Tveir nýir til taks hjá FH í kvöld eftir félagaskiptabannið Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2023 09:35 Grétar Snær Gunnarsson og Arnór Borg Guðjohnsen spila með FH það sem eftir lifir tímabils, og eru félagaskipti Grétars varanleg. Samsett/Hulda Margrét FH-ingar biðu ekki boðanna eftir að hafa losnað úr félagaskiptabanni og eru tveir nýir leikmenn komnir með staðfest félagaskipti til FH fyrir leikinn við Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Grétar Snær Gunnarsson er snúinn aftur til FH frá KR en hann lék aðeins fjóra leiki með KR-ingum í Bestu deildinni í sumar. Grétar, sem er 26 ára varnarmaður, á að baki 59 leiki í efstu deild en hann spilaði síðast fyrir FH árið 2018 og hefur síðan verið hjá Víkingi Ó., Fjölni og svo KR frá 2021. Arnór Borg Guðjohnsen er svo kominn til FH að láni frá Víkingum sem sitja á toppi Bestu deildarinnar. Arnór hefur spilað fjórtán leiki í Bestu deildinni í sumar en aðeins tvo í byrjunarliði, og alls aðeins fimm leiki í byrjunarliði frá því að hann kom frá Fylki eftir tímabilið 2021, en hann missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla. FH fór í félagaskiptabann samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, og var sektað um 150 þúsund krónur, eftir að samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði ekki staðið við samning sinn við danska leikmanninn Morten Beck Guldsmed. Samkvæmt úrskurði aganefndarinnar gat félagið hins vegar losnað við bannið með því að ná samkomulagi við leikmanninn, en ekki hefur komið fram hvað það uppgjör fól í sér. FH-ingar mæta Keflavík á útivelli í kvöld og þar gætu bæði Grétar og Arnór komið við sögu. Með sigri gæti FH mögulega komist upp úr 6. sæti í það fjórða, en liðið er stigi á eftir Stjörnunni og KR sem mætir Val í kvöld, og á leik eða leiki til góða á bæði lið. Besta deild karla FH Tengdar fréttir „Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“ Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. 17. júní 2023 08:00 FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. 30. mars 2023 11:45 Krefst 24 milljóna og FH mögulega bannað að fá leikmenn Knattspyrnudeild FH er í grafalvarlegri stöðu vegna kröfu fyrrverandi leikmanns félagsins, hins danska Mortens Beck Guldsmed, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-2021. Félagið gæti verið á leið í félagaskiptabann vegna málsins. 15. mars 2023 08:01 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Grétar Snær Gunnarsson er snúinn aftur til FH frá KR en hann lék aðeins fjóra leiki með KR-ingum í Bestu deildinni í sumar. Grétar, sem er 26 ára varnarmaður, á að baki 59 leiki í efstu deild en hann spilaði síðast fyrir FH árið 2018 og hefur síðan verið hjá Víkingi Ó., Fjölni og svo KR frá 2021. Arnór Borg Guðjohnsen er svo kominn til FH að láni frá Víkingum sem sitja á toppi Bestu deildarinnar. Arnór hefur spilað fjórtán leiki í Bestu deildinni í sumar en aðeins tvo í byrjunarliði, og alls aðeins fimm leiki í byrjunarliði frá því að hann kom frá Fylki eftir tímabilið 2021, en hann missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla. FH fór í félagaskiptabann samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, og var sektað um 150 þúsund krónur, eftir að samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði ekki staðið við samning sinn við danska leikmanninn Morten Beck Guldsmed. Samkvæmt úrskurði aganefndarinnar gat félagið hins vegar losnað við bannið með því að ná samkomulagi við leikmanninn, en ekki hefur komið fram hvað það uppgjör fól í sér. FH-ingar mæta Keflavík á útivelli í kvöld og þar gætu bæði Grétar og Arnór komið við sögu. Með sigri gæti FH mögulega komist upp úr 6. sæti í það fjórða, en liðið er stigi á eftir Stjörnunni og KR sem mætir Val í kvöld, og á leik eða leiki til góða á bæði lið.
Besta deild karla FH Tengdar fréttir „Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“ Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. 17. júní 2023 08:00 FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. 30. mars 2023 11:45 Krefst 24 milljóna og FH mögulega bannað að fá leikmenn Knattspyrnudeild FH er í grafalvarlegri stöðu vegna kröfu fyrrverandi leikmanns félagsins, hins danska Mortens Beck Guldsmed, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-2021. Félagið gæti verið á leið í félagaskiptabann vegna málsins. 15. mars 2023 08:01 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
„Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“ Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. 17. júní 2023 08:00
FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. 30. mars 2023 11:45
Krefst 24 milljóna og FH mögulega bannað að fá leikmenn Knattspyrnudeild FH er í grafalvarlegri stöðu vegna kröfu fyrrverandi leikmanns félagsins, hins danska Mortens Beck Guldsmed, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-2021. Félagið gæti verið á leið í félagaskiptabann vegna málsins. 15. mars 2023 08:01
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki