Vel heppnað fjölskylduverkefni sem tvöfaldaði íbúafjöldann Eiður Þór Árnason skrifar 7. ágúst 2023 15:40 Gunni og Felix komu fram í 20. skiptið á Neistaflugi þegar þeir fluttu lög á stórtónleikunum í gær. Aðsend Bæjarhátíðin Neistaflug í Neskaupstað fór mjög vel fram um helgina og telja skipuleggjendur að metfjöldi fólks hafi lagt leið sína í bæinn. Haldið var upp á þrjátíu ára afmæli hátíðarinnar í ár og því áhersla lögð á að hafa hana sérstaklega veglega að þessu sinni. María Bóel Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Neistaflugs, segir helgina hafa gengið líkt og í sögu og lítið verið um afskipti lögreglu. Hátíðin hafi náð hámarki í gærkvöldi þegar blásið var til stórtónleika á knattspyrnuvelli Þróttar. „Ég spurði lögregluna í gær hvort það væri ekki allt í góðu og þá mættu þau bara á tónleikanna til að vera með, þannig að þetta er búið að vera mjög friðsælt og falleg hátíð hjá okkur. Sem betur fer,“ segir María í samtali við fréttastofu. Regnbogagata var máluð í Neskaupstað.Aðsend María bætir við að fjölmargir hafi mætt á tónleikana í gærkvöld og átt notalega stund þar sem Gunni og Felix, hljómsveitin Flott og Stjórnin stigu á stokk áður en talið var niður í flugeldasýningu. Skipuleggjendur séu sammála um að mun fleiri hafi verið í Neskaupstað nú en fyrri ár og giska á að íbúafjöldi hafi tvöfaldast. Stjórn hátíðarinnar: María Bóel framkvæmdastjóri, Guðjón Birgir, Guðrún Smáradóttir, Eyrún Björg og Sævar Steinn.aðsend Segja má að skipulagning Neistaflugs sé hálfgert fjölskylduverkefni en María skipar framkvæmdastjórn hennar ásamt systur sinni, móður og frænda, þeim Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, Guðrúnu Smáradóttur og Sævari Steini Friðrikssyni. Fimmti meðlimurinn, Guðjón Birgir Jóhannsson er svo náinn fjölskylduvinur. Neistaflug heldur áfram að draga fólk hvaðan æva að en María segir hátíðina ekki síður mikilvæga fyrir bæjarbúa. „Það skiptir mjög miklu máli að það sé eitthvað um að vera hérna og við þurfum ekki alltaf að sækja eitthvað annað og leggja á okkur ferðalag til að upplifa menningarlega viðburði. Síðan er það að mestu fólki að kostnaðarlausu. Það skiptir svo miklu máli að það geta allir tekið þátt óháð stöðu í samfélaginu og efnahag, þannig að þetta gerir litla samfélagið okkar dýrmætara.“ Sápuboltamót fór fram um helgina.Aðsend Krakkar létu sig ekki vanta í kassabílarallý.Aðsend Fjarðabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
María Bóel Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Neistaflugs, segir helgina hafa gengið líkt og í sögu og lítið verið um afskipti lögreglu. Hátíðin hafi náð hámarki í gærkvöldi þegar blásið var til stórtónleika á knattspyrnuvelli Þróttar. „Ég spurði lögregluna í gær hvort það væri ekki allt í góðu og þá mættu þau bara á tónleikanna til að vera með, þannig að þetta er búið að vera mjög friðsælt og falleg hátíð hjá okkur. Sem betur fer,“ segir María í samtali við fréttastofu. Regnbogagata var máluð í Neskaupstað.Aðsend María bætir við að fjölmargir hafi mætt á tónleikana í gærkvöld og átt notalega stund þar sem Gunni og Felix, hljómsveitin Flott og Stjórnin stigu á stokk áður en talið var niður í flugeldasýningu. Skipuleggjendur séu sammála um að mun fleiri hafi verið í Neskaupstað nú en fyrri ár og giska á að íbúafjöldi hafi tvöfaldast. Stjórn hátíðarinnar: María Bóel framkvæmdastjóri, Guðjón Birgir, Guðrún Smáradóttir, Eyrún Björg og Sævar Steinn.aðsend Segja má að skipulagning Neistaflugs sé hálfgert fjölskylduverkefni en María skipar framkvæmdastjórn hennar ásamt systur sinni, móður og frænda, þeim Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, Guðrúnu Smáradóttur og Sævari Steini Friðrikssyni. Fimmti meðlimurinn, Guðjón Birgir Jóhannsson er svo náinn fjölskylduvinur. Neistaflug heldur áfram að draga fólk hvaðan æva að en María segir hátíðina ekki síður mikilvæga fyrir bæjarbúa. „Það skiptir mjög miklu máli að það sé eitthvað um að vera hérna og við þurfum ekki alltaf að sækja eitthvað annað og leggja á okkur ferðalag til að upplifa menningarlega viðburði. Síðan er það að mestu fólki að kostnaðarlausu. Það skiptir svo miklu máli að það geta allir tekið þátt óháð stöðu í samfélaginu og efnahag, þannig að þetta gerir litla samfélagið okkar dýrmætara.“ Sápuboltamót fór fram um helgina.Aðsend Krakkar létu sig ekki vanta í kassabílarallý.Aðsend
Fjarðabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira