Mynd um Breka á leið á heimsleikana: „Maður þarf að elska sjálfan sig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2023 11:32 Breki Þórðarson við æfingar fyrir heimsleikana. Arnar Halldórsson Breki Þórðarson hefur keppni á heimsleikunum í CrossFit á morgun en hann er einn af fimm íslenskum keppendum á mótinu í ár. Hann fór yfir undirbúning sinn þar sem reyndi á ekki síst af því að það er enginn að gera það sama og hann. Mjölnismenn eiga þarna flottan fulltrúa á leikunum og þeir eru stoltir af sínum manni. Breki er 23 ára byggingartæknifræðinemi. Breki fæddist einhentur en vinstri handleggur Breka er stytti en sá hægri og nær rétt niður fyrir olnboga. Hann stundaði borðtennis lengst af en smitaðist af CrossFit-veirunni fyrir fjórum árum síðan og var ekki lengi að setja sér háleit markmið. Á Youtube síðu Mjölnis má sjá stutta heimildarmynd um undirbúning Breka fyrir heimsleikana. Breki keppir í flokki fatlaðra, svokölluðum Upper Extremity flokki en aðeins fimm keppendur komust á leikana í hans flokki. Er ekki bara að æfa fyrir leikana „Oft þegar kemur að hreyfingu þá geri ég bara það sem mér er sagt að gera. Þú spyrð ekki spurninga,“ sagði Breki Þórðarson í heimildarmyndinni. „Ég er ekki að æfa bara fyrir leikana. Ef ég væri að æfa bara fyrir leikana þá væri ég að æfa allt öðruvísi. Ég æfi þetta af því að mér finnst þetta gaman og ég vil finna áskoranir fyrir sjálfan mig,“ sagði Breki. „Ég tók meðvitaða ákvörðun snemma í sumar um að byggja æfingarnar mínar í kringum venjulegt CrossFit frekar en eitthvað sem er líklegt til að koma í mínum flokki,“ sagði Breki. Hann fer yfir æfingar sínar í myndinni og þar má einnig sjá hann við æfingar. „Það bætir heilsuna mína í heild sinni en skilar sér ekki fullkomlega yfir í það sem ég að fara að gera í mínum flokki,“ sagði Breki. Mjög erfitt ferli að vera æfa svona fyrir heimsleikana „Þetta er mjög erfitt ferli að vera æfa svona fyrir heimsleikana. Ég er rosalega mikið einn og ég er einn á prógrammi. Ég er með sérhannaðar æfingar fyrir mig og oft eru þær hannaðar fyrir minn flokk sem gerir það að verkum að þær eru svolítið skrýtnar fyrir aðra einstaklinga að taka. Það gerir það enn erfiðara fyrir mig að æfa í hóp eða með einhverjum öðrum,“ sagði Breki sem þurfti að einbeit sér meira að þolhlutanum í sumar. „Þetta er búið að vera rosalega mikil einsemd. Ég einn inn í sal að púla. Það er samt búið að vera skemmtilegt. Maður þarf að læra að elska sjálfan sig því þetta er smá skrýtið,“ sagði Breki. Ekkert sérstaklega stressaður „Ég er búinn að segja það í sumar að ég er ekkert sérstaklega stressaður fyrir þessu af því að markmiðið mitt vara bara að komast á heimsleikana. Ég ætlaði að vinna mér inn sætið og allt eftir það var bara plús. Ég er samt með smá fiðring í maganum um að komast á pall af því að núna finnst mér það vera svo mikill raunveruleiki,“ sagði Breki. Það má sjá myndina um Breka hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=gNc4QttMmXY">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Sjá meira
Mjölnismenn eiga þarna flottan fulltrúa á leikunum og þeir eru stoltir af sínum manni. Breki er 23 ára byggingartæknifræðinemi. Breki fæddist einhentur en vinstri handleggur Breka er stytti en sá hægri og nær rétt niður fyrir olnboga. Hann stundaði borðtennis lengst af en smitaðist af CrossFit-veirunni fyrir fjórum árum síðan og var ekki lengi að setja sér háleit markmið. Á Youtube síðu Mjölnis má sjá stutta heimildarmynd um undirbúning Breka fyrir heimsleikana. Breki keppir í flokki fatlaðra, svokölluðum Upper Extremity flokki en aðeins fimm keppendur komust á leikana í hans flokki. Er ekki bara að æfa fyrir leikana „Oft þegar kemur að hreyfingu þá geri ég bara það sem mér er sagt að gera. Þú spyrð ekki spurninga,“ sagði Breki Þórðarson í heimildarmyndinni. „Ég er ekki að æfa bara fyrir leikana. Ef ég væri að æfa bara fyrir leikana þá væri ég að æfa allt öðruvísi. Ég æfi þetta af því að mér finnst þetta gaman og ég vil finna áskoranir fyrir sjálfan mig,“ sagði Breki. „Ég tók meðvitaða ákvörðun snemma í sumar um að byggja æfingarnar mínar í kringum venjulegt CrossFit frekar en eitthvað sem er líklegt til að koma í mínum flokki,“ sagði Breki. Hann fer yfir æfingar sínar í myndinni og þar má einnig sjá hann við æfingar. „Það bætir heilsuna mína í heild sinni en skilar sér ekki fullkomlega yfir í það sem ég að fara að gera í mínum flokki,“ sagði Breki. Mjög erfitt ferli að vera æfa svona fyrir heimsleikana „Þetta er mjög erfitt ferli að vera æfa svona fyrir heimsleikana. Ég er rosalega mikið einn og ég er einn á prógrammi. Ég er með sérhannaðar æfingar fyrir mig og oft eru þær hannaðar fyrir minn flokk sem gerir það að verkum að þær eru svolítið skrýtnar fyrir aðra einstaklinga að taka. Það gerir það enn erfiðara fyrir mig að æfa í hóp eða með einhverjum öðrum,“ sagði Breki sem þurfti að einbeit sér meira að þolhlutanum í sumar. „Þetta er búið að vera rosalega mikil einsemd. Ég einn inn í sal að púla. Það er samt búið að vera skemmtilegt. Maður þarf að læra að elska sjálfan sig því þetta er smá skrýtið,“ sagði Breki. Ekkert sérstaklega stressaður „Ég er búinn að segja það í sumar að ég er ekkert sérstaklega stressaður fyrir þessu af því að markmiðið mitt vara bara að komast á heimsleikana. Ég ætlaði að vinna mér inn sætið og allt eftir það var bara plús. Ég er samt með smá fiðring í maganum um að komast á pall af því að núna finnst mér það vera svo mikill raunveruleiki,“ sagði Breki. Það má sjá myndina um Breka hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=gNc4QttMmXY">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Sjá meira