„Við vinnum oft hérna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2023 17:49 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét „Mér er smá létt eftir þessa dramatík hérna í restina,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 4-3 sigur hans manna á Breiðabliki í eina leik dagsins í Bestu deild karla sem fram fór á Kópavogsvelli. „Ég er bara ofboðslega ánægður með að vinna. Það er erfitt að koma hérna í Kópavoginn en okkur líður vel hér og við vinnum oft hérna og búnir að gera það undanfarin ár,“ „Ég verð samt að segja að við vorum nokkuð heppnir að fá bara þessi þrjú mörk á okkur. Blikar voru mjög góðir og sköpuðu mikið. Lengi vel leit nú ekki út fyrir að við ættum að vera yfir. Við nýttum bara okkar sénsa og færi vel og skoruðum loksins einhver mörk,“ segir Rúnar en KR hafði aðeins skorað 17 mörk í 17 leikjum fyrir leik dagsins. „Við vörðumst ágætlega en ekki mikið meira en það,“ segir Rúnar um vörn sinna manna. „Þetta var skrýtinn leikur. Það var ekkert brjálæðislegur kraftur í þeim, það var mikið dúllerí með boltann – sérstaklega hjá Blikum – en við vorum á móti fljótir að missa hann. Aðstæðurnar eru kannski bara þannig, það er verslunarmannahelgi og Blikar búnir að vera í þungu prógrammi. Það vantaði gæði í okkar spil og aðeins kraft í liðið, en Blikarnir eru mjög færir með boltann og þú þarft að leggja mikla vinnu í að stöðva það að þeir búi til sénsa og við reyndum að pressa á þá. En þegar það klikkar eru löng hlaup til baka. Þannig að menn voru orðnir þreyttir en sem betur fer nýttum við færin okkar vel og skoruðum úr skyndisóknum,“ segir Rúnar sem er ósáttur við að sínir menn hafi hleypt spennu í leikinn í lokin og misst 4-1 stöðu niður í 4-3. „Mér fannst Blikar vera hættir í tíu mínútur þegar annað markið kemur og þess vegna er ég fúll að við höfum hleypt þeim inn í leikinn aftur.“ KR hafði aðeins skorað 17 mörk í jafnmörgum leikjum fyrir daginn en fjögur mörk í dag gefi liðinu sjálfstraust. „Það gefur okkur fullt. Við erum búnir að skora alltof lítið í sumar og staðan í töflunni er kannski ágætis vísir um það að þú þarft að skora mörk til að vinna fótboltaleiki og við erum ekki búnir að vinna nægilega marga. En þetta gefur okkur sjálfstraust og trú á að það sé hægt að skora fleira en eitt mark í leik. Fjögur mörk á móti mjög góðu Blikaliði gefur okkur trú á að við getum skorað meira af mörkum,“ Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
„Ég er bara ofboðslega ánægður með að vinna. Það er erfitt að koma hérna í Kópavoginn en okkur líður vel hér og við vinnum oft hérna og búnir að gera það undanfarin ár,“ „Ég verð samt að segja að við vorum nokkuð heppnir að fá bara þessi þrjú mörk á okkur. Blikar voru mjög góðir og sköpuðu mikið. Lengi vel leit nú ekki út fyrir að við ættum að vera yfir. Við nýttum bara okkar sénsa og færi vel og skoruðum loksins einhver mörk,“ segir Rúnar en KR hafði aðeins skorað 17 mörk í 17 leikjum fyrir leik dagsins. „Við vörðumst ágætlega en ekki mikið meira en það,“ segir Rúnar um vörn sinna manna. „Þetta var skrýtinn leikur. Það var ekkert brjálæðislegur kraftur í þeim, það var mikið dúllerí með boltann – sérstaklega hjá Blikum – en við vorum á móti fljótir að missa hann. Aðstæðurnar eru kannski bara þannig, það er verslunarmannahelgi og Blikar búnir að vera í þungu prógrammi. Það vantaði gæði í okkar spil og aðeins kraft í liðið, en Blikarnir eru mjög færir með boltann og þú þarft að leggja mikla vinnu í að stöðva það að þeir búi til sénsa og við reyndum að pressa á þá. En þegar það klikkar eru löng hlaup til baka. Þannig að menn voru orðnir þreyttir en sem betur fer nýttum við færin okkar vel og skoruðum úr skyndisóknum,“ segir Rúnar sem er ósáttur við að sínir menn hafi hleypt spennu í leikinn í lokin og misst 4-1 stöðu niður í 4-3. „Mér fannst Blikar vera hættir í tíu mínútur þegar annað markið kemur og þess vegna er ég fúll að við höfum hleypt þeim inn í leikinn aftur.“ KR hafði aðeins skorað 17 mörk í jafnmörgum leikjum fyrir daginn en fjögur mörk í dag gefi liðinu sjálfstraust. „Það gefur okkur fullt. Við erum búnir að skora alltof lítið í sumar og staðan í töflunni er kannski ágætis vísir um það að þú þarft að skora mörk til að vinna fótboltaleiki og við erum ekki búnir að vinna nægilega marga. En þetta gefur okkur sjálfstraust og trú á að það sé hægt að skora fleira en eitt mark í leik. Fjögur mörk á móti mjög góðu Blikaliði gefur okkur trú á að við getum skorað meira af mörkum,“
Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira