Lizzo segir ásakanir um fitusmánun vera ósannar Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2023 13:21 Grammy-verðlaunahafinn Lizzo á BottleRock Napa Valley tónlistarhátíðinni sem fram fór í maí á þessu ári. Ap/Invision/Amy Harris Bandaríska tónlistarkonan Melissa Viviane Jefferson, betur þekkt sem Lizzo, segir ásakanir sem settar voru fram af þremur fyrrverandi dönsurum hennar vera ósannar. Ásakanirnar snúa meðal annars að meintri kynferðislegri áreitni, fitusmánun og fjandsamlegu vinnuumhverfi. Í yfirlýsingu segir tónlistarkonan síðustu daga hafa verið „átakanlega erfiða og hún fundið fyrir gríðarlegum vonbrigðum.“ „Yfirleitt vel ég að bregðast ekki við ósönnum ásökunum en þessar eru eins lygilegar og þær hljóma og of svívirðilegar til láta ósvarað,“ kemur fram í færslu sem hún birtir á samfélagsmiðlinum Instagram. Dansararnir Arianna Davis, Crystal Williams og Noelle Rodriguez hafa höfðað mál gegn Lizzo, fyrirliða dansteymis hennar og framleiðslufyrirtæki Lizzo sem nefnist Big Grrrl Big Touring (BGBT). Í gögnum málsins er minnst á kynferðislegt áreiti, fordóma, líkamsárás og frelsissviptingu. Lizzo er einnig sökuð um að hafa fitusmánað dansara og fyrir að hafa beitt dansara þrýstingi til að snerta brjóst flytjanda. Hin meinta frelsissvipting snýr að því að öryggisvörður hafi meinað Davis að yfirgefa svæði eftir hitafund með Lizzo þar sem Davis var sagt upp störfum. Öryggisvörðurinn hafi viljað leita að upptöku í síma hennar sem hún tók á fyrri fundi. Ásakanir um meinta fitusmánun Lizzo hafa vakið athygli í ljósi þess að hún hefur verið ötul talskona fyrir jákvæðri líkamsímynd. Lögsóknin inniheldur einnig ásakanir um trúarlega og kynþáttalega áreitni og mismunun af hendi dansfyrirliðans og stjórnendum framleiðslufyrirtækisins sem er jafnframt sakað um að hafa haft af dönsurunum laun. Telur spurningar Lizzo hafa verið dulin leið til að velta upp þyngd hennar Í yfirlýsingu sinni segir Lizzo að ásakanirnar komi frá fyrrverandi starfsfólki sem hafi verið tjáð að hegðun þeirra á tónleikaferðalagi væri óviðeigandi og ófagmannleg. Þetta hafi dansararnir viðurkennt opinberlega og vísar að öllum líkindum til þess að í lögsókninni er talað um að starfsfólk framleiðslufyrirtækisins hafi skammað dansara fyrir „ólíðandi og vanvirðandi“ hegðun án þess að tilgreina nánar hver sú hegðun var. Að sögn dansararanna voru þær sagðar vera „latar, ófagmannlegar og með stæla“ og segir í gögnum málsins að slíkir frasar hafi verið notaðir til að „lítillækka“ og „draga úr kjarki“ svartra kvenna. Hinir dansararnir hafi ekki þolað slíka meðferð. Þá heldur einn dansaranna því fram að bæði Lizzo og danshöfundurinn Tanisha Scott hafi fitusmánað hana á tónleikaferðalagi söngkonunnar. Þær hafi spurt hana hvort hún væri að eiga við erfiðleika af því hún væri ekki að sinna hlutverki sínu af heilum hug. Vill Davis meina að spurningar kvennanna hafi verið dulin leið til að velta sér upp úr þyngd hennar. Taki líkamsvirðingu alvarlega „Ég er ekki hér til að mála mig sem fórnarlamb en ég veit að ég er ekki það illmenni sem fólk og fjölmiðlar hafa dregið upp mynd af síðustu daga,“ skrifar Lizzo. „Það er ekkert sem tek jafn alvarlega og sú virðing sem við konur eigum skilið í þessum heimi. Ég veit hvernig það er að vera líkamssmánuð á hverjum degi og myndi aldrei nokkurn tímann gagnrýna eða segja upp starfsmanni vegna þyngdar þeirra.“ Yfirlýsingu Lizzo má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Lizzo (@lizzobeeating) Nánar má lesa um ásakanirnar í fyrri frétt Vísis og frétt BBC. Tónlist Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Lizzo sökuð um áreitni og fitusmánun Þrír dansarar hafa höfðað mál gegn poppstjörnunni Lizzo vegna ásakana sem snúa að kynferðislegri áreitni, fitusmánun og því að hafa búið til fjandsamlegt vinnuumhverfi. 