Messi með tvö mörk og stoðsendingu í stórsigri Inter Miami Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2023 07:02 Lionel Messi hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum fyrir Inter Miami. getty/Megan Briggs Lionel Messi fer heldur betur vel af stað með Inter Miami og hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum með liðinu. Inter Miami mætti Atlanta United í Leagues Cup í nótt og vann 4-0 sigur. Um er að ræða keppni milli liða í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og Liga MX í Mexíkó. Messi kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark Inter Miami gegn Cruz Azul með marki beint úr aukaspyrnu elleftu stundu á föstudaginn. Messi var í fyrsta sinn í byrjunarliði Inter Miami í nótt og sömu sögu er að segja af Sergio Busquets, fyrrverandi samherja hans hjá Barcelona. Þeir félagar áttu heiðurinn af fyrsta marki leiksins á 8. mínútu. Busquets lyfti þá boltanum yfir vörn Atlanta á Messi sem skaut í stöng en fylgdi á eftir og skoraði fyrsta mark leiksins. Atlanta er hundraðasta liðið sem Messi skorar gegn á ferlinum. Á 22. mínútu bætti Messi öðru marki við eftir skyndisókn Inter Miami. Robert Taylor bætti svo þriðja markinu við fyrir hálfleik. Messi var ekki hættur því á 53. mínútu lagði hann upp fjórða mark Inter Miami fyrir Taylor sem skoraði öðru sinni. Messi fékk svo heiðursskiptingu þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Inter Miami fagnaði 4-0 sigri. A joy to watch unless you're a defender.Rewind all of Messi's moments from a two-goal, one-assist showing against Atlanta in @LeaguesCup action. pic.twitter.com/MxkGHjIDAf— Major League Soccer (@MLS) July 26, 2023 Inter Miami vann sinn riðil í Leagues Cup og er komið í 32-liða úrslit keppninnar. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira
Inter Miami mætti Atlanta United í Leagues Cup í nótt og vann 4-0 sigur. Um er að ræða keppni milli liða í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og Liga MX í Mexíkó. Messi kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark Inter Miami gegn Cruz Azul með marki beint úr aukaspyrnu elleftu stundu á föstudaginn. Messi var í fyrsta sinn í byrjunarliði Inter Miami í nótt og sömu sögu er að segja af Sergio Busquets, fyrrverandi samherja hans hjá Barcelona. Þeir félagar áttu heiðurinn af fyrsta marki leiksins á 8. mínútu. Busquets lyfti þá boltanum yfir vörn Atlanta á Messi sem skaut í stöng en fylgdi á eftir og skoraði fyrsta mark leiksins. Atlanta er hundraðasta liðið sem Messi skorar gegn á ferlinum. Á 22. mínútu bætti Messi öðru marki við eftir skyndisókn Inter Miami. Robert Taylor bætti svo þriðja markinu við fyrir hálfleik. Messi var ekki hættur því á 53. mínútu lagði hann upp fjórða mark Inter Miami fyrir Taylor sem skoraði öðru sinni. Messi fékk svo heiðursskiptingu þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Inter Miami fagnaði 4-0 sigri. A joy to watch unless you're a defender.Rewind all of Messi's moments from a two-goal, one-assist showing against Atlanta in @LeaguesCup action. pic.twitter.com/MxkGHjIDAf— Major League Soccer (@MLS) July 26, 2023 Inter Miami vann sinn riðil í Leagues Cup og er komið í 32-liða úrslit keppninnar.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira