Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda.
![](https://www.visir.is/i/E9651FE61EA965809AA6C3508EAA353BACFCEDBC2BA83F95C372C2FC86911381_713x0.jpg)
Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna?
Það er margt mjög skemmtilegt við tísku en það sem ég hef einstaklega gaman af er að allir hafa einhvern veginn skoðun á því hverju maður er klæddur. Bóndi frá Súðavík getur gelt jafn mikið yfir því í hverju maður er eins og kannski einhver tvítugur strákur sem er djúpur í tísku.
![](https://www.visir.is/i/CE325899A70241274FB1C7219285A94145FE60E7D85ED9C32100689F85BA4220_713x0.jpg)
Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju?
Uppáhalds flíkin mín allra tíma er líklega Our legacy jakki sem ég keypti fyrir nokkrum árum síðan. Ég nota hann ekki mikið í dag en ég hef alltaf elskað hann. Þetta er svona ein af fyrstu flíkunum sem ég keypti sem kostaði sitt. Uppáhalds flíkin mín í dag er svo líklega blazer sem ég fann á tvö þúsund kall á nytjamarkaði, þetta hefur aðeins breyst síðan þá.
![](https://www.visir.is/i/A5D9F889BA9F3FEB1AF0FA85974556CAE4D7284E0963D125182583C0A6FB07C6_713x0.jpg)
Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni?
Nei ég myndi ekki segja það, stundum kemur það fyrir að maður taki smá tíma að velja sér föt en yfirleitt fer það bara eftir því hvernig skapi ég vakna í. Oftast er einhver ákveðin ein flík sem mig langar að vera í og vinn mig síðan út frá því.
![](https://www.visir.is/i/D8661D704E5C61157E6C483583D153551C6EBDC94E1E96B7AC5C495564D9C1F0_713x0.jpg)
Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum?
Ég myndi lýsa stílnum mínum sem frekar afslöppuðum. Mér finnst gaman að setja andstæður saman en fyrst og fremst verð ég að vera þægilegur í þessu.
Ef ég er ekki í outfitti sem ég fíla ekki þá er ég ekki ég sjálfur.
![](https://www.visir.is/i/1BEE388A5D752C1F1ECABF27C06C8FA6786D78C4FCFCBC29D648DCB35A330F27_713x0.jpg)
Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá?
Stíllinn hjá mér hefur aðeins breyst. Það voru meiri læti í gamla daga myndi ég segja, aðeins meira í gangi, en núna er ég aðeins þægilegri og meira clean.
![](https://www.visir.is/i/D971CFABEA68F1972B5124F2095F48E0D504831948BEBE83A30DE1F0C23B02F2_713x0.jpg)
Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni?
Ég sæki innblástur út um allt en myndi þó aðallega segja á netinu, mikið á Instagram og Youtube. Einnig á götunum bara þegar maður er á röltinu.
![](https://www.visir.is/i/01D85A554F873BB53C512DCA43B649CA76DE5F5E2965822CD296338A6142211C_713x0.jpg)
Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði?
Nei ég er hættur að setja einhver bönn. Maður fær það einhvern veginn alltaf í bakið.
Eins og ég myndi ekki fara í skinny jeans núna en svo verður maður sennilega mættur í þær eftir einhvern tíma. Þannig að ég set enginn bönn.
![](https://www.visir.is/i/9033EC182A2E2C0A4AF7E73E1592442F1AF2A98233D8F6787BABF14389853649_713x0.jpg)
Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju?
Það eru margar flíkur sem maður hefur mætt í til dæmis á æfingu og allur klefinn byrjar að gelta á mann yfir því í hverju andskotanum maður er. En ég hef bara gaman að því þegar fólk skýtur á mann fyrir það í hverju maður er.
Þá er það staðfesting að fólk taki eftir outfittinu. Ég hef aldrei nennt að fitta inn. Það er þessi skoðun sem ég talaði áðan um að allir hefðu.
En nei, það er held ég ekki nein flík sem kemur í hausinn á mér núna sem er svakalega eftirminnileg.
![](https://www.visir.is/i/EABF692154D532081D7A0A9FDD947D0308BAC587860C529CFD77B2B1E8D8E694_713x0.jpg)
Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku?
Bara gerðu það sem þú vilt. Ef þú ert kominn í eitthvað og ert að hugsa um hvort þetta sé of mikið og þorir ekki í því út, farðu þá í því út. DO YO TING!