Sabitzer kominn í hóp þeirra sem hafa verið á mála hjá Dortmund og Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 23:00 Marcel Sabitzer í leik með Manchester United. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Austurríkismaðurinn Marcel Sabitzer er genginn í raðir Borussia Dortmund frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Hann er langt því frá fyrsti leikmaðurinn sem fer á milli liðanna á undanförnum árum. Hinn 29 ára gamli Sabitzer var á láni hjá Manchester United í Englandi á síðustu leiktíð. Enska félagið ákvað að festa ekki kaup á honum en ljóst var að hann ætti ekki mikla framtíð fyrir sér hjá Bayern. Marcel Sabitzer joins Borussia Dortmund on a contract until June 30, 2027 pic.twitter.com/nlc1lLcLZ5— Borussia Dortmund (@BlackYellow) July 24, 2023 Nú hefur verið staðfest að hann sé á leið til silfursliðs þýsku úrvalsdeildarinnar fyrir 19 milljónir evra (2,8 milljarða íslenskra króna). Skrifar hann undir samning til ársins 2027. „Get ekki beðið eftir að ganga í raðir félagsins og klæðast treyju Dormtund. Samræðurnar við Dortmund voru frábærar og sýndu fram á hversu metnaðarfullt félagið er. Ég vill leggja mitt að mörkum og hjálpa félaginu að ná markmiðum sínum,“ sagði Sabitzer um skiptin. Fyrr í sumar var staðfest að portúgalski bakvörðurinn Raphaël Guerreiro hefði samið við Bayern en hann lék með Dortmund frá 2016 til 2023. Síðasta sumar festi Dortmund kaup á þýska miðverðinum Niklas Süle en sá lék með Bayern frá 2017 til 2022. Marcel Sabitzer officially moves to Borussia Dortmund from Bayern Munich and joins a list of names who have switched between Der Klassiker rivals in the last decade: Sabitzer Raphaël Guerreiro Robert Lewandowski Mario Götze Mats Hummels Niklas Süle pic.twitter.com/k6RTdaBboG— B/R Football (@brfootball) July 24, 2023 Sabitzer er margreyndur landsliðsmaður sem á að baki 71 A-landsleik fyrir Austurríki. Hann gekk í raðir Bayern sumarið 2021 frá RB Leipzig. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Sabitzer var á láni hjá Manchester United í Englandi á síðustu leiktíð. Enska félagið ákvað að festa ekki kaup á honum en ljóst var að hann ætti ekki mikla framtíð fyrir sér hjá Bayern. Marcel Sabitzer joins Borussia Dortmund on a contract until June 30, 2027 pic.twitter.com/nlc1lLcLZ5— Borussia Dortmund (@BlackYellow) July 24, 2023 Nú hefur verið staðfest að hann sé á leið til silfursliðs þýsku úrvalsdeildarinnar fyrir 19 milljónir evra (2,8 milljarða íslenskra króna). Skrifar hann undir samning til ársins 2027. „Get ekki beðið eftir að ganga í raðir félagsins og klæðast treyju Dormtund. Samræðurnar við Dortmund voru frábærar og sýndu fram á hversu metnaðarfullt félagið er. Ég vill leggja mitt að mörkum og hjálpa félaginu að ná markmiðum sínum,“ sagði Sabitzer um skiptin. Fyrr í sumar var staðfest að portúgalski bakvörðurinn Raphaël Guerreiro hefði samið við Bayern en hann lék með Dortmund frá 2016 til 2023. Síðasta sumar festi Dortmund kaup á þýska miðverðinum Niklas Süle en sá lék með Bayern frá 2017 til 2022. Marcel Sabitzer officially moves to Borussia Dortmund from Bayern Munich and joins a list of names who have switched between Der Klassiker rivals in the last decade: Sabitzer Raphaël Guerreiro Robert Lewandowski Mario Götze Mats Hummels Niklas Süle pic.twitter.com/k6RTdaBboG— B/R Football (@brfootball) July 24, 2023 Sabitzer er margreyndur landsliðsmaður sem á að baki 71 A-landsleik fyrir Austurríki. Hann gekk í raðir Bayern sumarið 2021 frá RB Leipzig.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira