Á vef Umhvefisstofnunar segir að loftgæði í Kópvogi hafi mælst óholl frá klukkan átta en þá mældust 103,2 míkrógrömm af svifryki á rúmmetra. Klukkustund síðar voru þau orðin 141 en klukkan tíu höfðu þau lækkað niður í 132.

Þá segir á vefnum að viðkvæmir einstaklingar gætu fundið fyrir hósta, höfuðverk og ertingu í augum, nefi og koki í slíkum loftgæðum. Þá er fólki ráðlagt að dvelja innandyra og loka gluggum, forðast að auki áreynslu utandyra og reyna að anda eingöngu í gegnum nef.
Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir loftgæðin líklegast stafa af gosmóðu frá eldgosinu við Litla-Hrút. Hægir vindar blási nú sem valdi óhollum loftgæðum. Þá segir hann að búast megi við álíka ástandi næstu daga.
