Kertafleytingar til minningar um fórnarlömb sprenginganna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2023 10:13 Frá kertafleytingu við Tjörnina í Reykjavík árið 2021. Vísir/Snorri Íslenskir friðarsinnar standa fyrir kertafleytingu víða um land annað kvöld til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí í Japan við lok síðari heimsstyrjaldar árið 1945. Minnt er á að kjarnorkusprengjur eru stöðug ógn við heimsbyggðina. „78 ár eru liðin frá því að kjarnorkusprengjum var fyrst beitt í hernaði í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Þeir atburðir og aðdragandi þeirra eru til umfjöllunar í vinsællri kvikmynd, Oppenheimer, sem vakið hefur mikla athygli. En kjarnorkuvopn eru meira en bara sagnfræðilegt efni. Þau eru hluti af daglegum veruleika og sífelld ógn við framtíð jarðar. Má þar nefna yfirstandandi stríð í Úkraínu þar sem beitingu þeirra hefur verið hótað ef átök stigmagnast enn frekar,“ segir í tilkynningu frá Íslenskum friðarsinnum. Íslenskir friðarsinnar hafa allt frá árinu 1985 fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Samkomur þessar hafa ýmist farið fram þann 6. ágúst eða 9. ágúst. Að þessu sinni verður Nagasakí-dagurinn, miðvikudagurinn 9. ágúst, fyrir valinu. Fleytt verður á fjórum stöðum á landinu, en rétt er að gæta að því að tímasetningar eru örlítið frábrugðnar frá einum stað til annars, sem skýrist m.a. af því hvenær fer að rökkva á einstökum stöðum. Í Reykjavík verður safnast saman við suðvesturenda Tjarnarinnar og hefst fleytingin klukkan 22:30. Einar Ólafsson skáld og bókavörður flytur ávarp. Eyrún Ósk Jónsdóttir les friðarljóð. Fundarstjóri verður Guttormur Þorsteinsson formaður SHA. Á Ísafirði koma friðarsinnar saman við Neðstakaupstað á Suðurtanga klukkan 22:00. Harpa Henrýsdóttir flytur ávarp. Á Akureyri verður kertafleytingin við Leirutjörn kl. 22:00. Guðrún Þórsdóttir flytur ávarp. Austfirðingar láta ekki sitt eftir liggja. Þar verður kertafleyting við Lónið á Seyðisfirði og hefst kl. 22:00. Pétur Kristjánsson flytur ávarp. Seinni heimsstyrjöldin Kjarnorka Reykjavík Tengdar fréttir „Í lífinu er ekkert grand plan“ Sigurjón Sighvatsson er fluttur frá Hollywood og var nýlega verðlaunaður fyrir frumraun sína í leikstjórn. Hann er samt enn á fullu í kvikmyndaframleiðslu þó hann hafi tyllt sér aðeins í leikstjórastólinn. Í haust kemur hrollvekja eftir Yrsu í bíó og fleiri myndir eru handan við hornið. 30. júlí 2023 07:01 Methelgi í íslenskum kvikmyndahúsum sem rökuðu inn 43 milljónum Íslendingar streymdu í kvikmyndahús um helgina á stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer og úr varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta sýna tölur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). 24. júlí 2023 15:52 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira
„78 ár eru liðin frá því að kjarnorkusprengjum var fyrst beitt í hernaði í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Þeir atburðir og aðdragandi þeirra eru til umfjöllunar í vinsællri kvikmynd, Oppenheimer, sem vakið hefur mikla athygli. En kjarnorkuvopn eru meira en bara sagnfræðilegt efni. Þau eru hluti af daglegum veruleika og sífelld ógn við framtíð jarðar. Má þar nefna yfirstandandi stríð í Úkraínu þar sem beitingu þeirra hefur verið hótað ef átök stigmagnast enn frekar,“ segir í tilkynningu frá Íslenskum friðarsinnum. Íslenskir friðarsinnar hafa allt frá árinu 1985 fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Samkomur þessar hafa ýmist farið fram þann 6. ágúst eða 9. ágúst. Að þessu sinni verður Nagasakí-dagurinn, miðvikudagurinn 9. ágúst, fyrir valinu. Fleytt verður á fjórum stöðum á landinu, en rétt er að gæta að því að tímasetningar eru örlítið frábrugðnar frá einum stað til annars, sem skýrist m.a. af því hvenær fer að rökkva á einstökum stöðum. Í Reykjavík verður safnast saman við suðvesturenda Tjarnarinnar og hefst fleytingin klukkan 22:30. Einar Ólafsson skáld og bókavörður flytur ávarp. Eyrún Ósk Jónsdóttir les friðarljóð. Fundarstjóri verður Guttormur Þorsteinsson formaður SHA. Á Ísafirði koma friðarsinnar saman við Neðstakaupstað á Suðurtanga klukkan 22:00. Harpa Henrýsdóttir flytur ávarp. Á Akureyri verður kertafleytingin við Leirutjörn kl. 22:00. Guðrún Þórsdóttir flytur ávarp. Austfirðingar láta ekki sitt eftir liggja. Þar verður kertafleyting við Lónið á Seyðisfirði og hefst kl. 22:00. Pétur Kristjánsson flytur ávarp.
Seinni heimsstyrjöldin Kjarnorka Reykjavík Tengdar fréttir „Í lífinu er ekkert grand plan“ Sigurjón Sighvatsson er fluttur frá Hollywood og var nýlega verðlaunaður fyrir frumraun sína í leikstjórn. Hann er samt enn á fullu í kvikmyndaframleiðslu þó hann hafi tyllt sér aðeins í leikstjórastólinn. Í haust kemur hrollvekja eftir Yrsu í bíó og fleiri myndir eru handan við hornið. 30. júlí 2023 07:01 Methelgi í íslenskum kvikmyndahúsum sem rökuðu inn 43 milljónum Íslendingar streymdu í kvikmyndahús um helgina á stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer og úr varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta sýna tölur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). 24. júlí 2023 15:52 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira
„Í lífinu er ekkert grand plan“ Sigurjón Sighvatsson er fluttur frá Hollywood og var nýlega verðlaunaður fyrir frumraun sína í leikstjórn. Hann er samt enn á fullu í kvikmyndaframleiðslu þó hann hafi tyllt sér aðeins í leikstjórastólinn. Í haust kemur hrollvekja eftir Yrsu í bíó og fleiri myndir eru handan við hornið. 30. júlí 2023 07:01
Methelgi í íslenskum kvikmyndahúsum sem rökuðu inn 43 milljónum Íslendingar streymdu í kvikmyndahús um helgina á stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer og úr varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta sýna tölur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). 24. júlí 2023 15:52