Færeyjar á undan Íslandi að tryggja sér lið í Evrópukeppni Sindri Sverrisson skrifar 3. ágúst 2023 07:59 Leikmenn KÍ fagna eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Häcken í gærkvöld, eftir framlengdan 3-3 leik. EPA/Adam Ihse Það ríkir þjóðhátíðarstemning í Færeyjum eftir tímamótasigur KÍ frá Klaksvík í einvíginu við Svíþjóðarmeistara Häcken í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Sigurinn kemur KÍ í 3. umferð, þar sem liðið mætir Noregsmeisturum Molde, en sigurinn hefur jafnframt í för með sér að sama hvernig fer þá mun færeyskt lið spila í riðlakeppni einhverrar af Evrópukeppnunum þremur. Hálfur milljarður í kassann Þannig hefur KÍ þegar tryggt sér að lágmarki 425 milljónir íslenskra króna endi liðið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, lægst skrifuðu Evrópukeppninnar (þar fást auk þess 72 milljónir fyrir hvern sigur og 24 milljónir fyrir jafntefli). Ef KÍ tapar gegn Molde fer liðið nefnilega í umspil um sæti í Evrópudeildinni, og ef það einvígi tapast einnig þá fer KÍ beint í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Færeysku meistararnir munu því enda í einhverri af Evrópukeppnunum þremur og eiga fyrir höndum afar áhugaverða mánuði með leikjum fram að jólum. Enn möguleikar fyrir tvö íslensk lið í ár Ísland bíður þess enn að íslenskt lið komist inn í riðlakeppni einhverrar af Evrópukeppnunum og þarf enn að bíða eftir að Breiðablik tapaði gegn FC Kaupmannahöfn í gær. Hins vegar er enn von um að íslenskt lið spili í Evrópukeppni í haust. Blikar fá annað tækifæri í einvígi sínu við Zrinjski Mostar frá Bosníu sem hefst í næstu viku, og ef það einvígi tapast fara Blikar í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þá eru KA-menn 3-1 yfir í einvígi sínu við írska liðið Dundalk í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, og geta tryggt sig áfram með góðri frammistöðu á Írlandi í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Færeyski boltinn Tengdar fréttir „Myndi ekki óska mínum versta óvini þess“ Orri Steinn Óskarsson stal senunni með því að skora þrennu í sigri á liði pabba síns, þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þegar FC Kaupmannahöfn vann Breiðablik 6-3 í gærkvöld. 3. ágúst 2023 07:31 Umfjöllun: FCK - Breiðablik 6-3 | Orri Steinn gerði þrennu Breiðablik tapaði 6-3 ytra gegn FC Kaupmannahöfn, þetta var seinni viðureign liðanna í annari umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja eru því 8-3. Breiðablik mun næst mæta Zrinjski Mostar í undankeppni Evrópudeildarinnar. 2. ágúst 2023 20:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira
Sigurinn kemur KÍ í 3. umferð, þar sem liðið mætir Noregsmeisturum Molde, en sigurinn hefur jafnframt í för með sér að sama hvernig fer þá mun færeyskt lið spila í riðlakeppni einhverrar af Evrópukeppnunum þremur. Hálfur milljarður í kassann Þannig hefur KÍ þegar tryggt sér að lágmarki 425 milljónir íslenskra króna endi liðið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar, lægst skrifuðu Evrópukeppninnar (þar fást auk þess 72 milljónir fyrir hvern sigur og 24 milljónir fyrir jafntefli). Ef KÍ tapar gegn Molde fer liðið nefnilega í umspil um sæti í Evrópudeildinni, og ef það einvígi tapast einnig þá fer KÍ beint í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Færeysku meistararnir munu því enda í einhverri af Evrópukeppnunum þremur og eiga fyrir höndum afar áhugaverða mánuði með leikjum fram að jólum. Enn möguleikar fyrir tvö íslensk lið í ár Ísland bíður þess enn að íslenskt lið komist inn í riðlakeppni einhverrar af Evrópukeppnunum og þarf enn að bíða eftir að Breiðablik tapaði gegn FC Kaupmannahöfn í gær. Hins vegar er enn von um að íslenskt lið spili í Evrópukeppni í haust. Blikar fá annað tækifæri í einvígi sínu við Zrinjski Mostar frá Bosníu sem hefst í næstu viku, og ef það einvígi tapast fara Blikar í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þá eru KA-menn 3-1 yfir í einvígi sínu við írska liðið Dundalk í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, og geta tryggt sig áfram með góðri frammistöðu á Írlandi í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Færeyski boltinn Tengdar fréttir „Myndi ekki óska mínum versta óvini þess“ Orri Steinn Óskarsson stal senunni með því að skora þrennu í sigri á liði pabba síns, þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þegar FC Kaupmannahöfn vann Breiðablik 6-3 í gærkvöld. 3. ágúst 2023 07:31 Umfjöllun: FCK - Breiðablik 6-3 | Orri Steinn gerði þrennu Breiðablik tapaði 6-3 ytra gegn FC Kaupmannahöfn, þetta var seinni viðureign liðanna í annari umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja eru því 8-3. Breiðablik mun næst mæta Zrinjski Mostar í undankeppni Evrópudeildarinnar. 2. ágúst 2023 20:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira
„Myndi ekki óska mínum versta óvini þess“ Orri Steinn Óskarsson stal senunni með því að skora þrennu í sigri á liði pabba síns, þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þegar FC Kaupmannahöfn vann Breiðablik 6-3 í gærkvöld. 3. ágúst 2023 07:31
Umfjöllun: FCK - Breiðablik 6-3 | Orri Steinn gerði þrennu Breiðablik tapaði 6-3 ytra gegn FC Kaupmannahöfn, þetta var seinni viðureign liðanna í annari umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja eru því 8-3. Breiðablik mun næst mæta Zrinjski Mostar í undankeppni Evrópudeildarinnar. 2. ágúst 2023 20:00