Newcastle tilkynnir Barnes, Silva neitar Al-Ahli og kaupir Jiménez á meðan Zaha fer til Tyrklands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2023 16:31 Marco Silva og Mitrović sem er mögulega á leið frá Fulham. James Williamson/Getty Images Að venju er nóg um að vera á félagaskiptamarkaðnum í Evrópuknattspyrnunni. Newcastle United hefur tilkynnt komu Harvey Barnes á meðan Fulham virðist ætla að ná að halda í þjálfara sinn ásamt því að næla í nýjan framherjann. Hinn 25 ára gamli Barnes hefur verið orðaður við undanfarnar vikur og fyrir stuttu var svo gott sem opinberað að hann myndi ganga í raðir Newcastle. Nú hefur félagið staðfest það en Eddie Howe er að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil þar sem Newcastle spilar í Meistaradeild Evrópu. We are delighted to announce the signing of Harvey Barnes from Leicester City on a five-year deal.Welcome to Newcastle United, @harveybarnes97! — Newcastle United FC (@NUFC) July 23, 2023 Barnes kemur frá Leicester City þar sem hann spilaði 187 leiki, skoraði 45 mörk og gaf 32 stoðsendingar. Hann skrifar undir fimm ára samning og kostar Newcastle um 38 milljónir punda, rúmlega sex og hálfan milljarð íslenskra króna. Fulham hefur staðið í ströngu undanfarið en serbneski framherjinn Aleksandar Mitrović er brjálaður yfir því að fá ekki að fara til Sádi-Arabíu. Á sama tíma hefur Marco Silva, þjálfari liðsins, neitað gylliboði frá Sádunum til þess að vera áfram í Lundúnum. Í dag greindi The Athletic svo frá því að mexíkóski framherjinn Raul Jiménez væri á leið til Fulham frá Úlfunum á litlar 5.5 milljónir punda, 933 milljónir íslenskra króna. Hinn 32 ára gamli Jiménez hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann brákaði á sér höfuðkúpuna undir lok árs 2020. Hann var lengi frá keppni vegna þessa en Fulham vonast til þess að það sé allt að baki og Jiménez geti mögulega fyllt skarð Mitrović sem virðist á leið frá félaginu. Fulham have agreed a £5.5million fee plus add-ons for Wolves striker Raul Jimenez.More from @peterrutzler & @SteveMadeley78https://t.co/WG3gZyjWfu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 23, 2023 Þá stefnir í að hinn þrítugi Wilfred Zaha sé loks á förum frá Crystal Palace. Hann hefur spilað með liðinu nærri allan sinn feril ef frá er talið stutt stopp hjá Manchester United og Cardiff City. Hann hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu en virðist á leið til Galatasaray í Tyrklandi á frjálsri sölu. Um er að ræða mikið áfall fyrir Palace en Zaha hefur verið þeirra langbesti maður undanfarin átta ár eða svo. Galatasaray are close to an agreement with Wilfried Zaha to sign the winger as a free agent.More from @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 23, 2023 Ítalska úrvalsdeildarfélagið Juventus hefur ákveðið að lána brasilíska miðjumanninn Arthur Melo annað tímabilið í röð. Á síðustu leiktíð fór hann til Liverpool á láni en spilaði aðeins 76 mínútur fyrir aðallið félagsins vegna meiðsla. Hann hefur nú verið lánaður til Fiorentina sem getur keypt hinn 26 ára gamla Brasilíumann að láninu loknu. Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Sádiarabíski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Barnes hefur verið orðaður við undanfarnar vikur og fyrir stuttu var svo gott sem opinberað að hann myndi ganga í raðir Newcastle. Nú hefur félagið staðfest það en Eddie Howe er að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil þar sem Newcastle spilar í Meistaradeild Evrópu. We are delighted to announce the signing of Harvey Barnes from Leicester City on a five-year deal.Welcome to Newcastle United, @harveybarnes97! — Newcastle United FC (@NUFC) July 23, 2023 Barnes kemur frá Leicester City þar sem hann spilaði 187 leiki, skoraði 45 mörk og gaf 32 stoðsendingar. Hann skrifar undir fimm ára samning og kostar Newcastle um 38 milljónir punda, rúmlega sex og hálfan milljarð íslenskra króna. Fulham hefur staðið í ströngu undanfarið en serbneski framherjinn Aleksandar Mitrović er brjálaður yfir því að fá ekki að fara til Sádi-Arabíu. Á sama tíma hefur Marco Silva, þjálfari liðsins, neitað gylliboði frá Sádunum til þess að vera áfram í Lundúnum. Í dag greindi The Athletic svo frá því að mexíkóski framherjinn Raul Jiménez væri á leið til Fulham frá Úlfunum á litlar 5.5 milljónir punda, 933 milljónir íslenskra króna. Hinn 32 ára gamli Jiménez hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann brákaði á sér höfuðkúpuna undir lok árs 2020. Hann var lengi frá keppni vegna þessa en Fulham vonast til þess að það sé allt að baki og Jiménez geti mögulega fyllt skarð Mitrović sem virðist á leið frá félaginu. Fulham have agreed a £5.5million fee plus add-ons for Wolves striker Raul Jimenez.More from @peterrutzler & @SteveMadeley78https://t.co/WG3gZyjWfu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 23, 2023 Þá stefnir í að hinn þrítugi Wilfred Zaha sé loks á förum frá Crystal Palace. Hann hefur spilað með liðinu nærri allan sinn feril ef frá er talið stutt stopp hjá Manchester United og Cardiff City. Hann hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu en virðist á leið til Galatasaray í Tyrklandi á frjálsri sölu. Um er að ræða mikið áfall fyrir Palace en Zaha hefur verið þeirra langbesti maður undanfarin átta ár eða svo. Galatasaray are close to an agreement with Wilfried Zaha to sign the winger as a free agent.More from @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 23, 2023 Ítalska úrvalsdeildarfélagið Juventus hefur ákveðið að lána brasilíska miðjumanninn Arthur Melo annað tímabilið í röð. Á síðustu leiktíð fór hann til Liverpool á láni en spilaði aðeins 76 mínútur fyrir aðallið félagsins vegna meiðsla. Hann hefur nú verið lánaður til Fiorentina sem getur keypt hinn 26 ára gamla Brasilíumann að láninu loknu.
Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Sádiarabíski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Sjá meira