Allt að þrettán ára neyti vímuefna Lovísa Arnardóttir skrifar 10. ágúst 2023 19:00 Berglind segir allt að þrettán ára börn hafa verið staðin að vímuefnaneyslu. Bakslag sé í vímuefnaneyslu meðal yngri barna. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir mikla aukningu hafa verið á tilkynningum í júlí. Þær eigi sameiginlegt vímuefnaneyslu og hegðunarvanda ungmenna. Hún segir þeim fjölga sem leiti til þeirra vegna yngri barna. Foreldrahúsi bárust í júlí á þriðja tug fyrirspurna tengda vímuefnaneyslu barna og ungmenna, hegðunarvanda þeirra og ofbeldi. Mikil fjölgun hefur verið á komum til samtakanna síðustu ár en árið 2019 voru þær 2.410 en 3.476 í fyrra. Komur í Foreldrahús síðustu fjögur ár. Vísir/Sara „Það hafa komið mjög margar fyrirspurnir í sumar, óvenju margar miðað við síðustu sumur,“ segir Berglind Gunnarsdóttir Strandberg framkvæmdastjóri Foreldrahúss og að fyrirspurnirnar eigi það sameiginlegt að varða ofbeldi barna og ungmenna, vímuefnaneyslu þeirra og hegðunarvanda og að oft skarist þær hjá fólki og vandinn sé fjölþættur. Hún segir að þessi bylgja, sem kom í júlí, hafi alltaf áður komið í september og hafi þá að einhverju leyti fylgt því að foreldrar séu þá að taka eftir því sem hafi gerst um sumarið. Mögulega sé fólk að fylgjast betur með en að það sé veruleg aukning, sem komi þeim á óvart. Berglind segir misjafnt hvenær foreldrar leiti til þeirra en að þeim hafi fjölgað sem leiti til þeirra vegna yngri barna. „Það fer niður aldurinn. Það eru yngri börn að koma inn og er bakslag í því. Það eru allt niður í þrettán ára sem eru að neyta kannabis og annarra efna,“ segir hún og að ákveðnar breytingar séu oft til marks um það að barnið sé farið að neyta vímuefna. „Þegar þau sýna ákveðna hegðun sem passar ekki fyrir þau. Skólasóknin fer niður, einkunnir fara niður og þeim er meira sama. Þau skipta um vini og fara á milli hverfa,“ segir Berglind og þannig séu ýmis teikn á lofti. Auk þess hætti mörg í þeim tómstundum sem þau hafi ástundað og verði áhugalaus um margt sem hafi skipt þau máli. Hún segir misjafnt hvenær fólk leiti til þeirra, sumir komi sjálfir en að aðrir fái tilvísun frá lögreglu eða barnaverndaryfirvöldum. Hún segir fjölbreytt úrræði í boði en að betur þurfi að styðja við þau. „Það þarf að styðja við úrræði eins og okkar sem eru með inngrip og fræðslu. Við þurfum meira, það er ekki spurning,“ segir Berglind og að mikilvægt sé fyrir fólk að leita aðstoðar um leið og vandinn liggur fyrir. Það geti allir leitað til þeirra og þau veiti aðstoð til fjölskyldunnar saman. Hún segir nauðsynlegt sé að samfélagið viðurkenni vandann betur. „Mér finnst við ekki viðurkenna þennan vanda nógu vel. Orðræðan hefur verið sú að það sé allt svo gott hérna en við erum ekkert öðruvísi en önnur lönd. Það er gott aðgengi að vímuefnum og við sjáum það. Auðvitað þarf að gera eitthvað við þann vanda. Viðurkenna að það er vanlíðan og vímuefni, bara viðurkenna það.“ Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Réttindi barna Tengdar fréttir Færri týnd börn með fíknivanda en áður Ekki hafa verið fleiri leitarbeiðnir vegna týndra barna síðan sumarið 2020. Lögreglumaður sem hefur unnið við leit að týndum börnum í áratug segir vanda þeirra hafa breyst. 26. júlí 2023 07:01 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Sjá meira
