Tveir nýir til taks hjá FH í kvöld eftir félagaskiptabannið Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2023 09:35 Grétar Snær Gunnarsson og Arnór Borg Guðjohnsen spila með FH það sem eftir lifir tímabils, og eru félagaskipti Grétars varanleg. Samsett/Hulda Margrét FH-ingar biðu ekki boðanna eftir að hafa losnað úr félagaskiptabanni og eru tveir nýir leikmenn komnir með staðfest félagaskipti til FH fyrir leikinn við Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Grétar Snær Gunnarsson er snúinn aftur til FH frá KR en hann lék aðeins fjóra leiki með KR-ingum í Bestu deildinni í sumar. Grétar, sem er 26 ára varnarmaður, á að baki 59 leiki í efstu deild en hann spilaði síðast fyrir FH árið 2018 og hefur síðan verið hjá Víkingi Ó., Fjölni og svo KR frá 2021. Arnór Borg Guðjohnsen er svo kominn til FH að láni frá Víkingum sem sitja á toppi Bestu deildarinnar. Arnór hefur spilað fjórtán leiki í Bestu deildinni í sumar en aðeins tvo í byrjunarliði, og alls aðeins fimm leiki í byrjunarliði frá því að hann kom frá Fylki eftir tímabilið 2021, en hann missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla. FH fór í félagaskiptabann samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, og var sektað um 150 þúsund krónur, eftir að samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði ekki staðið við samning sinn við danska leikmanninn Morten Beck Guldsmed. Samkvæmt úrskurði aganefndarinnar gat félagið hins vegar losnað við bannið með því að ná samkomulagi við leikmanninn, en ekki hefur komið fram hvað það uppgjör fól í sér. FH-ingar mæta Keflavík á útivelli í kvöld og þar gætu bæði Grétar og Arnór komið við sögu. Með sigri gæti FH mögulega komist upp úr 6. sæti í það fjórða, en liðið er stigi á eftir Stjörnunni og KR sem mætir Val í kvöld, og á leik eða leiki til góða á bæði lið. Besta deild karla FH Tengdar fréttir „Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“ Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. 17. júní 2023 08:00 FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. 30. mars 2023 11:45 Krefst 24 milljóna og FH mögulega bannað að fá leikmenn Knattspyrnudeild FH er í grafalvarlegri stöðu vegna kröfu fyrrverandi leikmanns félagsins, hins danska Mortens Beck Guldsmed, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-2021. Félagið gæti verið á leið í félagaskiptabann vegna málsins. 15. mars 2023 08:01 Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Grétar Snær Gunnarsson er snúinn aftur til FH frá KR en hann lék aðeins fjóra leiki með KR-ingum í Bestu deildinni í sumar. Grétar, sem er 26 ára varnarmaður, á að baki 59 leiki í efstu deild en hann spilaði síðast fyrir FH árið 2018 og hefur síðan verið hjá Víkingi Ó., Fjölni og svo KR frá 2021. Arnór Borg Guðjohnsen er svo kominn til FH að láni frá Víkingum sem sitja á toppi Bestu deildarinnar. Arnór hefur spilað fjórtán leiki í Bestu deildinni í sumar en aðeins tvo í byrjunarliði, og alls aðeins fimm leiki í byrjunarliði frá því að hann kom frá Fylki eftir tímabilið 2021, en hann missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla. FH fór í félagaskiptabann samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, og var sektað um 150 þúsund krónur, eftir að samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði ekki staðið við samning sinn við danska leikmanninn Morten Beck Guldsmed. Samkvæmt úrskurði aganefndarinnar gat félagið hins vegar losnað við bannið með því að ná samkomulagi við leikmanninn, en ekki hefur komið fram hvað það uppgjör fól í sér. FH-ingar mæta Keflavík á útivelli í kvöld og þar gætu bæði Grétar og Arnór komið við sögu. Með sigri gæti FH mögulega komist upp úr 6. sæti í það fjórða, en liðið er stigi á eftir Stjörnunni og KR sem mætir Val í kvöld, og á leik eða leiki til góða á bæði lið.
Besta deild karla FH Tengdar fréttir „Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“ Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. 17. júní 2023 08:00 FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. 30. mars 2023 11:45 Krefst 24 milljóna og FH mögulega bannað að fá leikmenn Knattspyrnudeild FH er í grafalvarlegri stöðu vegna kröfu fyrrverandi leikmanns félagsins, hins danska Mortens Beck Guldsmed, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-2021. Félagið gæti verið á leið í félagaskiptabann vegna málsins. 15. mars 2023 08:01 Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
„Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“ Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. 17. júní 2023 08:00
FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. 30. mars 2023 11:45
Krefst 24 milljóna og FH mögulega bannað að fá leikmenn Knattspyrnudeild FH er í grafalvarlegri stöðu vegna kröfu fyrrverandi leikmanns félagsins, hins danska Mortens Beck Guldsmed, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-2021. Félagið gæti verið á leið í félagaskiptabann vegna málsins. 15. mars 2023 08:01
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn