„Felldi bara tár, trúði varla því sem ég var að heyra“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2023 11:30 Haukur Andri hefur spilað með meistaraflokki ÍA síðan á síðustu leiktíð en heldur nú til Lille í Frakklandi. Vísir/Ívar Fannar Franska knattspyrnufélagið Lille lét sig ekki nægja að kaupa Hákon Arnar Haraldsson heldur fengu þeir til sín yngri bróðurinn frá ÍA, Hauk Andra. Haukur er aðeins 17 ára og segist hafa fellt tár þegar mamma hans tilkynnti honum að hann væri á leiðinni út í atvinnumennskuna, til Lille. „Ég er algjörlega himinlifandi, það er draumur að verða atvinnumaður. Að fara í svona risaklúbb, ég er bara himinlifandi yfir þessu. Hvernig ég frétti af þessu, það kom bara allt í einu að ég væri að fara til Lille,“ sagði Haukur Andri um tíðindin og hélt áfram. „Ég sat bara í sófanum og svo kallar mamma á mig og segir mér fréttirnar. Ég felldi bara tár, trúði varla því sem ég var að heyra,“ bætti Haukur Andri við. Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Miðjumaðurinn ungi hefur leikið með ÍA í Lengjudeildinni í sumar ásamt því að hafa verið hluti af U-19 ára landsliði Íslands sem fór á lokamót EM í Möltu. Haukur Andri mun byrja í unglingaliði Lille en stefnir á að spila með bróður sínum í aðalliðinu. „Það eru ekki margir sem komast upp í aðalliðið hjá Lille en auðvitað er stóra markmiðið að komast þangað á endanum. Ég tek bara eitt skref í einu og byrja á því að þetta mun hjálpa mér töluvert að bæta mig sem leikmann. Ég horfi á þetta þannig.“ „Mjög ánægður að hafa hann mér við hlið, ef mig vantar eitthvað get ég alltaf spurt hann eða kærustuna hans. Svo er draumur að fá vonandi að spila með honum. Það mun verða erfitt, það er brött brekka framundan. Hann er mörgum skrefum á undan mér en ég verð að trúa á sjálfan mig og að ég geti komist á sama stað og hann. Það er þó töluverð brekka og ég þarf að spýta í lófana.“ „Ég hef ekki jafn miklar áhyggjur af fótboltanum og frönskunni. Ég myndi segja að franskan verði mun erfiðari. Eftir að hafa hlustað á þjálfarana tala við mig, ég skildi ekki orð,“ sagði Haukur Andir að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Franski boltinn Íslenski boltinn ÍA Tengdar fréttir Ræddi við franska blaðamenn: Vildi prófa stærri deild og líkar við leikstíl Lille Franska úrvalsdeildarfélagið Lille kynnti Hákon Arnar Haraldsson fyrir fjölmiðlum í dag. Þar var svaraði hann hinum ýmsu spurningum, meðal annars um ákvörðun sína að fara til Lille og hvar á vellinum hann mun spila fyrir félagið. 20. júlí 2023 13:30 Haukur fylgir bróður sínum til Lille Haukur Andri Haraldsson er genginn í raðir Lille í Frakklandi. Þar hittir hann fyrir bróður sinn, Hákon Arnar. 20. júlí 2023 09:12 Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Sjá meira
„Ég er algjörlega himinlifandi, það er draumur að verða atvinnumaður. Að fara í svona risaklúbb, ég er bara himinlifandi yfir þessu. Hvernig ég frétti af þessu, það kom bara allt í einu að ég væri að fara til Lille,“ sagði Haukur Andri um tíðindin og hélt áfram. „Ég sat bara í sófanum og svo kallar mamma á mig og segir mér fréttirnar. Ég felldi bara tár, trúði varla því sem ég var að heyra,“ bætti Haukur Andri við. Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Miðjumaðurinn ungi hefur leikið með ÍA í Lengjudeildinni í sumar ásamt því að hafa verið hluti af U-19 ára landsliði Íslands sem fór á lokamót EM í Möltu. Haukur Andri mun byrja í unglingaliði Lille en stefnir á að spila með bróður sínum í aðalliðinu. „Það eru ekki margir sem komast upp í aðalliðið hjá Lille en auðvitað er stóra markmiðið að komast þangað á endanum. Ég tek bara eitt skref í einu og byrja á því að þetta mun hjálpa mér töluvert að bæta mig sem leikmann. Ég horfi á þetta þannig.“ „Mjög ánægður að hafa hann mér við hlið, ef mig vantar eitthvað get ég alltaf spurt hann eða kærustuna hans. Svo er draumur að fá vonandi að spila með honum. Það mun verða erfitt, það er brött brekka framundan. Hann er mörgum skrefum á undan mér en ég verð að trúa á sjálfan mig og að ég geti komist á sama stað og hann. Það er þó töluverð brekka og ég þarf að spýta í lófana.“ „Ég hef ekki jafn miklar áhyggjur af fótboltanum og frönskunni. Ég myndi segja að franskan verði mun erfiðari. Eftir að hafa hlustað á þjálfarana tala við mig, ég skildi ekki orð,“ sagði Haukur Andir að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Franski boltinn Íslenski boltinn ÍA Tengdar fréttir Ræddi við franska blaðamenn: Vildi prófa stærri deild og líkar við leikstíl Lille Franska úrvalsdeildarfélagið Lille kynnti Hákon Arnar Haraldsson fyrir fjölmiðlum í dag. Þar var svaraði hann hinum ýmsu spurningum, meðal annars um ákvörðun sína að fara til Lille og hvar á vellinum hann mun spila fyrir félagið. 20. júlí 2023 13:30 Haukur fylgir bróður sínum til Lille Haukur Andri Haraldsson er genginn í raðir Lille í Frakklandi. Þar hittir hann fyrir bróður sinn, Hákon Arnar. 20. júlí 2023 09:12 Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Sjá meira
Ræddi við franska blaðamenn: Vildi prófa stærri deild og líkar við leikstíl Lille Franska úrvalsdeildarfélagið Lille kynnti Hákon Arnar Haraldsson fyrir fjölmiðlum í dag. Þar var svaraði hann hinum ýmsu spurningum, meðal annars um ákvörðun sína að fara til Lille og hvar á vellinum hann mun spila fyrir félagið. 20. júlí 2023 13:30
Haukur fylgir bróður sínum til Lille Haukur Andri Haraldsson er genginn í raðir Lille í Frakklandi. Þar hittir hann fyrir bróður sinn, Hákon Arnar. 20. júlí 2023 09:12
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó