Ekki sniðugt að plana gosferð í september Máni Snær Þorláksson skrifar 30. júlí 2023 13:00 Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur við Litla-Hrút. Hann mælir ekki með því að fólk fresti því of lengi að fara upp að gosinu. Vísir/Vilhelm Jarðeðlisfræðingur segir að fólk ætti ekki að geyma það að sjá eldgosið við Litla Hrút fram í september, þar sem senn kunni að líða að goslokum. Hann segir um eðlilega lengd á eldgosi sé að ræða, og því gæti lokið eftir eina til tvær vikur. Niðurstöður Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands benda til þess að goslok séu möguleg eftir eina til tvær vikur ef framleiðni gossins heldur áfram að falla með sama hraða. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að eldgosið við Litla Hrút sé búið að haga sér með frekar hefðbundnum hætti þegar kemur að eldgosum á Íslandi. „Það verður mest fyrst og síðan dregur úr því. Sú þróun heldur áfram og við sjáum þetta líka ef fólk horfir á gíginn, hvernig hann lítur út og hvernig hraunið er að breiða úr sér þá er að hægja á þessu. Þetta sýna mælingar sem hafa verið gerðar endurtekið að það er alltaf að draga heldur úr.“ Líklegast að það dragi áfram úr gosinu Gosið hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. Magnús segir að algeng lengd á gosi séu nokkrar vikur. „Það er allt til í þessu en ein til fjórar vikur er algengasti tíminn,“ segir Magnús en það er spurning hvað gerist í framhaldinu. Magnús segir að líklegasta sviðsmyndin sé sú að það haldi áfram að draga úr eldgosinu. „Ef maður gerir ráð fyrir veldislækkun á þessu þá fær maður út að það séu fimmtán dagar eftir eða eitthvað svoleiðis.“ Það sé þó ekki hægt að fullyrða neitt um það hvenær eldgosið á eftir að syngja sitt síðasta. „Við verðum náttúrulega að passa okkur svolítið á þessu því það sýnir sig í mörgum gosum að þó að þau hegði sér svona þá koma tímabil þar sem þau eru stöðug og jafnvel vaxa aðeins aftur,“ segir Magnús. „Þannig það er engu hægt að slá föstu en þróunin fram að þessu er alveg í samræmi við það að þessu gæti lokið á einni, tveimur vikum. En það er ekki hægt að slá neinu föstu og það er enginn að slá neinu föstu.“ Ljóst er að fólk sem ætlar að ganga að gosinu eigi ekki að fresta því of lengi. „Ef fólk virkilega vill sjá eldgosið þá er ekki sniðugt að plana það að fara einhvern tímann í september.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Niðurstöður Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands benda til þess að goslok séu möguleg eftir eina til tvær vikur ef framleiðni gossins heldur áfram að falla með sama hraða. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að eldgosið við Litla Hrút sé búið að haga sér með frekar hefðbundnum hætti þegar kemur að eldgosum á Íslandi. „Það verður mest fyrst og síðan dregur úr því. Sú þróun heldur áfram og við sjáum þetta líka ef fólk horfir á gíginn, hvernig hann lítur út og hvernig hraunið er að breiða úr sér þá er að hægja á þessu. Þetta sýna mælingar sem hafa verið gerðar endurtekið að það er alltaf að draga heldur úr.“ Líklegast að það dragi áfram úr gosinu Gosið hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. Magnús segir að algeng lengd á gosi séu nokkrar vikur. „Það er allt til í þessu en ein til fjórar vikur er algengasti tíminn,“ segir Magnús en það er spurning hvað gerist í framhaldinu. Magnús segir að líklegasta sviðsmyndin sé sú að það haldi áfram að draga úr eldgosinu. „Ef maður gerir ráð fyrir veldislækkun á þessu þá fær maður út að það séu fimmtán dagar eftir eða eitthvað svoleiðis.“ Það sé þó ekki hægt að fullyrða neitt um það hvenær eldgosið á eftir að syngja sitt síðasta. „Við verðum náttúrulega að passa okkur svolítið á þessu því það sýnir sig í mörgum gosum að þó að þau hegði sér svona þá koma tímabil þar sem þau eru stöðug og jafnvel vaxa aðeins aftur,“ segir Magnús. „Þannig það er engu hægt að slá föstu en þróunin fram að þessu er alveg í samræmi við það að þessu gæti lokið á einni, tveimur vikum. En það er ekki hægt að slá neinu föstu og það er enginn að slá neinu föstu.“ Ljóst er að fólk sem ætlar að ganga að gosinu eigi ekki að fresta því of lengi. „Ef fólk virkilega vill sjá eldgosið þá er ekki sniðugt að plana það að fara einhvern tímann í september.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira