Keflvíkingar sátu fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 13 stig, tveimur stigum fyrir ofan botnlið Selfoss og átta stigum á eftir nýliðum FH sem hafa komið verulega á óvart í sumar.
Madison Wolfbauer kom heimakonum í Keflavík yfir strax á annarri mínútu leiksins áður en Colleen Kennedy jafnaði metin fyrir gestina tíu mínútum fyrir hálfleikshléið.
Þrátt fyrir nokkur ákjósanleg færi í síðari hálfleik tókst liðunum þó ekki að bæta við mörkum og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Keflvíkingar sitja því enn í næst neðsta sæti, nú með 14 stig, en FH-ingar sitja í fjórða sæti með 22 stig.