Breska götublaðið The Sun hefur eftir Mitch að hann hafi ólmur viljað tjá sig um erjur keppendanna Zachariah Noble og Kady McDermott. Þau skildu ekki sátt að borði frá þáttunum og hefur Kady verið dugleg að tjá sig um málið í hlaðvörpum.
„Ég vildi tjá mig um þetta mál en þau vildu ekki leyfa mér það,“ segir Mitch sem betur er þekktur sem „messy Mitch“ eftir þættina, enda óhræddur við að koma sér í hin ýmsu klandur.
„Þannig að þau leyfðu bara Zac að tala við Kady, vegna þess að ég hefði hleypt af einhverjum skotum en þau vildu greinilega hafa þetta allt á vingjarnlegum nótum, þannig að hér erum við í dag.“
Kady hefur eins og áður sagt verið dugleg að tjá sig að þáttunum loknum, meðal annars í hlaðvarpsþáttum. Mitch hefur sakað hana um að hafa átt kærasta þegar hún tók þátt í tíundu seríunni. Því hefur hún staðfastlega neitað.