Samkvæmt Adrian Wojnarowski, blaðamanni ESPN, hefur NBA bankaráðið samþykkt sölu á körfuboltaliðinu Charlotte Hornets. Rick Schnall og Gabe Plotkin eru meðal fjárfesta sem hafa keypt félagið. Þeir kaupa félagið á þrjár billjónir Bandaríkjadala.
ESPN Sources: The NBA’s Board of Governors has approved the sale of the Charlotte Hornets to a group led by Rick Schnall and Gabe Plotkin, clearing the way to end Michael Jordan’s 13-year run as majority owner.
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 23, 2023
James Dolan, eigandi New York Knicks, var eini sem kaus gegn sölunni á Charlotte Hornets en atkvæðagreiðslan endaði í 29-1.
Jordan keypti félagið árið 2010 fyrir 275 milljónir Bandaríkjadala. Jordan hefur verið meirihluta eigandi í Charlotte Hornets í þrettán ár en þegar hann keypti það hét liðið Charlotte Bobcats.
ESPN Sources: The BOG vote was 29-1 to approve the sale. Knicks owner James Dolan registered the lone vote against.
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 23, 2023
Í þau þrettán tímabil sem Michael Jordan var meirihluta eigandi í félaginu vann liðið 423 leiki og tapaði 600 leikjum. Á þessum tíma komst Hornets aðeins þrisvar sinnum í úrslitakeppnina og vann ekki eitt einvígi.