Life of Pi á risaskjá í Laugardalslaug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2023 13:39 Gestir RIFF geta byrjað að hlakka til sundbíósins í Laugardalslaug 25. ágúst. RIFF Stærsti sundbíóviðburður RIFF hingað til verður haldinn 25. ágúst næstkomandi. Myndin Life of Pi verður sýnd á 100 fermetra skjá sem er sá stærsti sem settur hefur verið upp utandyra á Íslandi. RIFF fagnar tuttugu ára afmæli sínu í ár og af því tilefni verður sundbíóið stærra en nokkru sinni fyrr. Stúkan í Laugardalslaug verður opnuð almenningi í fyrsta sinn í áraraðir. „Sundlaugarsvæðinu verður breytt í hátíðarsvæði þar sem matur, lifandi tónlist og kvikmyndasýning mynda óviðjafnanlega upplifun. Stúkan, sem rúmar 2600 manns, hefur nýlega verið tekin í gegn og hefur ekki litið svona vel út síðan fyrir aldamót,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Á skjánum verður verðlaunamyndin Life of Pi frá 2012. Myndin var tilnefnd til ellefu Óskarsverðlauna á sínum tíma og vann fjögur. Life of Pi er byggð á metsölubók Yann Martel og er töfrandi ævintýrasaga um ótrúlegt lífshlaup drengs á Indlandi. Myndin gerist að miklu leyti á litlum báti úti á hafi sem gerir hana kjörna fyrir sundbíó RIFF. Allt sundlaugarsvæðið umhverfis stóru laugina verður opið gestum viðburðarins og iðandi af lífi. Þar munu gestir geta rölt um svæðið, verslað sér sælgæti og RIFF varning, keypt mat frá matarvögnum, legið á legubekkjum og slakað á í heitu pottunum á meðan þeir horfa á bíó. „Villi Netó verður kynnir og í sundlauginni sjálfri verða árabátar, ekki ósvipaðir þeim sem birtast í myndinni, sem fólki er frjálst að sitja í og horfa á myndina. Lifandi tónlist verður leikin og svæðið lýst upp af Luxor á glæsilegan hátt svo úr verður sannkölluð töfraveröld,“ segir í tilkynningu. Ævintýrið verður föstudagskvöldið 25. ágúst klukkan 19 en miðasala fer fram á RIFF.is. RIFF Bíó og sjónvarp Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
RIFF fagnar tuttugu ára afmæli sínu í ár og af því tilefni verður sundbíóið stærra en nokkru sinni fyrr. Stúkan í Laugardalslaug verður opnuð almenningi í fyrsta sinn í áraraðir. „Sundlaugarsvæðinu verður breytt í hátíðarsvæði þar sem matur, lifandi tónlist og kvikmyndasýning mynda óviðjafnanlega upplifun. Stúkan, sem rúmar 2600 manns, hefur nýlega verið tekin í gegn og hefur ekki litið svona vel út síðan fyrir aldamót,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Á skjánum verður verðlaunamyndin Life of Pi frá 2012. Myndin var tilnefnd til ellefu Óskarsverðlauna á sínum tíma og vann fjögur. Life of Pi er byggð á metsölubók Yann Martel og er töfrandi ævintýrasaga um ótrúlegt lífshlaup drengs á Indlandi. Myndin gerist að miklu leyti á litlum báti úti á hafi sem gerir hana kjörna fyrir sundbíó RIFF. Allt sundlaugarsvæðið umhverfis stóru laugina verður opið gestum viðburðarins og iðandi af lífi. Þar munu gestir geta rölt um svæðið, verslað sér sælgæti og RIFF varning, keypt mat frá matarvögnum, legið á legubekkjum og slakað á í heitu pottunum á meðan þeir horfa á bíó. „Villi Netó verður kynnir og í sundlauginni sjálfri verða árabátar, ekki ósvipaðir þeim sem birtast í myndinni, sem fólki er frjálst að sitja í og horfa á myndina. Lifandi tónlist verður leikin og svæðið lýst upp af Luxor á glæsilegan hátt svo úr verður sannkölluð töfraveröld,“ segir í tilkynningu. Ævintýrið verður föstudagskvöldið 25. ágúst klukkan 19 en miðasala fer fram á RIFF.is.
RIFF Bíó og sjónvarp Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira