefur allt þetta breyst og nokkuð hratt. Nú eru þeir sem hafa fordóma í miklu minnihluta. Ég er umburðarlindur í eðli mínu og kaus því alltaf að svara málefnalega og gefa fólki þann tíma sem það þurfti til að sjá samhengi hlutanna. Að hjóla ekki í manninn – heldur frekar að útskýra og reyna mitt til að fólk væri betur upplýst. Staðreyndin er sú að hinsegin fólk er allskonar þegar kemur að pólitískri sýn. Rétt eins og gagnkynhneigt fólk er allskonar. Og við eigum öll rétt á að vera allskonar. Ég hóf ungur þátttöku í stjórnmálum og hef alltaf verið mikill talsmaður frelsis. Var það áður en ég áttaði mig á því að ég væri samkynhneigður. Mín pólitíska mótun átti sér því stað löngu áður en ég kom út úr skápnum og það skemmtilega var að þegar það svo loks gerðist áttaði ég mig á því að þau mál sem ég hafði verið að berjast fyrir í minni pólitík studdu öll sérstaklega vel við þá baráttu sem hinsegin fólk hefur háð í rúmlega fjóra áratugi. Þar er einstaklingsfrelsið kjarninn. Enginn flokkur hefur í raun barist jafn mikið fyrir einstaklingsfrelsinu og sá flokkur sem ég hef stutt alla mína tíð. Ég er stoltur af því og stoltur af sögu flokksins þegar kemur að málefnum hinsegin fólks. Það er þó ekki þar með sagt að öll sagan sé enn skrifuð. Í dag eru a.m.k. tveir sveitarstjórnarmenn flokksins hinsegin. Flokkurinn hefur átt hinsegin aðstoðarmann ráðherra, hluti af starfsliði flokksins er og hefur verið hinsegin. Hinsegin fólk hefur valist í allskonar trúnaðarstörf innan flokksins. Það er ekki spurt að kynhneigð þegar fólk gefur kost á sér til starfa. Ég trúi því að einn daginn muni ég upplifa að flokkurinn eigi hinsegin þingmann, hinsegin ráðherra og að hinsegin einstaklingur veljist til æðstu forystustarfa í flokknum. Ég geri það þó ekki sem kröfu – enda snýst mín pólitík um að velja hverju sinni hæfustu einstaklingana til starfa og þar ræður kynhnegð ekki för. Ég bara veit að það eru engar slíkar hindranir og að þegar réttu einstaklingarnir ákveða að gefa kost á sér muni þeir njóta stuðnings út frá hæfileikum þeirra og skoðunum. Rétt eins og þeir hafa gert hingað til. Enda hvers vegna ætti hinsegin fólk ekki að geta valist til slíkra starfa í Sjálfstæðisflokknum þegar sagan er skoðuð? Sjálfstæðisflokkurinn átti fyrsta kvenþingmanninn, fyrsta kvenráðherrann, fyrsta kvenborgarstjórann. Konur í sveitarstjórnum á vegum Sjálfstæðisflokksins í dag eru fleiri samanlagt en heildar fjöldi kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum nokkurs annars stjórnmálaflokks. Fleiri konur skipa ráðherraembætti flokksins í dag en karlar. Jafnrétti og frelsi eru ein af aðalgildum flokksins. Þessi orð eru ekki sett á blað til að kasta rýrð á aðra stjórnmálaflokka og ég geri ekki lítið úr framlagi þeirra til baráttu hinsegin fólks. En það hefur blundað í mér í að verða tvo áratugi afhverju sumt fólk sér ekki fara saman að hinsegin fólk taki fullan þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins og hvenær er betri tími til að vekja athygli á þessum málum en akkúrat í þeirri viku ársins þegar landsmenn fagna frelsinu, fagna fjölbreytileikanum, fagna umburðarlyndinu og mannkærleikanum? Ef allir stjórnmálaflokkar legðu jafnt í orði og á borði til frelsisbaráttunnar í landinu yrði Ísland ekki bara besta land í heimi – heldur langbesta land í heimi. Þar sem við lítum svo á að með því að gefa öllum færi á að blómstra í eigin skinni, að njóta hæfileika sinna og fulls einstaklings- og athafnafrelsis sköpum við besta samfélag sem völ er á og fáum það besta út úr hverjum og einum sem framlag til þess samfélags. Við höfum sýnt marg oft að við getum allt ef við tökum réttar ákvarðanir og rétt skref. Ef við stöndum saman. Barátta hinsegin fólks er ekki bara spurningin um að leyfa fólki eitthvað sem það á að hafa fullan rétt á með því einu að hafa fæðst og að vera til. Baráttan hefur ekki síður snúist um sýnileikann – að þora að vera. En á Íslandi á enginn að þurfa að þora að vera. Þar liggur lausnin í frelsinu. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun