FCK vill ekki valda börnum vonbrigðum: „Nei takk“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2023 11:31 Þessi fær ólíklega treyju ef hann mætir með skilti með bón um slíka. Getty Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar hafa sent frá sér tilkynningu þar sem óskað er eftir því að stuðningsmenn beri ekki skilti þar sem beðið er um treyjur leikmanna að leik loknum. Of mörg börn fari vonsvikin heim. FCK spilar sinn fyrsta heimaleik á miðvikudaginn kemur þegar Breiðablik heimsækir Parken í Kaupmannahöfn í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. FCK vann fyrri leikinn 2-0 í Kópavogi en sá síðari fer fram eftir helgi og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Í aðdraganda fyrsta heimaleiksins hefur FCK birt yfirlýsingu heimasíðu félagsins undir yfirskriftinni: „Nei takk við skiltum um treyjur“. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Íslendingarnir í liði FCK, Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson, byrjuðu á bekknum en komu báðir inn á í Kópavogi á þriðjudag.Vísir/Hulda Margrét Í yfirlýsingunni segir að farið sé að fordæmi félaga á við Ajax og Slaviu Prag sem hafi áður sent keimlík skilaboð til sinna stuðningsmanna. Hvatningin á bakvið skiltabannið sé aukning á slíkum skiltum og þar sem aðeins í mesta lagi 16 leikmenn spila hvern leik sé óhjákvæmilegt að margir fari vonsviknir heim á 40 þúsund manna vellinum. Leikmenn séu settir í erfiða stöðu með því að gefa einhverjum á kostnað annars með slíkt skilti og börn fari vonsvikin og treyjulaus heim af vellinum. Leikur FCK og Breiðabliks er klukkan 18:00 á miðvikudaginn 2. ágúst og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Evrópuleikir KA gegn Dundalk, sá fyrri í kvöld hér heima klukkan 18:00 og sá síðari eftir slétta viku ytra, klukkan 18:45 fimmtudaginn 3. ágúst, verða einnig sýndir beint á Stöð 2 Sport. Yfirlýsing FCK af heimasíðu félagsins „Nei takk við skiltum um treyjur Frá og með komandi keppnistímabili vill FC Kaupmannahöfn ekki fá skilti með beiðnum um treyju frá leikmönnum fyrir heimaleikina á Parken eða á útivelli, eins og hefur verið kynnt meðal annars hjá Ajax og Slavia Prag. Ákvörðunin stafar af því að hvorki er mögulegt fyrir leikmenn né félagið að verða við hinum fjölmörgu óskum og valda því mörgum börnum vonbrigðum sem mæta með von um að fá treyju. Skiltum hefur fjölgað mikið undanfarin misseri og því miður eru mörg börn sem hafa slæma reynslu af því að bera skilti. Jafnframt eru leikmenn settir í erfiða stöðu vegna þess að þeir geta ekki uppfyllt óskina og eru litnir neikvæðum augum vegna þess að þeir þurfa að segja nei við mörgum beiðnum. Við vonumst eftir skilningi og skiljum að sjálfsögðu að margir vilja treyju frá leikmanni og enn er leyfilegt fyrir leikmenn að velja að gefa aðdáendum treyju en það verður án skilta.” Danski boltinn Danmörk Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
FCK spilar sinn fyrsta heimaleik á miðvikudaginn kemur þegar Breiðablik heimsækir Parken í Kaupmannahöfn í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. FCK vann fyrri leikinn 2-0 í Kópavogi en sá síðari fer fram eftir helgi og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Í aðdraganda fyrsta heimaleiksins hefur FCK birt yfirlýsingu heimasíðu félagsins undir yfirskriftinni: „Nei takk við skiltum um treyjur“. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Íslendingarnir í liði FCK, Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson, byrjuðu á bekknum en komu báðir inn á í Kópavogi á þriðjudag.Vísir/Hulda Margrét Í yfirlýsingunni segir að farið sé að fordæmi félaga á við Ajax og Slaviu Prag sem hafi áður sent keimlík skilaboð til sinna stuðningsmanna. Hvatningin á bakvið skiltabannið sé aukning á slíkum skiltum og þar sem aðeins í mesta lagi 16 leikmenn spila hvern leik sé óhjákvæmilegt að margir fari vonsviknir heim á 40 þúsund manna vellinum. Leikmenn séu settir í erfiða stöðu með því að gefa einhverjum á kostnað annars með slíkt skilti og börn fari vonsvikin og treyjulaus heim af vellinum. Leikur FCK og Breiðabliks er klukkan 18:00 á miðvikudaginn 2. ágúst og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Evrópuleikir KA gegn Dundalk, sá fyrri í kvöld hér heima klukkan 18:00 og sá síðari eftir slétta viku ytra, klukkan 18:45 fimmtudaginn 3. ágúst, verða einnig sýndir beint á Stöð 2 Sport. Yfirlýsing FCK af heimasíðu félagsins „Nei takk við skiltum um treyjur Frá og með komandi keppnistímabili vill FC Kaupmannahöfn ekki fá skilti með beiðnum um treyju frá leikmönnum fyrir heimaleikina á Parken eða á útivelli, eins og hefur verið kynnt meðal annars hjá Ajax og Slavia Prag. Ákvörðunin stafar af því að hvorki er mögulegt fyrir leikmenn né félagið að verða við hinum fjölmörgu óskum og valda því mörgum börnum vonbrigðum sem mæta með von um að fá treyju. Skiltum hefur fjölgað mikið undanfarin misseri og því miður eru mörg börn sem hafa slæma reynslu af því að bera skilti. Jafnframt eru leikmenn settir í erfiða stöðu vegna þess að þeir geta ekki uppfyllt óskina og eru litnir neikvæðum augum vegna þess að þeir þurfa að segja nei við mörgum beiðnum. Við vonumst eftir skilningi og skiljum að sjálfsögðu að margir vilja treyju frá leikmanni og enn er leyfilegt fyrir leikmenn að velja að gefa aðdáendum treyju en það verður án skilta.”
Danski boltinn Danmörk Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira