Vel heppnað fjölskylduverkefni sem tvöfaldaði íbúafjöldann Eiður Þór Árnason skrifar 7. ágúst 2023 15:40 Gunni og Felix komu fram í 20. skiptið á Neistaflugi þegar þeir fluttu lög á stórtónleikunum í gær. Aðsend Bæjarhátíðin Neistaflug í Neskaupstað fór mjög vel fram um helgina og telja skipuleggjendur að metfjöldi fólks hafi lagt leið sína í bæinn. Haldið var upp á þrjátíu ára afmæli hátíðarinnar í ár og því áhersla lögð á að hafa hana sérstaklega veglega að þessu sinni. María Bóel Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Neistaflugs, segir helgina hafa gengið líkt og í sögu og lítið verið um afskipti lögreglu. Hátíðin hafi náð hámarki í gærkvöldi þegar blásið var til stórtónleika á knattspyrnuvelli Þróttar. „Ég spurði lögregluna í gær hvort það væri ekki allt í góðu og þá mættu þau bara á tónleikanna til að vera með, þannig að þetta er búið að vera mjög friðsælt og falleg hátíð hjá okkur. Sem betur fer,“ segir María í samtali við fréttastofu. Regnbogagata var máluð í Neskaupstað.Aðsend María bætir við að fjölmargir hafi mætt á tónleikana í gærkvöld og átt notalega stund þar sem Gunni og Felix, hljómsveitin Flott og Stjórnin stigu á stokk áður en talið var niður í flugeldasýningu. Skipuleggjendur séu sammála um að mun fleiri hafi verið í Neskaupstað nú en fyrri ár og giska á að íbúafjöldi hafi tvöfaldast. Stjórn hátíðarinnar: María Bóel framkvæmdastjóri, Guðjón Birgir, Guðrún Smáradóttir, Eyrún Björg og Sævar Steinn.aðsend Segja má að skipulagning Neistaflugs sé hálfgert fjölskylduverkefni en María skipar framkvæmdastjórn hennar ásamt systur sinni, móður og frænda, þeim Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, Guðrúnu Smáradóttur og Sævari Steini Friðrikssyni. Fimmti meðlimurinn, Guðjón Birgir Jóhannsson er svo náinn fjölskylduvinur. Neistaflug heldur áfram að draga fólk hvaðan æva að en María segir hátíðina ekki síður mikilvæga fyrir bæjarbúa. „Það skiptir mjög miklu máli að það sé eitthvað um að vera hérna og við þurfum ekki alltaf að sækja eitthvað annað og leggja á okkur ferðalag til að upplifa menningarlega viðburði. Síðan er það að mestu fólki að kostnaðarlausu. Það skiptir svo miklu máli að það geta allir tekið þátt óháð stöðu í samfélaginu og efnahag, þannig að þetta gerir litla samfélagið okkar dýrmætara.“ Sápuboltamót fór fram um helgina.Aðsend Krakkar létu sig ekki vanta í kassabílarallý.Aðsend Fjarðabyggð Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
María Bóel Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Neistaflugs, segir helgina hafa gengið líkt og í sögu og lítið verið um afskipti lögreglu. Hátíðin hafi náð hámarki í gærkvöldi þegar blásið var til stórtónleika á knattspyrnuvelli Þróttar. „Ég spurði lögregluna í gær hvort það væri ekki allt í góðu og þá mættu þau bara á tónleikanna til að vera með, þannig að þetta er búið að vera mjög friðsælt og falleg hátíð hjá okkur. Sem betur fer,“ segir María í samtali við fréttastofu. Regnbogagata var máluð í Neskaupstað.Aðsend María bætir við að fjölmargir hafi mætt á tónleikana í gærkvöld og átt notalega stund þar sem Gunni og Felix, hljómsveitin Flott og Stjórnin stigu á stokk áður en talið var niður í flugeldasýningu. Skipuleggjendur séu sammála um að mun fleiri hafi verið í Neskaupstað nú en fyrri ár og giska á að íbúafjöldi hafi tvöfaldast. Stjórn hátíðarinnar: María Bóel framkvæmdastjóri, Guðjón Birgir, Guðrún Smáradóttir, Eyrún Björg og Sævar Steinn.aðsend Segja má að skipulagning Neistaflugs sé hálfgert fjölskylduverkefni en María skipar framkvæmdastjórn hennar ásamt systur sinni, móður og frænda, þeim Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, Guðrúnu Smáradóttur og Sævari Steini Friðrikssyni. Fimmti meðlimurinn, Guðjón Birgir Jóhannsson er svo náinn fjölskylduvinur. Neistaflug heldur áfram að draga fólk hvaðan æva að en María segir hátíðina ekki síður mikilvæga fyrir bæjarbúa. „Það skiptir mjög miklu máli að það sé eitthvað um að vera hérna og við þurfum ekki alltaf að sækja eitthvað annað og leggja á okkur ferðalag til að upplifa menningarlega viðburði. Síðan er það að mestu fólki að kostnaðarlausu. Það skiptir svo miklu máli að það geta allir tekið þátt óháð stöðu í samfélaginu og efnahag, þannig að þetta gerir litla samfélagið okkar dýrmætara.“ Sápuboltamót fór fram um helgina.Aðsend Krakkar létu sig ekki vanta í kassabílarallý.Aðsend
Fjarðabyggð Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira