Tóku málin í eigin hendur og hreinsuðu sóðalega grenndarstöð Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. júlí 2023 13:02 Teiti og Marteini blöskraði aðkoman og tóku málin í eigin hendur. Vísir/Vésteinn/Teitur Atlason Íbúar Vesturbæjar hafa síðustu daga farið með ógrynni af sorpi, sem safnast hefur upp við grenndargámana, í Sorpu, í von um að borgaryfirvöld bregðist við. Þeir segja að enginn hvati sé til þess að setja pappa í pappagám þegar ruslið flæði um allt. Teitur Atlason, íbúi í Vesturbænum, segist hættur að nenna að kvarta í borgaryfirvöldum eins og hann hefur gert í nær þrjátíu ár, og því tekið málin í eigin hendur. „Af því að þessir grenndargámar eru að fyllast grunsamlega hratt og tæmdir grunsamlega seint,“ segir hann. Þegar fréttamaður náði tali af honum sagðist hann hafa farið með fulla kerru af rusli í Sorpu í gær og aftur í dag. Teitur bendir á að hann hafi sjálfur þurft að borga fyrir þær ferðir. Grenndargámarnir við JL-húsið í morgun. Aðkoman er ljót.Teitur Atlason Hann jánkar, aðspurður hvort sumarið hafi að einhverju leyti farið í sorpuferðir fyrir nágranna sína. „Að minnsta kosti hluti af því. Mig langar bara að leggja mig fram við það að búa í almennilegri borg.“ Subbuleg umgengni skapi meiri sóðaskap Teitur segir það pottþétt að hann muni leggja sér leið að grenndargámunum á nýjan leik en þó í öðrum tilgangi. „Ég mun koma hérna aftur en þá með skilti og leiðbeiningar til fólks svo það átti sig á þessu og svo þarf líka að tala við aðilana sem reka þessa gáma. Það þarf að fjölga gámum hérna. Það þarf að vera fatagámur hérna og þetta þarf að vera snyrtilegra. Ef þetta er subbulegt, eins og þetta er núna, þá gengur fólk um subbulega. Ef þetta er snyrtilegt þá gengur fólk snyrtilega um. Þetta er lögmál.“ Meðal annars leyndust sprautunálar í sorpfjöllunum við gámana. Vísir/Vésteinn Til að mynda segist hann í þrígang hafa sent Rauða krossinum bréf varðandi fatagáminn sem staðsettur er á Sundlaugartúninu. „Sá gámur fyllist á tveimur dögum og það er fullt af allskonar fatapokum fyrir utan með tilheyrandi sóðaskap.“ Þá segir hann Rauða krossinn enn ekki hafa brugðist við fyrirspurnunum. Aðkoman var allt önnur þegar félagarnir höfðu lokið verki sínu. Vísir/Vésteinn Martin Jónas Björn Swift segir þá staðráðna í að koma sorpmálunum í réttan farveg. „En á meðan þetta er svona lélegt þá er þetta bara að bæta utan á sig. Fólk sér hérna ruslahauga og skilur eftir rusl.“ Hann segir markmiðið vera að koma sorpstöðinni í aðlaðandi stand þannig að erfitt verði að leggja frá sér fyrsta ruslapokann. „Það held ég að geti verið fyrsta skrefið meðan við erum að koma þessu í samt lag,“ segir hann. „Það þarf stundum bara að allt þorpið komi saman og lagi hlutina. Og það er bara þannig hérna í Vesturbænum.“ Sorphirða Reykjavík Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Teitur Atlason, íbúi í Vesturbænum, segist hættur að nenna að kvarta í borgaryfirvöldum eins og hann hefur gert í nær þrjátíu ár, og því tekið málin í eigin hendur. „Af því að þessir grenndargámar eru að fyllast grunsamlega hratt og tæmdir grunsamlega seint,“ segir hann. Þegar fréttamaður náði tali af honum sagðist hann hafa farið með fulla kerru af rusli í Sorpu í gær og aftur í dag. Teitur bendir á að hann hafi sjálfur þurft að borga fyrir þær ferðir. Grenndargámarnir við JL-húsið í morgun. Aðkoman er ljót.Teitur Atlason Hann jánkar, aðspurður hvort sumarið hafi að einhverju leyti farið í sorpuferðir fyrir nágranna sína. „Að minnsta kosti hluti af því. Mig langar bara að leggja mig fram við það að búa í almennilegri borg.“ Subbuleg umgengni skapi meiri sóðaskap Teitur segir það pottþétt að hann muni leggja sér leið að grenndargámunum á nýjan leik en þó í öðrum tilgangi. „Ég mun koma hérna aftur en þá með skilti og leiðbeiningar til fólks svo það átti sig á þessu og svo þarf líka að tala við aðilana sem reka þessa gáma. Það þarf að fjölga gámum hérna. Það þarf að vera fatagámur hérna og þetta þarf að vera snyrtilegra. Ef þetta er subbulegt, eins og þetta er núna, þá gengur fólk um subbulega. Ef þetta er snyrtilegt þá gengur fólk snyrtilega um. Þetta er lögmál.“ Meðal annars leyndust sprautunálar í sorpfjöllunum við gámana. Vísir/Vésteinn Til að mynda segist hann í þrígang hafa sent Rauða krossinum bréf varðandi fatagáminn sem staðsettur er á Sundlaugartúninu. „Sá gámur fyllist á tveimur dögum og það er fullt af allskonar fatapokum fyrir utan með tilheyrandi sóðaskap.“ Þá segir hann Rauða krossinn enn ekki hafa brugðist við fyrirspurnunum. Aðkoman var allt önnur þegar félagarnir höfðu lokið verki sínu. Vísir/Vésteinn Martin Jónas Björn Swift segir þá staðráðna í að koma sorpmálunum í réttan farveg. „En á meðan þetta er svona lélegt þá er þetta bara að bæta utan á sig. Fólk sér hérna ruslahauga og skilur eftir rusl.“ Hann segir markmiðið vera að koma sorpstöðinni í aðlaðandi stand þannig að erfitt verði að leggja frá sér fyrsta ruslapokann. „Það held ég að geti verið fyrsta skrefið meðan við erum að koma þessu í samt lag,“ segir hann. „Það þarf stundum bara að allt þorpið komi saman og lagi hlutina. Og það er bara þannig hérna í Vesturbænum.“
Sorphirða Reykjavík Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira