Greint var frá því í morgun að Alda hefði látið af störfum sem sem framkvæmdastjóri mannauðs hjá Sýn.
Áður starfaði hún sem stjórnendaþjálfari í eigin fyrirtæki Vendum ehf og vann með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins bæði hérlendis og erlendis. Hún starfaði sem aðstoðarmaður rektors Háskólans í Reykjavík og kynningar- og samskiptastjóri skólans. Þar áður starfaði hún sem viðskiptastjóri hjá SJÁ og fræðslustjóri VR.
Mikill fengur af Öldu
„Það er mikill fengur að fá Öldu inn í framkvæmdastjórn félagsins því hún hefur fjölbreytta stjórnunar- og starfsreynslu og býr yfir mikilli reynslu við að styðja stjórnendur og starfsmenn að ná stefnumiðuðum markmiðum. Hún hefur einnig dýrmæta reynslu í mannauðsmálum og uppbyggingu árangursríkrar fyrirtækjamenningar, sem á eftir að nýtast félaginu vel í áframhaldandi sóknarvegferð,“ er haft eftir Magnúsi Ólafi Ólafssyni, forstjóra Innnes, í fréttatilkynningu um vistaskiptin.
Þá er haft eftir Öldu að hún sé gífurlega spennt að takast á við spennandi starf hjá metnaðarfullu og vaxandi félagi sem leggi áherslu á fagmennsku á öllum sviðum.
„Félagið hefur skýra sýn sem ég hlakka til að vinna eftir og kynnast starfsfólkinu og starfseminni, allt frá þjónustu við trausta viðskiptavini yfir í hátækni vöruhús sem er á heimsmælikvarða.“
Vísir er í eigu Sýnar.