Íslenski formaðurinn fékk verðlaun vegna stuðnings við trans fólk Sindri Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 14:31 Gummi Guðjónsson tekur við jafnréttisverðlaununum frá Tyrkjanum Uğur Erdener, formanni alþjóða bogfimisambandsins og varaformanni samtaka íþróttasambanda á sumarólympíuleikum. World Archery „Ég var ekki látinn vita fyrir fram að ég yrði sæmdur þessum verðlaunum, og vissi það í raun ekki fyrir víst fyrr en nafnið mitt kom upp á skjáinn við lok heimsþingsins,“ segir Gummi Guðjónsson, formaður bogfimisambands Íslands. Gummi hlaut jafnréttisverðlaun alþjóða bogfimisambandsins, á heimsþingi sambandsins í Berlín á föstudaginn. Í frétt á vef bogfimisambandsins segir að verðlaunin hafi fyrst verið veitt árið 2009 en að í fyrsta sinn í ár hafi karlmaður hlotið verðlaunin. Gummi kveðst hafa fengið þau fyrir nokkuð sem hann telji einfaldlega eðlilegt og sjálfsagt, en íslenska sambandið bætti til að mynda í ársbyrjun við þriðju kynskráningu á Íslandsmetum og í Íslandsmótum, fyrir þau sem eru með hlutlausa kynskráningu í Þjóðskrá. „Verðlaunin tengjast að mestu verkefnum sem ég hef unnið til að stuðla að þátttöku trans og kynsegin fólks í íþróttinni. Fólk alls staðar að úr heiminum innan íþróttarinnar hefur verið að hafa samband og óska mér til hamingju með verðlaunin síðan þá,“ segir Gummi á vef bogfimisambandsins. „Þó að mér finnist það sjálfum frekar vandræðalegt að fá verðlaun fyrir eitthvað sem mér þykir persónulega að ætti að vera eðlilegt og sjálfsagt, eins og þátttaka hinsegin fólks í íþróttum, þá tel ég þessi verðlaun gott fordæmi og hvatningu fyrir aðrar þjóðir til að fylgja og skil því vel af hverju mér voru veitt þau,“ bætir hann við. Á þingi alþjóða bogfimisambandsins kom einnig fram að íslenska sambandið væri eitt af þeim 23 virkustu í heiminum, sem þar með höfðu mest vægi í atkvæðagreiðslu á þinginu. Bogfimi Málefni trans fólks Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Sjá meira
Gummi hlaut jafnréttisverðlaun alþjóða bogfimisambandsins, á heimsþingi sambandsins í Berlín á föstudaginn. Í frétt á vef bogfimisambandsins segir að verðlaunin hafi fyrst verið veitt árið 2009 en að í fyrsta sinn í ár hafi karlmaður hlotið verðlaunin. Gummi kveðst hafa fengið þau fyrir nokkuð sem hann telji einfaldlega eðlilegt og sjálfsagt, en íslenska sambandið bætti til að mynda í ársbyrjun við þriðju kynskráningu á Íslandsmetum og í Íslandsmótum, fyrir þau sem eru með hlutlausa kynskráningu í Þjóðskrá. „Verðlaunin tengjast að mestu verkefnum sem ég hef unnið til að stuðla að þátttöku trans og kynsegin fólks í íþróttinni. Fólk alls staðar að úr heiminum innan íþróttarinnar hefur verið að hafa samband og óska mér til hamingju með verðlaunin síðan þá,“ segir Gummi á vef bogfimisambandsins. „Þó að mér finnist það sjálfum frekar vandræðalegt að fá verðlaun fyrir eitthvað sem mér þykir persónulega að ætti að vera eðlilegt og sjálfsagt, eins og þátttaka hinsegin fólks í íþróttum, þá tel ég þessi verðlaun gott fordæmi og hvatningu fyrir aðrar þjóðir til að fylgja og skil því vel af hverju mér voru veitt þau,“ bætir hann við. Á þingi alþjóða bogfimisambandsins kom einnig fram að íslenska sambandið væri eitt af þeim 23 virkustu í heiminum, sem þar með höfðu mest vægi í atkvæðagreiðslu á þinginu.
Bogfimi Málefni trans fólks Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Sjá meira