„Þetta er bara hörmulegt“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. ágúst 2023 13:02 Formaður ÖBÍ bindur miklar vonir við breytingar verði í íslensku samfélagi þegar samningur Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um að réttindi fatlaðs fólks séu þau sömu og ófatlaðra verður lögfestur. Vísir/Vilhelm Umræða um launagreiðslur fatlaðs fólks kemur formanni Öryrkjabandalagsins ekki á óvart. Fjöldamörg dæmi séu um að fatlað fólk fái ekki greitt fyrir störf sín. Hún segir skyldu hvíla á stjórnvöldum að bregðast við. Talsverð umræða hefur skapast um launagreiðslur vinnustofunnar Ás til fatlaðra starfsmanna sinna, síðan Atli Már Haraldsson, sem starfaði hjá félaginu í tæpan áratug steig fram og birti launaseðil sinn. Fyrir störf sín fékk Atli greiddar tæpar 120 krónur á tímann, eða rétt rúmar fjögur þúsund krónur fyrir 35 klukkustunda vinnu. Eftir skatt var útborguð upphæð 2.762 krónur. Umræðan kemur Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formanni Öryrkjabandalagsins ekki á óvart. „Maður er búin að heyra og sjá mjög margt í þessu starfi,“ segir Þuríður. „Þetta er engin nýlunda og er eitt af því sem þarf að breyta. Þetta er bara hörmulegt.“ Fjöldamörg dæmi um ógreidd störf fatlaðs fólks Að sögn Þuríðar hefur Öryrkjabandalagið lengi barist fyrir því að fatlað fólk njóti jafnræðis á við ófatlað fólk, hvort sem það sé í lífi eða starfi. „Auðvitað á allt fólki að fá greitt fyrir vinnu sína á vinnustað og greiðsla á að vera í samræmi við kjarasamninga. Stjórnvöld verðs að fara yfir þessi mál með launþegahreyfingunni, hagsmunasamtökum fatlaðs fólks.“ Við vitum um fleiri staði þar sem verið er að selja vörur og kaffi og ýmislegt þar sem fatlað fólk er að vinna en er ekkert á launum fyrir vinnu sína. Þuríður segir skyldu hvíla á íslenskum stjórnvöldum að bregðast við, nú þegar stendur til að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna varðandi réttindi fatlaðs fólks. „Samningurinn kveður á um að fatlað fólk njóti jafnræðis á við ófatlað fólk. Það gildir um vinnumarkað eins og annað í daglegu lífi fólks.“ Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Talsverð umræða hefur skapast um launagreiðslur vinnustofunnar Ás til fatlaðra starfsmanna sinna, síðan Atli Már Haraldsson, sem starfaði hjá félaginu í tæpan áratug steig fram og birti launaseðil sinn. Fyrir störf sín fékk Atli greiddar tæpar 120 krónur á tímann, eða rétt rúmar fjögur þúsund krónur fyrir 35 klukkustunda vinnu. Eftir skatt var útborguð upphæð 2.762 krónur. Umræðan kemur Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formanni Öryrkjabandalagsins ekki á óvart. „Maður er búin að heyra og sjá mjög margt í þessu starfi,“ segir Þuríður. „Þetta er engin nýlunda og er eitt af því sem þarf að breyta. Þetta er bara hörmulegt.“ Fjöldamörg dæmi um ógreidd störf fatlaðs fólks Að sögn Þuríðar hefur Öryrkjabandalagið lengi barist fyrir því að fatlað fólk njóti jafnræðis á við ófatlað fólk, hvort sem það sé í lífi eða starfi. „Auðvitað á allt fólki að fá greitt fyrir vinnu sína á vinnustað og greiðsla á að vera í samræmi við kjarasamninga. Stjórnvöld verðs að fara yfir þessi mál með launþegahreyfingunni, hagsmunasamtökum fatlaðs fólks.“ Við vitum um fleiri staði þar sem verið er að selja vörur og kaffi og ýmislegt þar sem fatlað fólk er að vinna en er ekkert á launum fyrir vinnu sína. Þuríður segir skyldu hvíla á íslenskum stjórnvöldum að bregðast við, nú þegar stendur til að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna varðandi réttindi fatlaðs fólks. „Samningurinn kveður á um að fatlað fólk njóti jafnræðis á við ófatlað fólk. Það gildir um vinnumarkað eins og annað í daglegu lífi fólks.“
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira