Ekki sniðugt að plana gosferð í september Máni Snær Þorláksson skrifar 30. júlí 2023 13:00 Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur við Litla-Hrút. Hann mælir ekki með því að fólk fresti því of lengi að fara upp að gosinu. Vísir/Vilhelm Jarðeðlisfræðingur segir að fólk ætti ekki að geyma það að sjá eldgosið við Litla Hrút fram í september, þar sem senn kunni að líða að goslokum. Hann segir um eðlilega lengd á eldgosi sé að ræða, og því gæti lokið eftir eina til tvær vikur. Niðurstöður Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands benda til þess að goslok séu möguleg eftir eina til tvær vikur ef framleiðni gossins heldur áfram að falla með sama hraða. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að eldgosið við Litla Hrút sé búið að haga sér með frekar hefðbundnum hætti þegar kemur að eldgosum á Íslandi. „Það verður mest fyrst og síðan dregur úr því. Sú þróun heldur áfram og við sjáum þetta líka ef fólk horfir á gíginn, hvernig hann lítur út og hvernig hraunið er að breiða úr sér þá er að hægja á þessu. Þetta sýna mælingar sem hafa verið gerðar endurtekið að það er alltaf að draga heldur úr.“ Líklegast að það dragi áfram úr gosinu Gosið hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. Magnús segir að algeng lengd á gosi séu nokkrar vikur. „Það er allt til í þessu en ein til fjórar vikur er algengasti tíminn,“ segir Magnús en það er spurning hvað gerist í framhaldinu. Magnús segir að líklegasta sviðsmyndin sé sú að það haldi áfram að draga úr eldgosinu. „Ef maður gerir ráð fyrir veldislækkun á þessu þá fær maður út að það séu fimmtán dagar eftir eða eitthvað svoleiðis.“ Það sé þó ekki hægt að fullyrða neitt um það hvenær eldgosið á eftir að syngja sitt síðasta. „Við verðum náttúrulega að passa okkur svolítið á þessu því það sýnir sig í mörgum gosum að þó að þau hegði sér svona þá koma tímabil þar sem þau eru stöðug og jafnvel vaxa aðeins aftur,“ segir Magnús. „Þannig það er engu hægt að slá föstu en þróunin fram að þessu er alveg í samræmi við það að þessu gæti lokið á einni, tveimur vikum. En það er ekki hægt að slá neinu föstu og það er enginn að slá neinu föstu.“ Ljóst er að fólk sem ætlar að ganga að gosinu eigi ekki að fresta því of lengi. „Ef fólk virkilega vill sjá eldgosið þá er ekki sniðugt að plana það að fara einhvern tímann í september.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Niðurstöður Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands benda til þess að goslok séu möguleg eftir eina til tvær vikur ef framleiðni gossins heldur áfram að falla með sama hraða. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að eldgosið við Litla Hrút sé búið að haga sér með frekar hefðbundnum hætti þegar kemur að eldgosum á Íslandi. „Það verður mest fyrst og síðan dregur úr því. Sú þróun heldur áfram og við sjáum þetta líka ef fólk horfir á gíginn, hvernig hann lítur út og hvernig hraunið er að breiða úr sér þá er að hægja á þessu. Þetta sýna mælingar sem hafa verið gerðar endurtekið að það er alltaf að draga heldur úr.“ Líklegast að það dragi áfram úr gosinu Gosið hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. Magnús segir að algeng lengd á gosi séu nokkrar vikur. „Það er allt til í þessu en ein til fjórar vikur er algengasti tíminn,“ segir Magnús en það er spurning hvað gerist í framhaldinu. Magnús segir að líklegasta sviðsmyndin sé sú að það haldi áfram að draga úr eldgosinu. „Ef maður gerir ráð fyrir veldislækkun á þessu þá fær maður út að það séu fimmtán dagar eftir eða eitthvað svoleiðis.“ Það sé þó ekki hægt að fullyrða neitt um það hvenær eldgosið á eftir að syngja sitt síðasta. „Við verðum náttúrulega að passa okkur svolítið á þessu því það sýnir sig í mörgum gosum að þó að þau hegði sér svona þá koma tímabil þar sem þau eru stöðug og jafnvel vaxa aðeins aftur,“ segir Magnús. „Þannig það er engu hægt að slá föstu en þróunin fram að þessu er alveg í samræmi við það að þessu gæti lokið á einni, tveimur vikum. En það er ekki hægt að slá neinu föstu og það er enginn að slá neinu föstu.“ Ljóst er að fólk sem ætlar að ganga að gosinu eigi ekki að fresta því of lengi. „Ef fólk virkilega vill sjá eldgosið þá er ekki sniðugt að plana það að fara einhvern tímann í september.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira