Segir rógburð ástæðu uppsagnar og kemur að lokuðum dyrum hjá VR Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júlí 2023 21:33 Ólíver, eiginmaður Ryans, hafði unnið hjá Airport Associates í sjö ár þegar hann sagði upp vegna máls Ryans. Vísir/Vilhelm/Ryan Mikulcik Ryan Mikulcik, fyrrverandi starfsmaður Airport Associates, var sagt upp hjá fyrirtækinu í byrjun marsmánaðar. Í kjölfarið sótti hann um vinnu hjá Icelandair sem hann fékk ekki. Hann segir ástæðu höfnunarinnar vera rógburður af hálfu yfirmanns síns hjá Airport Associates. Í samtali við Vísi segir Ryan frá tildrögum málsins. Hann hafi verið kallaður inn á skrifstofu yfirmanns síns hjá Airport Associates eftir að hafa unnið þar í nokkra mánuði. „Ég byrjaði hjá Airport Associates í desember síðasta árs. Ég dýrkaði að vinna með manninum mínum,“ segir hann. Ólíver, eiginmaður Ryans, hafði þá unnið hjá fyrirtækinu í um sjö ár. „Þannig að það var ákveðið áfall þegar þeir kölluðu mig inn á skrifstofu til sín,“ segir Ryan. Of nýr til að tala um stéttarfélagstengd mál Hann segir frá samskiptum sem fóru milli hans og yfirmanns síns eftir að hún kallaði hann á fund. „Þau sögðust hafa heyrt að ég væri með mesta kjaftinn á vinnustaðnum. Sem ég skil ekki vegna þess að ég er alltaf kátur í vinnunni,“ segir Ryan. Þá segir hann þau hafa vísað til hópspjalls sem Ryan var meðlimur í. Spjallið var gert af beiðni VR og inni á því átti starfsfólk fyrirtækisins að velta upp hugmyndum vegna þess að félagið ætti fund með fyrirtækinu bráðlega. Á hópspjallinu segist Ryan hafa velt upp tveimur málum, annars vegar hvort fyrirtækið gæti veitt starfsfólki styrk til símakaupa þar sem það þyrfti að nota sína persónulegu síma í vinnunni, sem kostaði bæði net og gagnamagn. Hins vegar hafði hann bent á að starfsfólk Airport Associates fengi engin starfstengd fríðindi, eins og til dæmis starfsfólk Icelandair fengi. Ryan segist hafa verið tjáð á fundinum að hann megi ekki tala um stéttarfélagstengd mál vegna þess hve nýr hjá fyrirtækinu hann væri. Segir engan hafa kvartað Daginn eftir fundinn segist Ryan hafa verið kallaður á annan fund áður en hann átti að mæta á vakt og ákveðið að taka trúnaðarmann sinn með. Á fundinum var honum sagt upp. „Ég spurði hvers vegna, og þau sögðu að vandamálið væru samskipti milli mín og yfirmanns míns,“ segir Ryan. „Sem ég skil ekki vegna þess að fundurinn okkar daginn áður endaði bara vel.“ Ryan segist hafa blöskrað framkomuna á fundinum og gengið grátandi út. „Ég hef aldrei lent í þvi að neinn komi jafn illa fram við mig í vinnunni,“ segir hann. Oliver, maður Ryans, sagði upp störfum hjá fyrirtækinu eftir uppsögn Ryans. Hann hafði unnið þar í sjö ár. Nokkrum dögum síðar segist Ryan parið hafa sótt um vinnu hjá Icelandair. Í atvinnuviðtalinu hafi þeim síðan verið tjáð að Airports Associates hafi varað Icelandair við honum vegna fjölda kvartana. Ryan segist hafa það staðfest að engar kvartanir frá vinnufélögum hans hafi borist fyrirtækinu. „Stuttu síðar er manninum mínum boðin vinna hjá Icelandair en ekki mér. Ég svara tölvupóstinum sem ég fékk frá Icelandair og spyr hvort það sé vegna þess sem yfirmaður minn hjá Airport Associates sagði þeim. Þau segja það að hluta til vera ástæðuna,“ segir Ryan. Lítil hjálp í stéttarfélaginu Ryan segist hafa farið með málið til stéttarfélagsins síns, VR. „Þau voru hjálpsöm í fyrstu, sögðust ætla að hringja í Icelandair og spyrja hvort hægt sé að staðfesta það sem yfirmaðurinn minn sagði þeim, þá væri hægt að gera eitthvað í því.“ Hann segir þau fljótt hafa misst áhuga á málinu vegna þess að ekki náðist í viðkomandi aðila hjá Icelandair. Nú segist Ryan hafa fengið það staðfest frá báðum fyrirtækjum að rógburðurinn hafi átt sér stað en VR sé ekki tilbúið að hjálpa honum. „Nú er ég að eyða mínum eigin peningum í lögmannaþjónustu vegna þess að VR getur ekki hjálpað mér með þetta. Mér finnst bara fáránlegt að þegar stéttarfélagið hefur fengið munnlega staðfestingu frá Icelandair um að þetta hafi átt sér stað að þau geri svo ekkert í þessu,“ segir Ryan. „Þessu máli er ekki lokið. Ég ætla ekki að leyfa því að deyja.