Vaxtalækkanir geti snúist upp í verðhækkanir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2023 21:00 Páll Pálsson fasteignasali. Vísir/Vilhelm Fasteignamarkaðurinn er nokkuð stöðugur þó vísitala íbúðaverðs rokki upp og niður milli mánaða. Þetta segir fasteignasali sem hefur mun meiri áhyggjur af því sem gerist þegar vextir taka að lækka, en hann segir ekki nóg byggt til að koma í veg fyrir miklar hækkanir þegar þar að kemur. Í síðustu viku gaf Húsnæðis- og mannvirkjastofnun út að vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefði lækkað um 1,1 prósent milli mánaða. Fasteignasali sem fréttastofa hefur rætt við segir markaðin í heildina fremur stabílan. „Hann hefur hækkað um 2,7 prósent á síðustu 12 mánuðum og við erum að búast við því að það eru að seljast 400-500 eignir á mánuði að meðaltali á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Páll Pálsson fasteignasali. Markaðurinn sé að færast nær því að verða kaupendamarkaður, en á fyrri helmingi þessa árs voru gerðir 4.838 kaupsamningar á landinu. Á sama tíma á síðasta ári voru þeir 6.485. „Það eru klárlega meiri tækifæri og meira framboð fyrir kaupendur núna. Það eru kannski auglýstar í kringum 2.000 eignir inni á markaðnum, sem voru á tímabili kannski 3-500. Þar af leiðandi er verðið kannski ekki að hækka eins mikið og þau gerðu á sínum tíma, þegar framboðið var ekkert.“ Vaxtalækkanir og verðhækkanir Útlit sé fyrir að markaðurinn haldist í svipuðu horfi út næsta ár. „Ég hef svona meiri áhyggjur af því hvað gerist 25/26, þegar flestir greiningaraðilar spá því að vextir muni lækka fyrir þann tíma,“ segir Páll. Á móti vaxtalækkunum þurfi að byggja mun fleiri íbúðir en nú, til að koma í veg fyrir miklar hækkanir á markaðnum. Heldurðu að það sé raunhæft, að framboðið verði orðið nóg? „Því miður, ég er ekki mjög bjartsýnn á það. Maður sér það er verið að byggja uum 2.800 íbúðir núna, sem verða afhentar á þessu ári. Það er bara ekki nóg miðað við þá fólksfjölgun sem er að eiga sér stað undanfarna eitt og hálft ár, og það sem fram undan er.“ Fasteignamarkaður Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Í síðustu viku gaf Húsnæðis- og mannvirkjastofnun út að vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefði lækkað um 1,1 prósent milli mánaða. Fasteignasali sem fréttastofa hefur rætt við segir markaðin í heildina fremur stabílan. „Hann hefur hækkað um 2,7 prósent á síðustu 12 mánuðum og við erum að búast við því að það eru að seljast 400-500 eignir á mánuði að meðaltali á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Páll Pálsson fasteignasali. Markaðurinn sé að færast nær því að verða kaupendamarkaður, en á fyrri helmingi þessa árs voru gerðir 4.838 kaupsamningar á landinu. Á sama tíma á síðasta ári voru þeir 6.485. „Það eru klárlega meiri tækifæri og meira framboð fyrir kaupendur núna. Það eru kannski auglýstar í kringum 2.000 eignir inni á markaðnum, sem voru á tímabili kannski 3-500. Þar af leiðandi er verðið kannski ekki að hækka eins mikið og þau gerðu á sínum tíma, þegar framboðið var ekkert.“ Vaxtalækkanir og verðhækkanir Útlit sé fyrir að markaðurinn haldist í svipuðu horfi út næsta ár. „Ég hef svona meiri áhyggjur af því hvað gerist 25/26, þegar flestir greiningaraðilar spá því að vextir muni lækka fyrir þann tíma,“ segir Páll. Á móti vaxtalækkunum þurfi að byggja mun fleiri íbúðir en nú, til að koma í veg fyrir miklar hækkanir á markaðnum. Heldurðu að það sé raunhæft, að framboðið verði orðið nóg? „Því miður, ég er ekki mjög bjartsýnn á það. Maður sér það er verið að byggja uum 2.800 íbúðir núna, sem verða afhentar á þessu ári. Það er bara ekki nóg miðað við þá fólksfjölgun sem er að eiga sér stað undanfarna eitt og hálft ár, og það sem fram undan er.“
Fasteignamarkaður Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira