Meintur öryggisbrestur í Íslendingabók reyndist ekki á rökum reistur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júlí 2023 10:17 Þóra segir ættfræðiþyrsta Íslendinga nú geta tekið gleði sína á ný. Vísir/Vilhelm Íslendingabók var lokað í rúman sólarhring eftir að ábending barst til Íslenskrar erfðagreiningar um meintan öryggisbrest. Vefurinn hefur nú verið opnaður aftur eftir að ljóst var að öllu væri óhætt. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, samskiptafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við Vísi að öllum slíkum ábendingum sé tekið alvarlega, enda sé rekstur ættfræðigrunnsins Íslendingabókar háður ströngum skilyrðum. Gengið var úr skugga um að allt væri í lagi og opnaði vefurinn aftur í gærkvöldi. Þóra vill ekki svara því nánar um hvernig öryggisbrest hafi borist ábending um. Heimildin greindi fyrst frá málinu í gær og hafði miðillinn eftir Þóru að lokunin gæti varað fram á mánudag. Þóra segir að fyrirtækið leggi upp með að kanna til hlýtar allt sem viðkemur Íslendingabók, enda sé um einn vinsælasta vef landsins að ræða. Á endanum hafi lokunin varað í sólarhring. Margir urðu varir við lokunina að sögn Þóru, enda ljóst að stór hópur fólks noti Íslendingabókina daglega, þar á meðal eldri Íslendingar. Ljóst er að nú geta þeir tekið gleði sína á ný. Tæknimenn í sumarfríi Rætt var við Friðrik Skúlason, tölvuöryggissérfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um lokun Íslendingabókar. Hann sagði aðal vandamálið við meintan öryggisbrest vera þann að tæknimenn væru í sumarfríi. „Það er lágmarksfjöldi starfsfólks sem vinnur að þessu og lágmarksþekking,“ segir Friðrik. Hann segir meintan öryggisbrest vera flókið mál. „Það þarf að leysa þetta og tryggja að þetta komi ekki aftur upp. Ég býst við að setja eitthvað á vefinn þegar þetta verður leyst.“ Hann segir helming þjóðarinnar hafa heimsótt vefinn. Þó nokkuð margar þúsundir heimsæki vefinn daglega og ljóst að hann sé á meðal vinsælustu vefsíðna landsins. Íslensk erfðagreining Reykjavík síðdegis Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, samskiptafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við Vísi að öllum slíkum ábendingum sé tekið alvarlega, enda sé rekstur ættfræðigrunnsins Íslendingabókar háður ströngum skilyrðum. Gengið var úr skugga um að allt væri í lagi og opnaði vefurinn aftur í gærkvöldi. Þóra vill ekki svara því nánar um hvernig öryggisbrest hafi borist ábending um. Heimildin greindi fyrst frá málinu í gær og hafði miðillinn eftir Þóru að lokunin gæti varað fram á mánudag. Þóra segir að fyrirtækið leggi upp með að kanna til hlýtar allt sem viðkemur Íslendingabók, enda sé um einn vinsælasta vef landsins að ræða. Á endanum hafi lokunin varað í sólarhring. Margir urðu varir við lokunina að sögn Þóru, enda ljóst að stór hópur fólks noti Íslendingabókina daglega, þar á meðal eldri Íslendingar. Ljóst er að nú geta þeir tekið gleði sína á ný. Tæknimenn í sumarfríi Rætt var við Friðrik Skúlason, tölvuöryggissérfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um lokun Íslendingabókar. Hann sagði aðal vandamálið við meintan öryggisbrest vera þann að tæknimenn væru í sumarfríi. „Það er lágmarksfjöldi starfsfólks sem vinnur að þessu og lágmarksþekking,“ segir Friðrik. Hann segir meintan öryggisbrest vera flókið mál. „Það þarf að leysa þetta og tryggja að þetta komi ekki aftur upp. Ég býst við að setja eitthvað á vefinn þegar þetta verður leyst.“ Hann segir helming þjóðarinnar hafa heimsótt vefinn. Þó nokkuð margar þúsundir heimsæki vefinn daglega og ljóst að hann sé á meðal vinsælustu vefsíðna landsins.
Íslensk erfðagreining Reykjavík síðdegis Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira