„Mjög ólíklegt að hún verði með í bikarúrslitaleiknum“ Kári Mímisson skrifar 7. ágúst 2023 19:21 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður þegar hann mætti í viðtal eftir sigur liðsins gegn Þór/KA í dag. „Ég er bara hrikalega stoltur og ánægður með stelpurnar. Hvernig við náðum að snúa þessu við. Við byrjuðum illa. Fyrri hálfleikur var bara slakur hjá okkur, illa spilaður. Við vorum opnar varnarlega og við buðum þeim upp á nákvæmlega þeirra styrkleika, sem við töldum okkur hafa undirbúið að gera ekki. Við lendum undir og Þór/KA er náttúrulega vel skipulagt lið, gott lið, sem að refsar vel. Þannig að við gerðum okkur þetta mjög erfitt fyrir. Slakar í fyrri en hvernig við náðum að koma inn í seinni, snúa þessu og klára þetta. Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum.“ Gestirnir stýrðu leiknum framan af og voru betri aðili leiksins en þegar fór að líða á seinni hálfleikinn höfðu Blikar ágætis tök á leiknum. En hver var vendipunkturinn í seinni hálfleik? „Það eru nokkrir vendipunktar kannski. Ég meina, fyrsta skrefið var að ná jöfnunarmarki og svo var þetta bara mikil barátta að ná marki númer tvö. Þá fannst mér leikurinn svolítið detta niður og við vera með hann under control. En við fáum á okkur jöfnunarmark eftir hratt upphlaup og þá er allt upp í loft. Þá getur þú talað um helvíti mikinn vendipunkt þegar að Katrín Ásbjörnsdóttir skorar þriðja markið eftir horn. Þá fannst mér við einhvern veginn vera með þetta.“ Breiðablik er á leiðinni í bikarúrslitaleikinn á föstudaginn. Andstæðingurinn er Víkingur en þær voru einmitt mættar á Kópavogsvöll í dag þar sem þær mættu varaliði Breiðabliks, Augnablik, í Lengjudeild kvenna. Kveikti það eitthvað í ykkur að sjá þær mættar í stúkuna undir lokin? „Já það er spurning, kannski kveikti það eitthvað í okkur. Nei nei, það er náttúrulega bara fullt undir í þessum leik og stelpurnar vita það. Við viljum vinna þessa leiki. Þetta eru dýrmæt stig þannig það er margt sem að kveikir í okkur. Við viljum hafa góða viku framundan í undirbúning fyrir bikarúrslitaleikinn. Núna fáum við okkur að borða og horfum á Víkingsstelpurnar spila við Augnablik þannig að það er í báðar áttir.“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, fór meidd af velli snemma í seinni hálfleik. Hún sást svo eftir leik á hækjum. Ásmundur segist ekki vita hver staðan er á henni eins og er. „Við vitum ekki alveg hver staðan er. Hún bara steig í fótinn og það small undir ilinni, hvort það er í sininni eða beinum, það verður bara að koma í ljós. Þannig að það er óljóst.“ Þannig að Ásta verður sennilega með í Bikarúrslitunum? „Myndi segja mjög ólíklegt.“ Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-2 | Blikar skutu sér á toppinn Breiðablikskonur unnu sigur á Þór/KA í markaleik í Bestu deild kvenna í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. ágúst 2023 18:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Sjá meira
„Ég er bara hrikalega stoltur og ánægður með stelpurnar. Hvernig við náðum að snúa þessu við. Við byrjuðum illa. Fyrri hálfleikur var bara slakur hjá okkur, illa spilaður. Við vorum opnar varnarlega og við buðum þeim upp á nákvæmlega þeirra styrkleika, sem við töldum okkur hafa undirbúið að gera ekki. Við lendum undir og Þór/KA er náttúrulega vel skipulagt lið, gott lið, sem að refsar vel. Þannig að við gerðum okkur þetta mjög erfitt fyrir. Slakar í fyrri en hvernig við náðum að koma inn í seinni, snúa þessu og klára þetta. Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum.“ Gestirnir stýrðu leiknum framan af og voru betri aðili leiksins en þegar fór að líða á seinni hálfleikinn höfðu Blikar ágætis tök á leiknum. En hver var vendipunkturinn í seinni hálfleik? „Það eru nokkrir vendipunktar kannski. Ég meina, fyrsta skrefið var að ná jöfnunarmarki og svo var þetta bara mikil barátta að ná marki númer tvö. Þá fannst mér leikurinn svolítið detta niður og við vera með hann under control. En við fáum á okkur jöfnunarmark eftir hratt upphlaup og þá er allt upp í loft. Þá getur þú talað um helvíti mikinn vendipunkt þegar að Katrín Ásbjörnsdóttir skorar þriðja markið eftir horn. Þá fannst mér við einhvern veginn vera með þetta.“ Breiðablik er á leiðinni í bikarúrslitaleikinn á föstudaginn. Andstæðingurinn er Víkingur en þær voru einmitt mættar á Kópavogsvöll í dag þar sem þær mættu varaliði Breiðabliks, Augnablik, í Lengjudeild kvenna. Kveikti það eitthvað í ykkur að sjá þær mættar í stúkuna undir lokin? „Já það er spurning, kannski kveikti það eitthvað í okkur. Nei nei, það er náttúrulega bara fullt undir í þessum leik og stelpurnar vita það. Við viljum vinna þessa leiki. Þetta eru dýrmæt stig þannig það er margt sem að kveikir í okkur. Við viljum hafa góða viku framundan í undirbúning fyrir bikarúrslitaleikinn. Núna fáum við okkur að borða og horfum á Víkingsstelpurnar spila við Augnablik þannig að það er í báðar áttir.“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, fór meidd af velli snemma í seinni hálfleik. Hún sást svo eftir leik á hækjum. Ásmundur segist ekki vita hver staðan er á henni eins og er. „Við vitum ekki alveg hver staðan er. Hún bara steig í fótinn og það small undir ilinni, hvort það er í sininni eða beinum, það verður bara að koma í ljós. Þannig að það er óljóst.“ Þannig að Ásta verður sennilega með í Bikarúrslitunum? „Myndi segja mjög ólíklegt.“
Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-2 | Blikar skutu sér á toppinn Breiðablikskonur unnu sigur á Þór/KA í markaleik í Bestu deild kvenna í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. ágúst 2023 18:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-2 | Blikar skutu sér á toppinn Breiðablikskonur unnu sigur á Þór/KA í markaleik í Bestu deild kvenna í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. ágúst 2023 18:00