Foreldrahúsi bárust í júlí á þriðja tug fyrirspurna tengda vímuefnaneyslu barna og ungmenna, hegðunarvanda þeirra og ofbeldi. Mikil fjölgun hefur verið á komum til samtakanna síðustu ár en árið 2019 voru þær 2.410 en 3.476 í fyrra. Komur í Foreldrahús síðustu fjögur ár. Vísir/Sara „Það hafa komið mjög margar fyrirspurnir í sumar, óvenju margar miðað við síðustu sumur,“ segir Berglind Gunnarsdóttir Strandberg framkvæmdastjóri Foreldrahúss og að fyrirspurnirnar eigi það sameiginlegt að varða ofbeldi barna og ungmenna, vímuefnaneyslu þeirra og hegðunarvanda og að oft skarist þær hjá fólki og vandinn sé fjölþættur. Hún segir að þessi bylgja, sem kom í júlí, hafi alltaf áður komið í september og hafi þá að einhverju leyti fylgt því að foreldrar séu þá að taka eftir því sem hafi gerst um sumarið. Mögulega sé fólk að fylgjast betur með en að það sé veruleg aukning, sem komi þeim á óvart. Berglind segir misjafnt hvenær foreldrar leiti til þeirra en að þeim hafi fjölgað sem leiti til þeirra vegna yngri barna. „Það fer niður aldurinn. Það eru yngri börn að koma inn og er bakslag í því. Það eru allt niður í þrettán ára sem eru að neyta kannabis og annarra efna,“ segir hún og að ákveðnar breytingar séu oft til marks um það að barnið sé farið að neyta vímuefna. „Þegar þau sýna ákveðna hegðun sem passar ekki fyrir þau. Skólasóknin fer niður, einkunnir fara niður og þeim er meira sama. Þau skipta um vini og fara á milli hverfa,“ segir Berglind og þannig séu ýmis teikn á lofti. Auk þess hætti mörg í þeim tómstundum sem þau hafi ástundað og verði áhugalaus um margt sem hafi skipt þau máli. Hún segir misjafnt hvenær fólk leiti til þeirra, sumir komi sjálfir en að aðrir fái tilvísun frá lögreglu eða barnaverndaryfirvöldum. Hún segir fjölbreytt úrræði í boði en að betur þurfi að styðja við þau. „Það þarf að styðja við úrræði eins og okkar sem eru með inngrip og fræðslu. Við þurfum meira, það er ekki spurning,“ segir Berglind og að mikilvægt sé fyrir fólk að leita aðstoðar um leið og vandinn liggur fyrir. Það geti allir leitað til þeirra og þau veiti aðstoð til fjölskyldunnar saman. Hún segir nauðsynlegt sé að samfélagið viðurkenni vandann betur. „Mér finnst við ekki viðurkenna þennan vanda nógu vel. Orðræðan hefur verið sú að það sé allt svo gott hérna en við erum ekkert öðruvísi en önnur lönd. Það er gott aðgengi að vímuefnum og við sjáum það. Auðvitað þarf að gera eitthvað við þann vanda. Viðurkenna að það er vanlíðan og vímuefni, bara viðurkenna það.“
Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Réttindi barna Tengdar fréttir Færri týnd börn með fíknivanda en áður Ekki hafa verið fleiri leitarbeiðnir vegna týndra barna síðan sumarið 2020. Lögreglumaður sem hefur unnið við leit að týndum börnum í áratug segir vanda þeirra hafa breyst. 26. júlí 2023 07:01 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Sjá meira
Færri týnd börn með fíknivanda en áður Ekki hafa verið fleiri leitarbeiðnir vegna týndra barna síðan sumarið 2020. Lögreglumaður sem hefur unnið við leit að týndum börnum í áratug segir vanda þeirra hafa breyst. 26. júlí 2023 07:01