2. ágúst 2023 10:59 Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Í yfirlýsingu segir tónlistarkonan síðustu daga hafa verið „átakanlega erfiða og hún fundið fyrir gríðarlegum vonbrigðum.“ „Yfirleitt vel ég að bregðast ekki við ósönnum ásökunum en þessar eru eins lygilegar og þær hljóma og of svívirðilegar til láta ósvarað,“ kemur fram í færslu sem hún birtir á samfélagsmiðlinum Instagram. Dansararnir Arianna Davis, Crystal Williams og Noelle Rodriguez hafa höfðað mál gegn Lizzo, fyrirliða dansteymis hennar og framleiðslufyrirtæki Lizzo sem nefnist Big Grrrl Big Touring (BGBT). Í gögnum málsins er minnst á kynferðislegt áreiti, fordóma, líkamsárás og frelsissviptingu. Lizzo er einnig sökuð um að hafa fitusmánað dansara og fyrir að hafa beitt dansara þrýstingi til að snerta brjóst flytjanda. Hin meinta frelsissvipting snýr að því að öryggisvörður hafi meinað Davis að yfirgefa svæði eftir hitafund með Lizzo þar sem Davis var sagt upp störfum. Öryggisvörðurinn hafi viljað leita að upptöku í síma hennar sem hún tók á fyrri fundi. Ásakanir um meinta fitusmánun Lizzo hafa vakið athygli í ljósi þess að hún hefur verið ötul talskona fyrir jákvæðri líkamsímynd. Lögsóknin inniheldur einnig ásakanir um trúarlega og kynþáttalega áreitni og mismunun af hendi dansfyrirliðans og stjórnendum framleiðslufyrirtækisins sem er jafnframt sakað um að hafa haft af dönsurunum laun. Telur spurningar Lizzo hafa verið dulin leið til að velta upp þyngd hennar Í yfirlýsingu sinni segir Lizzo að ásakanirnar komi frá fyrrverandi starfsfólki sem hafi verið tjáð að hegðun þeirra á tónleikaferðalagi væri óviðeigandi og ófagmannleg. Þetta hafi dansararnir viðurkennt opinberlega og vísar að öllum líkindum til þess að í lögsókninni er talað um að starfsfólk framleiðslufyrirtækisins hafi skammað dansara fyrir „ólíðandi og vanvirðandi“ hegðun án þess að tilgreina nánar hver sú hegðun var. Að sögn dansararanna voru þær sagðar vera „latar, ófagmannlegar og með stæla“ og segir í gögnum málsins að slíkir frasar hafi verið notaðir til að „lítillækka“ og „draga úr kjarki“ svartra kvenna. Hinir dansararnir hafi ekki þolað slíka meðferð. Þá heldur einn dansaranna því fram að bæði Lizzo og danshöfundurinn Tanisha Scott hafi fitusmánað hana á tónleikaferðalagi söngkonunnar. Þær hafi spurt hana hvort hún væri að eiga við erfiðleika af því hún væri ekki að sinna hlutverki sínu af heilum hug. Vill Davis meina að spurningar kvennanna hafi verið dulin leið til að velta sér upp úr þyngd hennar. Taki líkamsvirðingu alvarlega „Ég er ekki hér til að mála mig sem fórnarlamb en ég veit að ég er ekki það illmenni sem fólk og fjölmiðlar hafa dregið upp mynd af síðustu daga,“ skrifar Lizzo. „Það er ekkert sem tek jafn alvarlega og sú virðing sem við konur eigum skilið í þessum heimi. Ég veit hvernig það er að vera líkamssmánuð á hverjum degi og myndi aldrei nokkurn tímann gagnrýna eða segja upp starfsmanni vegna þyngdar þeirra.“ Yfirlýsingu Lizzo má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Lizzo (@lizzobeeating) Nánar má lesa um ásakanirnar í fyrri frétt Vísis og frétt BBC.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Lizzo sökuð um áreitni og fitusmánun Þrír dansarar hafa höfðað mál gegn poppstjörnunni Lizzo vegna ásakana sem snúa að kynferðislegri áreitni, fitusmánun og því að hafa búið til fjandsamlegt vinnuumhverfi. 2. ágúst 2023 10:59 Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Lizzo sökuð um áreitni og fitusmánun Þrír dansarar hafa höfðað mál gegn poppstjörnunni Lizzo vegna ásakana sem snúa að kynferðislegri áreitni, fitusmánun og því að hafa búið til fjandsamlegt vinnuumhverfi. 2. ágúst 2023 10:59