Er „þannig séð sáttur“ í Hollandi en dreymir um England Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2023 18:15 Willum Þór í leik Íslands og Slóvakíu. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson mætti nýverið í hlaðvarpsþáttinn Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir stöðu mála en Willum Þór er samningsbundinn Go Ahead Eagles í Hollandi. Það er þó áhugi frá öðrum liðum en hár verðmiði Eagles hefur gert það að verkum að enn hefur ekkert tilboð borist. Willum Þór lék frábærlega á sínu fyrsta ári í hollensku úrvalsdeildinni eftir að hafa spilað með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi um árabil. Hann skoraði 8 mörk og lagði upp 3 þegar GA Eagles endaði 11. sæti af 18 liðum, tólf stigum frá fallsæti. Willum Þór minnti svo heldur betur á sig þegar hann fékk tækifæri með íslenska A-landsliðinu gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM fyrr í sumar. Þó hann hafi fengið rautt spjald gegn Portúgal þá var frammistaða hans heilt yfir mjög góð og ljóst að A-landsleikirnir verða fleiri á komandi misserum. „Það er áhugi og félög búin að vera spyrjast fyrir um verðið á mér og svona. Ég er þannig séð sáttur í Go Ahead þar sem ég spila alla leiki og er vel liðinn. Mér líður vel þarna og er ekkert að stressa mig en maður vill alltaf spila á sem hæstu stigi,“ sagði hinn 24 ára gamli Willum Þór. „Ef það kemur gott tilboð mun ég líklega ýta á það að fara. Go Ahead hefur sett tveggja milljóna evra verðmiða sem mér finnst frekar hátt. Það fer örugglega eftir því hvaða félag kemur að borðinu hvort það sé dýrt eða ódýrt, en þeir verðleggja mig þannig í dag,“ bætti hann við. Dreymir um England „England er alltaf það sem kemur fyrst upp í hugann. Ég væri mjög til í að spreyta mig í góðu liði í Championship-deildinni [næstefstu deild]. Hef fínan styrk, hæð og svo er ég góður í fótunum. Það myndi henta mér vel.“ Hlaðvarpið í heild sinni má hlusta á ofar í fréttinni. Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Willum Þór lék frábærlega á sínu fyrsta ári í hollensku úrvalsdeildinni eftir að hafa spilað með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi um árabil. Hann skoraði 8 mörk og lagði upp 3 þegar GA Eagles endaði 11. sæti af 18 liðum, tólf stigum frá fallsæti. Willum Þór minnti svo heldur betur á sig þegar hann fékk tækifæri með íslenska A-landsliðinu gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM fyrr í sumar. Þó hann hafi fengið rautt spjald gegn Portúgal þá var frammistaða hans heilt yfir mjög góð og ljóst að A-landsleikirnir verða fleiri á komandi misserum. „Það er áhugi og félög búin að vera spyrjast fyrir um verðið á mér og svona. Ég er þannig séð sáttur í Go Ahead þar sem ég spila alla leiki og er vel liðinn. Mér líður vel þarna og er ekkert að stressa mig en maður vill alltaf spila á sem hæstu stigi,“ sagði hinn 24 ára gamli Willum Þór. „Ef það kemur gott tilboð mun ég líklega ýta á það að fara. Go Ahead hefur sett tveggja milljóna evra verðmiða sem mér finnst frekar hátt. Það fer örugglega eftir því hvaða félag kemur að borðinu hvort það sé dýrt eða ódýrt, en þeir verðleggja mig þannig í dag,“ bætti hann við. Dreymir um England „England er alltaf það sem kemur fyrst upp í hugann. Ég væri mjög til í að spreyta mig í góðu liði í Championship-deildinni [næstefstu deild]. Hef fínan styrk, hæð og svo er ég góður í fótunum. Það myndi henta mér vel.“ Hlaðvarpið í heild sinni má hlusta á ofar í fréttinni.
Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira