33 konur af erlendum uppruna á ljósmyndum á Hvammstanga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. júlí 2023 21:05 Sýningin er um konur af erlendum uppruna sem búa í Húnaþingi vestra og miðlar hún sögum 33 kvenna, sem búa í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Konur frá löndunum eins og Taílandi, Litháen, Ungverjalandi, Danmörku, Grikklandi og Makedóníu eru í aðalhlutverki á ljósmyndasýningu á Hvammstanga en þær búa allar í Húnaþingi vestra. Alls er um 33 konur að ræða, sem hafa verið myndaðar. Sýningin heitir Fl(j)óðog er um konur af erlendum uppruna sem búa í Húnaþingi vestra og miðlar hún sögum 33 kvenna, sem búa í sveitarfélaginu. Sveitarstjórinn þekkir vel til sýningarinnar í íþróttamiðstöðinni. „Þar er í gangi mjög skemmtileg ljósmyndasýning á ljósmyndum eftir Juanjo Ivaldi Zaldívar. Hann heimsótti ásamt Gretu Clough, sem er hérna eigandi Handbendis brúðuleikhúss og var sýningarstjórinn að þessar sýningu og hélt utan um verkefnið. Þau heimsóttu fjölda kvenna, sem eru af erlendu bergi brotnar hérna í sveitarfélaginu. Og það er svo skemmtilegt þegar maður skoðar hlutfall þessara kvenna af íbúum sveitarfélagsins þá eru þær ríflega tíu prósent, eða ríflega 120 konur. Og það er óskaplega gaman að fanga þeirra líf og þeirra sögu með þessum ljósmyndum,” segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir. Viðtöl voru líka tekin við allar konurnar og er hugmyndin að setja myndirnar og viðtölin saman í eina bók. Gestir, sem skoða ljósmyndasýninguna eru yfir sig hrifnir. „Mér finnst hún bara glæsileg, þetta er bara mjög flott. Við erum með flott fólk hérna,” segir María Sigurðardóttir íbúi á Hvammstanga. Mikil ánægja er með sýninguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Konurnar á ljósmyndunum koma víða að úr heiminum. „Já, þær eru bara út um allt, þær koma frá öllum hornum heimsins. Og við vorum auðvitað svo heppin fyrir nokkrum árum að fá til okkar nokkrar fjölskyldur frá Sýrlandi og þær eru auðvitað áberandi í samfélaginu. Svo eru hérna fjölmargar konur frá Þýskalandi, nokkrar frá Svíþjóð, það eru hér konur frá Grikklandi, Póllandi og svo mætti áfram halda,” segir Unnur Valborg, sveitarstjóri. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra, sem er mjög stolt af sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um sýninguna Húnaþing vestra Menning Ljósmyndun Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Sýningin heitir Fl(j)óðog er um konur af erlendum uppruna sem búa í Húnaþingi vestra og miðlar hún sögum 33 kvenna, sem búa í sveitarfélaginu. Sveitarstjórinn þekkir vel til sýningarinnar í íþróttamiðstöðinni. „Þar er í gangi mjög skemmtileg ljósmyndasýning á ljósmyndum eftir Juanjo Ivaldi Zaldívar. Hann heimsótti ásamt Gretu Clough, sem er hérna eigandi Handbendis brúðuleikhúss og var sýningarstjórinn að þessar sýningu og hélt utan um verkefnið. Þau heimsóttu fjölda kvenna, sem eru af erlendu bergi brotnar hérna í sveitarfélaginu. Og það er svo skemmtilegt þegar maður skoðar hlutfall þessara kvenna af íbúum sveitarfélagsins þá eru þær ríflega tíu prósent, eða ríflega 120 konur. Og það er óskaplega gaman að fanga þeirra líf og þeirra sögu með þessum ljósmyndum,” segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir. Viðtöl voru líka tekin við allar konurnar og er hugmyndin að setja myndirnar og viðtölin saman í eina bók. Gestir, sem skoða ljósmyndasýninguna eru yfir sig hrifnir. „Mér finnst hún bara glæsileg, þetta er bara mjög flott. Við erum með flott fólk hérna,” segir María Sigurðardóttir íbúi á Hvammstanga. Mikil ánægja er með sýninguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Konurnar á ljósmyndunum koma víða að úr heiminum. „Já, þær eru bara út um allt, þær koma frá öllum hornum heimsins. Og við vorum auðvitað svo heppin fyrir nokkrum árum að fá til okkar nokkrar fjölskyldur frá Sýrlandi og þær eru auðvitað áberandi í samfélaginu. Svo eru hérna fjölmargar konur frá Þýskalandi, nokkrar frá Svíþjóð, það eru hér konur frá Grikklandi, Póllandi og svo mætti áfram halda,” segir Unnur Valborg, sveitarstjóri. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra, sem er mjög stolt af sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um sýninguna
Húnaþing vestra Menning Ljósmyndun Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira