Bayern vill þrjá frá Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2023 14:45 Tuchel ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð. Christina Pahnke/Getty Images Bayern München hefur gert vel á leikmannamarkaðnum í sumar en ljóst er að félagið er hvergi nærri hætt. Það virðist sem Þýskalandsmeistararnir mæti með mikið breytt lið til leiks en Thomas Tuchel, þjálfari, vill þrjá leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni til viðbótar. Fyrir skemmstu var greint frá því að Bayern hefði borgað riftunarákvæði miðvarðarins Min-jae Kim hjá Napoli. Einnig hefur liðið fengið miðjumanninn Konrad Laimer og bakvörðinn Raphaël Guerreiro á frjálsri sölu. Þá hefur varnarmaðurinn Lucas Hernández verið seldur, samningur Daley Blind var ekki framlengdur og ákveðið var að leyfa João Cancelo að fara aftur til Manchester City eftir að lánssamningur hans rann út. Bayern Munich have completed the signing of Min-Jae Kim from Napoli on a five-year deal pic.twitter.com/JIzDTB3swe— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 18, 2023 Tuchel horfir þó enn hýru auga til Manchester-borgar en það virðist sem Kyle Walker, varnarmaður Man City, sé á leið til Bayern ef marka má Sky Sports. Hinn 33 ára gamli Walker á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum í Manchester og væri til í nýja áskorun. Talið er að Bayern geti fengið leikmanninn fyrir aðeins 15 milljónir evra þar sem hann á minna en 12 mánuði eftir af samningi sínum við City. Walker fær tveggja ára samning hjá Bayern með möguleika á árs framlengingu. Bayern Munich are offering Kyle Walker a two-year deal with the option of a further year Manchester City are reportedly only willing to offer Walker a one-year extension on his contract which expires in 2024[via @markmcadamtv] pic.twitter.com/UMPSyZjRZl— Football Daily (@footballdaily) July 21, 2023 Tuchel vill líka ólmur fá Harry Kane, framherja Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, í sínar raðir. Bayern hefur í raun ekki enn fundið eftirmann Robert Lewandowski sem fór til Barcelona fyrir síðustu leiktíð. Þá horfir Tuchel til brasilíska miðjumannsins Fabinho fari svo að hann fari ekki til Sádi-Arabíu. Til að fjármagna kaup á þessum leikmönnum er Tuchel tilbúinn að selja þýska landsliðsmanninn Leon Goretzka sem og Sadio Mané. Sama hvað verður má reikna með því að Bayern verði áberandi í félagaskiptaslúðrinu í ágúst. Fótbolti Þýski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel vill selja Mané og Sané Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, ætlar að hrista verulega upp í leikmannahópi Þýskalandsmeistaranna í sumar. 7. júní 2023 16:01 Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Fyrir skemmstu var greint frá því að Bayern hefði borgað riftunarákvæði miðvarðarins Min-jae Kim hjá Napoli. Einnig hefur liðið fengið miðjumanninn Konrad Laimer og bakvörðinn Raphaël Guerreiro á frjálsri sölu. Þá hefur varnarmaðurinn Lucas Hernández verið seldur, samningur Daley Blind var ekki framlengdur og ákveðið var að leyfa João Cancelo að fara aftur til Manchester City eftir að lánssamningur hans rann út. Bayern Munich have completed the signing of Min-Jae Kim from Napoli on a five-year deal pic.twitter.com/JIzDTB3swe— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 18, 2023 Tuchel horfir þó enn hýru auga til Manchester-borgar en það virðist sem Kyle Walker, varnarmaður Man City, sé á leið til Bayern ef marka má Sky Sports. Hinn 33 ára gamli Walker á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum í Manchester og væri til í nýja áskorun. Talið er að Bayern geti fengið leikmanninn fyrir aðeins 15 milljónir evra þar sem hann á minna en 12 mánuði eftir af samningi sínum við City. Walker fær tveggja ára samning hjá Bayern með möguleika á árs framlengingu. Bayern Munich are offering Kyle Walker a two-year deal with the option of a further year Manchester City are reportedly only willing to offer Walker a one-year extension on his contract which expires in 2024[via @markmcadamtv] pic.twitter.com/UMPSyZjRZl— Football Daily (@footballdaily) July 21, 2023 Tuchel vill líka ólmur fá Harry Kane, framherja Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, í sínar raðir. Bayern hefur í raun ekki enn fundið eftirmann Robert Lewandowski sem fór til Barcelona fyrir síðustu leiktíð. Þá horfir Tuchel til brasilíska miðjumannsins Fabinho fari svo að hann fari ekki til Sádi-Arabíu. Til að fjármagna kaup á þessum leikmönnum er Tuchel tilbúinn að selja þýska landsliðsmanninn Leon Goretzka sem og Sadio Mané. Sama hvað verður má reikna með því að Bayern verði áberandi í félagaskiptaslúðrinu í ágúst.
Fótbolti Þýski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel vill selja Mané og Sané Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, ætlar að hrista verulega upp í leikmannahópi Þýskalandsmeistaranna í sumar. 7. júní 2023 16:01 Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Tuchel vill selja Mané og Sané Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, ætlar að hrista verulega upp í leikmannahópi Þýskalandsmeistaranna í sumar. 7. júní 2023 16:01