Fyrsti bassaleikari the Eagles er látinn Árni Sæberg skrifar 28. júlí 2023 10:08 Randy Meisner var ekki síðri söngvari en bassaleikari. Paul Natkin/Getty Randy Meisner, fyrsti bassaleikari og einn stofnenda hljómsveitarinnar the Eagles, lést á miðvikudag. Í tilkynningu á vefsíðu the Eagles segir að hann hafi látist úr langvinnri lungnateppu, 77 ára að aldri. Meisner var bassaleikari framúrstefnulegu kántrýrokkhljómsveitarinnar Poco áður en hann stofnaði the Eagles árið 1971 ásamt þeim Glenn Frey, Don Henley og Bernie Leadon. Hljómsveitin varð fljótt ein sú allra vinsælasta í heiminum. Meisner var bassaleikari the Eagles þegar breiðskífurnar Eagles, Desperado, On The Border, One of These Nights og Hotel California voru gefnar út. Hann hætti síðan í bandinu árið 1977 og sagðist vera orðinn langþreyttur á átökum innan hljómsveitarinnar. „Randy var óaðskiljanlegur hluti af the Eagles og mikilvægur hluti af árangri hljómsveitarinnar á fyrstu árunum. Raddsvið hans var ótrúlegt, eins og heyrist vel á einkennisballöðu hans, Take it to the limit,“ segir í tilkynningu frá hljómsveitinni. Meisner söng bakraddir í fjölmörgum lögum sveitarinnar en Take it to the limit er eina lagið þar sem hann fékk að láta ljós sitt skína sem aðalsöngvari. Að margra mati er lagið það best sungna í katalóg the Eagles. Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið í lifandi flutningi á tónleikum árið 1976: Tónlist Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir Glenn Frey er látinn Stofnandi Eagles lét lífið í dag en hann var 67 ára gamall. 18. janúar 2016 22:28 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Í tilkynningu á vefsíðu the Eagles segir að hann hafi látist úr langvinnri lungnateppu, 77 ára að aldri. Meisner var bassaleikari framúrstefnulegu kántrýrokkhljómsveitarinnar Poco áður en hann stofnaði the Eagles árið 1971 ásamt þeim Glenn Frey, Don Henley og Bernie Leadon. Hljómsveitin varð fljótt ein sú allra vinsælasta í heiminum. Meisner var bassaleikari the Eagles þegar breiðskífurnar Eagles, Desperado, On The Border, One of These Nights og Hotel California voru gefnar út. Hann hætti síðan í bandinu árið 1977 og sagðist vera orðinn langþreyttur á átökum innan hljómsveitarinnar. „Randy var óaðskiljanlegur hluti af the Eagles og mikilvægur hluti af árangri hljómsveitarinnar á fyrstu árunum. Raddsvið hans var ótrúlegt, eins og heyrist vel á einkennisballöðu hans, Take it to the limit,“ segir í tilkynningu frá hljómsveitinni. Meisner söng bakraddir í fjölmörgum lögum sveitarinnar en Take it to the limit er eina lagið þar sem hann fékk að láta ljós sitt skína sem aðalsöngvari. Að margra mati er lagið það best sungna í katalóg the Eagles. Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið í lifandi flutningi á tónleikum árið 1976:
Tónlist Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir Glenn Frey er látinn Stofnandi Eagles lét lífið í dag en hann var 67 ára gamall. 18. janúar 2016 22:28 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Glenn Frey er látinn Stofnandi Eagles lét lífið í dag en hann var 67 ára gamall. 18. janúar 2016 22:28