Íslenski formaðurinn fékk verðlaun vegna stuðnings við trans fólk Sindri Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 14:31 Gummi Guðjónsson tekur við jafnréttisverðlaununum frá Tyrkjanum Uğur Erdener, formanni alþjóða bogfimisambandsins og varaformanni samtaka íþróttasambanda á sumarólympíuleikum. World Archery „Ég var ekki látinn vita fyrir fram að ég yrði sæmdur þessum verðlaunum, og vissi það í raun ekki fyrir víst fyrr en nafnið mitt kom upp á skjáinn við lok heimsþingsins,“ segir Gummi Guðjónsson, formaður bogfimisambands Íslands. Gummi hlaut jafnréttisverðlaun alþjóða bogfimisambandsins, á heimsþingi sambandsins í Berlín á föstudaginn. Í frétt á vef bogfimisambandsins segir að verðlaunin hafi fyrst verið veitt árið 2009 en að í fyrsta sinn í ár hafi karlmaður hlotið verðlaunin. Gummi kveðst hafa fengið þau fyrir nokkuð sem hann telji einfaldlega eðlilegt og sjálfsagt, en íslenska sambandið bætti til að mynda í ársbyrjun við þriðju kynskráningu á Íslandsmetum og í Íslandsmótum, fyrir þau sem eru með hlutlausa kynskráningu í Þjóðskrá. „Verðlaunin tengjast að mestu verkefnum sem ég hef unnið til að stuðla að þátttöku trans og kynsegin fólks í íþróttinni. Fólk alls staðar að úr heiminum innan íþróttarinnar hefur verið að hafa samband og óska mér til hamingju með verðlaunin síðan þá,“ segir Gummi á vef bogfimisambandsins. „Þó að mér finnist það sjálfum frekar vandræðalegt að fá verðlaun fyrir eitthvað sem mér þykir persónulega að ætti að vera eðlilegt og sjálfsagt, eins og þátttaka hinsegin fólks í íþróttum, þá tel ég þessi verðlaun gott fordæmi og hvatningu fyrir aðrar þjóðir til að fylgja og skil því vel af hverju mér voru veitt þau,“ bætir hann við. Á þingi alþjóða bogfimisambandsins kom einnig fram að íslenska sambandið væri eitt af þeim 23 virkustu í heiminum, sem þar með höfðu mest vægi í atkvæðagreiðslu á þinginu. Bogfimi Málefni trans fólks Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Gummi hlaut jafnréttisverðlaun alþjóða bogfimisambandsins, á heimsþingi sambandsins í Berlín á föstudaginn. Í frétt á vef bogfimisambandsins segir að verðlaunin hafi fyrst verið veitt árið 2009 en að í fyrsta sinn í ár hafi karlmaður hlotið verðlaunin. Gummi kveðst hafa fengið þau fyrir nokkuð sem hann telji einfaldlega eðlilegt og sjálfsagt, en íslenska sambandið bætti til að mynda í ársbyrjun við þriðju kynskráningu á Íslandsmetum og í Íslandsmótum, fyrir þau sem eru með hlutlausa kynskráningu í Þjóðskrá. „Verðlaunin tengjast að mestu verkefnum sem ég hef unnið til að stuðla að þátttöku trans og kynsegin fólks í íþróttinni. Fólk alls staðar að úr heiminum innan íþróttarinnar hefur verið að hafa samband og óska mér til hamingju með verðlaunin síðan þá,“ segir Gummi á vef bogfimisambandsins. „Þó að mér finnist það sjálfum frekar vandræðalegt að fá verðlaun fyrir eitthvað sem mér þykir persónulega að ætti að vera eðlilegt og sjálfsagt, eins og þátttaka hinsegin fólks í íþróttum, þá tel ég þessi verðlaun gott fordæmi og hvatningu fyrir aðrar þjóðir til að fylgja og skil því vel af hverju mér voru veitt þau,“ bætir hann við. Á þingi alþjóða bogfimisambandsins kom einnig fram að íslenska sambandið væri eitt af þeim 23 virkustu í heiminum, sem þar með höfðu mest vægi í atkvæðagreiðslu á þinginu.
Bogfimi Málefni trans fólks Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira