„Mjög ólíklegt að hún verði með í bikarúrslitaleiknum“ Kári Mímisson skrifar 7. ágúst 2023 19:21 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður þegar hann mætti í viðtal eftir sigur liðsins gegn Þór/KA í dag. „Ég er bara hrikalega stoltur og ánægður með stelpurnar. Hvernig við náðum að snúa þessu við. Við byrjuðum illa. Fyrri hálfleikur var bara slakur hjá okkur, illa spilaður. Við vorum opnar varnarlega og við buðum þeim upp á nákvæmlega þeirra styrkleika, sem við töldum okkur hafa undirbúið að gera ekki. Við lendum undir og Þór/KA er náttúrulega vel skipulagt lið, gott lið, sem að refsar vel. Þannig að við gerðum okkur þetta mjög erfitt fyrir. Slakar í fyrri en hvernig við náðum að koma inn í seinni, snúa þessu og klára þetta. Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum.“ Gestirnir stýrðu leiknum framan af og voru betri aðili leiksins en þegar fór að líða á seinni hálfleikinn höfðu Blikar ágætis tök á leiknum. En hver var vendipunkturinn í seinni hálfleik? „Það eru nokkrir vendipunktar kannski. Ég meina, fyrsta skrefið var að ná jöfnunarmarki og svo var þetta bara mikil barátta að ná marki númer tvö. Þá fannst mér leikurinn svolítið detta niður og við vera með hann under control. En við fáum á okkur jöfnunarmark eftir hratt upphlaup og þá er allt upp í loft. Þá getur þú talað um helvíti mikinn vendipunkt þegar að Katrín Ásbjörnsdóttir skorar þriðja markið eftir horn. Þá fannst mér við einhvern veginn vera með þetta.“ Breiðablik er á leiðinni í bikarúrslitaleikinn á föstudaginn. Andstæðingurinn er Víkingur en þær voru einmitt mættar á Kópavogsvöll í dag þar sem þær mættu varaliði Breiðabliks, Augnablik, í Lengjudeild kvenna. Kveikti það eitthvað í ykkur að sjá þær mættar í stúkuna undir lokin? „Já það er spurning, kannski kveikti það eitthvað í okkur. Nei nei, það er náttúrulega bara fullt undir í þessum leik og stelpurnar vita það. Við viljum vinna þessa leiki. Þetta eru dýrmæt stig þannig það er margt sem að kveikir í okkur. Við viljum hafa góða viku framundan í undirbúning fyrir bikarúrslitaleikinn. Núna fáum við okkur að borða og horfum á Víkingsstelpurnar spila við Augnablik þannig að það er í báðar áttir.“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, fór meidd af velli snemma í seinni hálfleik. Hún sást svo eftir leik á hækjum. Ásmundur segist ekki vita hver staðan er á henni eins og er. „Við vitum ekki alveg hver staðan er. Hún bara steig í fótinn og það small undir ilinni, hvort það er í sininni eða beinum, það verður bara að koma í ljós. Þannig að það er óljóst.“ Þannig að Ásta verður sennilega með í Bikarúrslitunum? „Myndi segja mjög ólíklegt.“ Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-2 | Blikar skutu sér á toppinn Breiðablikskonur unnu sigur á Þór/KA í markaleik í Bestu deild kvenna í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. ágúst 2023 18:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
„Ég er bara hrikalega stoltur og ánægður með stelpurnar. Hvernig við náðum að snúa þessu við. Við byrjuðum illa. Fyrri hálfleikur var bara slakur hjá okkur, illa spilaður. Við vorum opnar varnarlega og við buðum þeim upp á nákvæmlega þeirra styrkleika, sem við töldum okkur hafa undirbúið að gera ekki. Við lendum undir og Þór/KA er náttúrulega vel skipulagt lið, gott lið, sem að refsar vel. Þannig að við gerðum okkur þetta mjög erfitt fyrir. Slakar í fyrri en hvernig við náðum að koma inn í seinni, snúa þessu og klára þetta. Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum.“ Gestirnir stýrðu leiknum framan af og voru betri aðili leiksins en þegar fór að líða á seinni hálfleikinn höfðu Blikar ágætis tök á leiknum. En hver var vendipunkturinn í seinni hálfleik? „Það eru nokkrir vendipunktar kannski. Ég meina, fyrsta skrefið var að ná jöfnunarmarki og svo var þetta bara mikil barátta að ná marki númer tvö. Þá fannst mér leikurinn svolítið detta niður og við vera með hann under control. En við fáum á okkur jöfnunarmark eftir hratt upphlaup og þá er allt upp í loft. Þá getur þú talað um helvíti mikinn vendipunkt þegar að Katrín Ásbjörnsdóttir skorar þriðja markið eftir horn. Þá fannst mér við einhvern veginn vera með þetta.“ Breiðablik er á leiðinni í bikarúrslitaleikinn á föstudaginn. Andstæðingurinn er Víkingur en þær voru einmitt mættar á Kópavogsvöll í dag þar sem þær mættu varaliði Breiðabliks, Augnablik, í Lengjudeild kvenna. Kveikti það eitthvað í ykkur að sjá þær mættar í stúkuna undir lokin? „Já það er spurning, kannski kveikti það eitthvað í okkur. Nei nei, það er náttúrulega bara fullt undir í þessum leik og stelpurnar vita það. Við viljum vinna þessa leiki. Þetta eru dýrmæt stig þannig það er margt sem að kveikir í okkur. Við viljum hafa góða viku framundan í undirbúning fyrir bikarúrslitaleikinn. Núna fáum við okkur að borða og horfum á Víkingsstelpurnar spila við Augnablik þannig að það er í báðar áttir.“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, fór meidd af velli snemma í seinni hálfleik. Hún sást svo eftir leik á hækjum. Ásmundur segist ekki vita hver staðan er á henni eins og er. „Við vitum ekki alveg hver staðan er. Hún bara steig í fótinn og það small undir ilinni, hvort það er í sininni eða beinum, það verður bara að koma í ljós. Þannig að það er óljóst.“ Þannig að Ásta verður sennilega með í Bikarúrslitunum? „Myndi segja mjög ólíklegt.“
Besta deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-2 | Blikar skutu sér á toppinn Breiðablikskonur unnu sigur á Þór/KA í markaleik í Bestu deild kvenna í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. ágúst 2023 18:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 4-2 | Blikar skutu sér á toppinn Breiðablikskonur unnu sigur á Þór/KA í markaleik í Bestu deild kvenna í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. ágúst 2023 18:00