“ Stéttarfélög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Ryan frá tildrögum málsins. Hann hafi verið kallaður inn á skrifstofu yfirmanns síns hjá Airport Associates eftir að hafa unnið þar í nokkra mánuði. „Ég byrjaði hjá Airport Associates í desember síðasta árs. Ég dýrkaði að vinna með manninum mínum,“ segir hann. Ólíver, eiginmaður Ryans, hafði þá unnið hjá fyrirtækinu í um sjö ár. „Þannig að það var ákveðið áfall þegar þeir kölluðu mig inn á skrifstofu til sín,“ segir Ryan. Of nýr til að tala um stéttarfélagstengd mál Hann segir frá samskiptum sem fóru milli hans og yfirmanns síns eftir að hún kallaði hann á fund. „Þau sögðust hafa heyrt að ég væri með mesta kjaftinn á vinnustaðnum. Sem ég skil ekki vegna þess að ég er alltaf kátur í vinnunni,“ segir Ryan. Þá segir hann þau hafa vísað til hópspjalls sem Ryan var meðlimur í. Spjallið var gert af beiðni VR og inni á því átti starfsfólk fyrirtækisins að velta upp hugmyndum vegna þess að félagið ætti fund með fyrirtækinu bráðlega. Á hópspjallinu segist Ryan hafa velt upp tveimur málum, annars vegar hvort fyrirtækið gæti veitt starfsfólki styrk til símakaupa þar sem það þyrfti að nota sína persónulegu síma í vinnunni, sem kostaði bæði net og gagnamagn. Hins vegar hafði hann bent á að starfsfólk Airport Associates fengi engin starfstengd fríðindi, eins og til dæmis starfsfólk Icelandair fengi. Ryan segist hafa verið tjáð á fundinum að hann megi ekki tala um stéttarfélagstengd mál vegna þess hve nýr hjá fyrirtækinu hann væri. Segir engan hafa kvartað Daginn eftir fundinn segist Ryan hafa verið kallaður á annan fund áður en hann átti að mæta á vakt og ákveðið að taka trúnaðarmann sinn með. Á fundinum var honum sagt upp. „Ég spurði hvers vegna, og þau sögðu að vandamálið væru samskipti milli mín og yfirmanns míns,“ segir Ryan. „Sem ég skil ekki vegna þess að fundurinn okkar daginn áður endaði bara vel.“ Ryan segist hafa blöskrað framkomuna á fundinum og gengið grátandi út. „Ég hef aldrei lent í þvi að neinn komi jafn illa fram við mig í vinnunni,“ segir hann. Oliver, maður Ryans, sagði upp störfum hjá fyrirtækinu eftir uppsögn Ryans. Hann hafði unnið þar í sjö ár. Nokkrum dögum síðar segist Ryan parið hafa sótt um vinnu hjá Icelandair. Í atvinnuviðtalinu hafi þeim síðan verið tjáð að Airports Associates hafi varað Icelandair við honum vegna fjölda kvartana. Ryan segist hafa það staðfest að engar kvartanir frá vinnufélögum hans hafi borist fyrirtækinu. „Stuttu síðar er manninum mínum boðin vinna hjá Icelandair en ekki mér. Ég svara tölvupóstinum sem ég fékk frá Icelandair og spyr hvort það sé vegna þess sem yfirmaður minn hjá Airport Associates sagði þeim. Þau segja það að hluta til vera ástæðuna,“ segir Ryan. Lítil hjálp í stéttarfélaginu Ryan segist hafa farið með málið til stéttarfélagsins síns, VR. „Þau voru hjálpsöm í fyrstu, sögðust ætla að hringja í Icelandair og spyrja hvort hægt sé að staðfesta það sem yfirmaðurinn minn sagði þeim, þá væri hægt að gera eitthvað í því.“ Hann segir þau fljótt hafa misst áhuga á málinu vegna þess að ekki náðist í viðkomandi aðila hjá Icelandair. Nú segist Ryan hafa fengið það staðfest frá báðum fyrirtækjum að rógburðurinn hafi átt sér stað en VR sé ekki tilbúið að hjálpa honum. „Nú er ég að eyða mínum eigin peningum í lögmannaþjónustu vegna þess að VR getur ekki hjálpað mér með þetta. Mér finnst bara fáránlegt að þegar stéttarfélagið hefur fengið munnlega staðfestingu frá Icelandair um að þetta hafi átt sér stað að þau geri svo ekkert í þessu,“ segir Ryan. „Þessu máli er ekki lokið. Ég ætla ekki að leyfa því að deyja.“
Stéttarfélög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira