Ljóst er á frásögn leikarans á samfélagsmiðlinum Instagram að hann var hætt kominn. Horfa má á ávarp leikarans á miðlinum hér að neðan en þar segist hann aldrei hafa búist við því að upplifa nokkuð þessu líkt.
„Í fyrsta lagi vil ég þakka öllum þeim sem báðu fyrir mér og sendu mér skilaboð. Ég get ekki einu sinni sagt ykkur það hversu langt þetta tók mig og hvernig þetta fór með mig. Ég gekk í gegnum nokkuð sem ég bjóst aldrei nokkurn tímann við að gera.“
Leikarinn segist ekki hafa viljað láta aðdáendur sína sjá sig í því ástandi sem hann var í. Hann vilji vera glaður fyrir framan heimsbyggðina. Leikarinn fékk urmul kveðja, meðal annars frá Hollywood kollegum sínum þeim Dwayne Johnson og Kyla Pratt.
„Ég fór til helvítis og heim aftur. Leiðin að bata hefur verið þyrnum stráð en ég er að komast aftur í gír og ég mun geta unnið aftur, svo ég vil þakka þeim sem gera mér það kleyft og bara taka það fram að ég elska alla og elska alla ástina sem ég fékk.“