Segir Ásmund lykilmann í fjölskylduharmleiknum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2023 19:17 Ása gagnrýndi yfirlýsingu Ásmundar í samtali við Vísi. Ása Skúladóttir/Vísir/Vilhelm Ása Skúladóttir, annar þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttanna Lömbin þagna ekki, líkir Lambeyrardeilunni við sinubruna sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kveikti og segir ósanngjarnt að hann tali eins og hann komi ekki málinu við, verandi lykilmaður þess. Ása, sem er frænka Ásmundar, segir frá viðbrögðum systranna þriggja sem stjórna hlaðvarpinu, við yfirlýsingu Ásmundar Einars í tengslum við Lambeyrarmálið í samtali við Vísi. „Hann hefur alls ekki komið að skemmdarverkum eða öðru slíku eftir innbrotið 2017 en hvort hann hafi unnið eitthvað bak við síðan þá er eitthvað sem ég get ekki útilokað,“ segir hún. Mætti með hóp manna Ása, auk tveggja annarra frænka Ásmundar Einars hafa stigið fram í hlaðvarpi og sakað Ásmund, Daða föður hans og Valdimar föðurbróður hans um skemmdarverk og innbrot á bænum Lambeyrum í Dalasýslu árið 2017. Ásmundur gaf frá sér yfirlýsingu í tengslum við málið á laugardaginn. „Þær sorglegu fjölskyldudeilur sem verið hafa í opinberri umræðu á síðustu dögum vegna erfðadeilu innan systkinahóps föður míns eftir fráfall afa míns árið 2007 eru mér með öllu óviðkomandi og hafa verið um langt árabil,“ sagði hann meðal annars í yfirlýsingunni. Ása segist í samtali við Vísi ekki geta fullkomlega trúað því að Ásmundur standi utan málsins. „Jafnvel þó að við látum eins og Ásmundur hafi fullkomlega hætt þessu máli á sínum tíma þá er hann einn af upphafsmönnunum, og hann var drifkrafturinn í því að koma af stað þessum fjölskylduharmleik.“ Ása segir hann hafa unnið náið með föður sínum að því að setja ættarsetuna á hausinn. Að auki bætir hún við að Ásmundur hafi mætt á svæðið með hóp manna þegar innbrotið átti sér stað árið 2017. „Þetta var tómt hús en samt fann hann sig knúinn til þess að mæta þangað með hóp manna svo maður velti því fyrir sér hvað þeir nákvæmlega voru að gera,“ segir hún. Ásmundur lykilmaður frá upphafi Þá segir hún Ásmund, Daða og Valdimar hafa hópað sig saman og logið upp á Skúla, föður Ásu, og systur hans. „Þeir fóru um alla stórættina og alla sveitina með lygum og óþverrahætti um þau.“ Hún segir þingsetu Ásmundar á þeim tíma hafa gefið frásögnum hans trúverðugleika og nú tali stórættin ekki við þau vegna þeirra. Hún líkir erjunum við sinubruna sem Ásmundur hafi kveikt en hann síðan bakkað út þegar þær systur birtu hlaðvarpsþættina um málið. „Vinur, það varst þú sem komst með kveikjarann,“ segir Ása. „Mér finnst mjög ósanngjarnt eins og hann tali eins og þetta komi honum ekki við því það er enginn vafi á því að hann er einn af lykilmönnunum í því að starta þessum deilum. “ Ása vekur athygli á næstu þáttum hlaðvarpsins og segir enn margt ósagt í Lambeyrarmálinu. Þættina má nálgast á YouTube. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Dalabyggð Deilur um jörðina Lambeyrar Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Ása, sem er frænka Ásmundar, segir frá viðbrögðum systranna þriggja sem stjórna hlaðvarpinu, við yfirlýsingu Ásmundar Einars í tengslum við Lambeyrarmálið í samtali við Vísi. „Hann hefur alls ekki komið að skemmdarverkum eða öðru slíku eftir innbrotið 2017 en hvort hann hafi unnið eitthvað bak við síðan þá er eitthvað sem ég get ekki útilokað,“ segir hún. Mætti með hóp manna Ása, auk tveggja annarra frænka Ásmundar Einars hafa stigið fram í hlaðvarpi og sakað Ásmund, Daða föður hans og Valdimar föðurbróður hans um skemmdarverk og innbrot á bænum Lambeyrum í Dalasýslu árið 2017. Ásmundur gaf frá sér yfirlýsingu í tengslum við málið á laugardaginn. „Þær sorglegu fjölskyldudeilur sem verið hafa í opinberri umræðu á síðustu dögum vegna erfðadeilu innan systkinahóps föður míns eftir fráfall afa míns árið 2007 eru mér með öllu óviðkomandi og hafa verið um langt árabil,“ sagði hann meðal annars í yfirlýsingunni. Ása segist í samtali við Vísi ekki geta fullkomlega trúað því að Ásmundur standi utan málsins. „Jafnvel þó að við látum eins og Ásmundur hafi fullkomlega hætt þessu máli á sínum tíma þá er hann einn af upphafsmönnunum, og hann var drifkrafturinn í því að koma af stað þessum fjölskylduharmleik.“ Ása segir hann hafa unnið náið með föður sínum að því að setja ættarsetuna á hausinn. Að auki bætir hún við að Ásmundur hafi mætt á svæðið með hóp manna þegar innbrotið átti sér stað árið 2017. „Þetta var tómt hús en samt fann hann sig knúinn til þess að mæta þangað með hóp manna svo maður velti því fyrir sér hvað þeir nákvæmlega voru að gera,“ segir hún. Ásmundur lykilmaður frá upphafi Þá segir hún Ásmund, Daða og Valdimar hafa hópað sig saman og logið upp á Skúla, föður Ásu, og systur hans. „Þeir fóru um alla stórættina og alla sveitina með lygum og óþverrahætti um þau.“ Hún segir þingsetu Ásmundar á þeim tíma hafa gefið frásögnum hans trúverðugleika og nú tali stórættin ekki við þau vegna þeirra. Hún líkir erjunum við sinubruna sem Ásmundur hafi kveikt en hann síðan bakkað út þegar þær systur birtu hlaðvarpsþættina um málið. „Vinur, það varst þú sem komst með kveikjarann,“ segir Ása. „Mér finnst mjög ósanngjarnt eins og hann tali eins og þetta komi honum ekki við því það er enginn vafi á því að hann er einn af lykilmönnunum í því að starta þessum deilum. “ Ása vekur athygli á næstu þáttum hlaðvarpsins og segir enn margt ósagt í Lambeyrarmálinu. Þættina má nálgast á YouTube. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Dalabyggð Deilur um jörðina Lambeyrar Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira