Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. júlí 2023 12:04 Stefanía Sif Stefánsdóttir er stödd ásamt fjölskyldu og vinum á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. Hitabylgja hefur herjað á suðurhluta Ítalíu í sumar. Á Norður-Ítalíu hefur hins vegar verið aftakaveður undanfarna daga. Rúmlega hundrað manns slösuðust í haglélsstormi á svæðinu í síðustu viku. Myndir af tjóni sem varð á bíl Íslendinga við Garda-vatn, austan við Mílanó-borg, eftir að haglél féll á bílinn.Hildur Björk Gunnarsdóttir Hvirfilbylur herjaði á Mílanóborg í gær og féll fjöldi trjáa með þeim afleiðingum að ein kona lést. Þá lést sextán ára stúlka þegar tré féll á tjald hennar í Brescia-héraði í nótt. Flugvél sem var á leið til New York frá Mílanó neyddist til að lenda í Róm eftir að nef hennar varð fyrir miklum skemmdum í hagléli. Stefanía Sif Stefánsdóttir er stödd ásamt fjölskyldu og vinum í Pozzolengo fyrir neðan Garda-vatn í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu. Hópurinn hefur fundið rækilega fyrir þrumuveðri og haglélsstormum í ferðinni eins og sjá má í klippunni hér fyrir neðan. Bílaleigubílar ónýtir eftir haglélið Í nótt féllu haglél á stærð við tennisbolta til jarðar og ollu miklum skemmdum á húsi og bílum hópsins. Stefanía segir hópinn hafa heyrt sjúkrabílahljóð langt fram á nótt og rafmagnið hafi dottið ítrekað út. „Við erum að reyna að velta því fyrir okkur hvernig við eigum að koma tveimur úr hópnum upp á flugvöll,“ sagði Stefanía þegar Vísir hafði samband við hana í morgun. „Við erum með þrjá bílaleigubíla og þeir eru allir tjónaðir og allir út í glerbrotum,“ segir hún um skemmdirnar. Jörðin var þakin stórum höglum eftir storminn í nótt. Stefanía þakkar fyrir að ekki fór verr.Aðsent Eruð þið búin að hafa samband við bílaleigurnar? „Það er rosalega erfitt, það var enginn sem svaraði í 24/7-Road Assistance-símann í nótt,“ segir Stefanía. „Við erum búin að fá email frá annarri bílaleigunni, við leigðum frá tveimur bílaleigum. Þeir báðu okkur um að senda myndir en svöruðu því ekki hvort við ættum að keyra.“ Í myndbandinu fyrir ofan má sjá hvernig rúða á farþegasæti eins bílsins hefur sprungið og afturrúður hinna tveggja hafa splundrast. Þar fyrir utan eru bílarnir allir í dældum og eru sprungur á framrúðunum. Brotnar rúður og beyglur á bílunum „Þetta byrjaði um tíu, þrumurnar og non-stop eldingar yfir allan himininn. Við fórum út og skoðuðum þetta og svo byrjaði að hellirigna og það kom svakalegt rok.“ För eftir haglél á húsinu sem Stefanía og íslenski hópurinn gistir í.Aðsent „Við vorum komin heim og krakkarnir segja Vá sjáiði eldingarnar! þannig við förum út og stöndum úti í garði og erum að taka myndir af eldingunum. Svo kemur svo rosalega mikið rok og rigning þannig við förum inn. En tveir úr hópnum, kallarnir, standa úti þegar haglélið byrjar og fá bolta í hausinn.“ „Síðan stækkaði haglélið bara, stækkaði og stækkaði. Eftir að haglélið hætti þá fórum við út og skoðuðum boltana og þetta var sirka frá golfboltum upp í tennisbolta,“ segir hún. „Ég veit ekki hvort við getum keyrt þá svona, þeir eru svo skemmdir. Þeir eru allir í litlum beyglum og með brotnar rúður, mígandi blautir og allir í glerbrotum.“ „Við erum ekki viss hvort við treystum okkur til að keyra einn þeirra til baka út af framrúðunni af því það er svo mikill hraði á hraðbrautunum hérna.“ „Við erum eiginlega búin að kveðja trygginguna sem var tekin út af kortunum. Við höfum miklar áhyggjur að þeir muni rukka okkur meira,“ segir Stefanía um bílaleigurnar. Þá segir Stefanía að fjöldi bíla heimamanna í nágrenninu hafi eyðilagst í storminum. Fólk sem ferðist til Norður-Ítalíu eigi að reyna að leggja í bílakjöllurum ef það getur. Bílar í nágrenninu sem eyðilögðust í storminum.Aðsent Líma plastpoka fyrir rúðurnar og vona það besta „Tveir úr hópnum eiga flug heim í dag og restin af hópnum flug á morgun. Það er algjör heppni að þetta hafi skeð núna en ekki á degi þrjú,“ segir hún. Húsið sem hópurinn gisti í er líka illa farið og segir Stefanía að húsið sé „eins og það hafi verið skotið á það.“ Fjölskyldan á góðri stundu í Feneyjum. Hver eru næstu skref hjá ykkur? „Við ætlum að klippa í sundur búðarpoka og líma það yfir rúðurnar. Reyna að koma þessum tveimur upp á flugvöll og svo veit ég ekki hvernig við hin eigum að komast upp á flugvöll. Mögulega þurfum við að skilja þennan eina bíl eftir,“ segir hún. „Við erum með tveggja og fjögurra ára börn sem við viljum helst ekki setja inn í bíl með miklum glerbrotum,“ segir Stefanía. Myndir sem Hildur Björk tók við Garda-vatn af skemmdum á húsum og höglum í nærmynd.Hildur Björk Gunnarsdóttir Veður Ítalía Náttúruhamfarir Ferðalög Íslendingar erlendis Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Hitabylgja hefur herjað á suðurhluta Ítalíu í sumar. Á Norður-Ítalíu hefur hins vegar verið aftakaveður undanfarna daga. Rúmlega hundrað manns slösuðust í haglélsstormi á svæðinu í síðustu viku. Myndir af tjóni sem varð á bíl Íslendinga við Garda-vatn, austan við Mílanó-borg, eftir að haglél féll á bílinn.Hildur Björk Gunnarsdóttir Hvirfilbylur herjaði á Mílanóborg í gær og féll fjöldi trjáa með þeim afleiðingum að ein kona lést. Þá lést sextán ára stúlka þegar tré féll á tjald hennar í Brescia-héraði í nótt. Flugvél sem var á leið til New York frá Mílanó neyddist til að lenda í Róm eftir að nef hennar varð fyrir miklum skemmdum í hagléli. Stefanía Sif Stefánsdóttir er stödd ásamt fjölskyldu og vinum í Pozzolengo fyrir neðan Garda-vatn í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu. Hópurinn hefur fundið rækilega fyrir þrumuveðri og haglélsstormum í ferðinni eins og sjá má í klippunni hér fyrir neðan. Bílaleigubílar ónýtir eftir haglélið Í nótt féllu haglél á stærð við tennisbolta til jarðar og ollu miklum skemmdum á húsi og bílum hópsins. Stefanía segir hópinn hafa heyrt sjúkrabílahljóð langt fram á nótt og rafmagnið hafi dottið ítrekað út. „Við erum að reyna að velta því fyrir okkur hvernig við eigum að koma tveimur úr hópnum upp á flugvöll,“ sagði Stefanía þegar Vísir hafði samband við hana í morgun. „Við erum með þrjá bílaleigubíla og þeir eru allir tjónaðir og allir út í glerbrotum,“ segir hún um skemmdirnar. Jörðin var þakin stórum höglum eftir storminn í nótt. Stefanía þakkar fyrir að ekki fór verr.Aðsent Eruð þið búin að hafa samband við bílaleigurnar? „Það er rosalega erfitt, það var enginn sem svaraði í 24/7-Road Assistance-símann í nótt,“ segir Stefanía. „Við erum búin að fá email frá annarri bílaleigunni, við leigðum frá tveimur bílaleigum. Þeir báðu okkur um að senda myndir en svöruðu því ekki hvort við ættum að keyra.“ Í myndbandinu fyrir ofan má sjá hvernig rúða á farþegasæti eins bílsins hefur sprungið og afturrúður hinna tveggja hafa splundrast. Þar fyrir utan eru bílarnir allir í dældum og eru sprungur á framrúðunum. Brotnar rúður og beyglur á bílunum „Þetta byrjaði um tíu, þrumurnar og non-stop eldingar yfir allan himininn. Við fórum út og skoðuðum þetta og svo byrjaði að hellirigna og það kom svakalegt rok.“ För eftir haglél á húsinu sem Stefanía og íslenski hópurinn gistir í.Aðsent „Við vorum komin heim og krakkarnir segja Vá sjáiði eldingarnar! þannig við förum út og stöndum úti í garði og erum að taka myndir af eldingunum. Svo kemur svo rosalega mikið rok og rigning þannig við förum inn. En tveir úr hópnum, kallarnir, standa úti þegar haglélið byrjar og fá bolta í hausinn.“ „Síðan stækkaði haglélið bara, stækkaði og stækkaði. Eftir að haglélið hætti þá fórum við út og skoðuðum boltana og þetta var sirka frá golfboltum upp í tennisbolta,“ segir hún. „Ég veit ekki hvort við getum keyrt þá svona, þeir eru svo skemmdir. Þeir eru allir í litlum beyglum og með brotnar rúður, mígandi blautir og allir í glerbrotum.“ „Við erum ekki viss hvort við treystum okkur til að keyra einn þeirra til baka út af framrúðunni af því það er svo mikill hraði á hraðbrautunum hérna.“ „Við erum eiginlega búin að kveðja trygginguna sem var tekin út af kortunum. Við höfum miklar áhyggjur að þeir muni rukka okkur meira,“ segir Stefanía um bílaleigurnar. Þá segir Stefanía að fjöldi bíla heimamanna í nágrenninu hafi eyðilagst í storminum. Fólk sem ferðist til Norður-Ítalíu eigi að reyna að leggja í bílakjöllurum ef það getur. Bílar í nágrenninu sem eyðilögðust í storminum.Aðsent Líma plastpoka fyrir rúðurnar og vona það besta „Tveir úr hópnum eiga flug heim í dag og restin af hópnum flug á morgun. Það er algjör heppni að þetta hafi skeð núna en ekki á degi þrjú,“ segir hún. Húsið sem hópurinn gisti í er líka illa farið og segir Stefanía að húsið sé „eins og það hafi verið skotið á það.“ Fjölskyldan á góðri stundu í Feneyjum. Hver eru næstu skref hjá ykkur? „Við ætlum að klippa í sundur búðarpoka og líma það yfir rúðurnar. Reyna að koma þessum tveimur upp á flugvöll og svo veit ég ekki hvernig við hin eigum að komast upp á flugvöll. Mögulega þurfum við að skilja þennan eina bíl eftir,“ segir hún. „Við erum með tveggja og fjögurra ára börn sem við viljum helst ekki setja inn í bíl með miklum glerbrotum,“ segir Stefanía. Myndir sem Hildur Björk tók við Garda-vatn af skemmdum á húsum og höglum í nærmynd.Hildur Björk Gunnarsdóttir
Veður Ítalía Náttúruhamfarir Ferðalög Íslendingar erlendis Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira