Umfjöllun: Tindastóll - ÍBV 4-1 | Stólarnir upp úr fallsæti með stórsigri Arnar Skúli Atlason skrifar 23. júlí 2023 17:00 Tindastóll vann nauðsynlegan sigur í dag. Vísir/Vilhelm Tindastóll vann gríðarlega mikilvægan sigur á ÍBV í í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í dag. Leikið var á Sauðárkróki og lauk leiknum með 4-1 sigri heimaliðsins sem er komið upp úr fallsæti. Á Sauðárkróki í dag tókust á lið Tindastóls og ÍBV í Bestu deild kvenna, liðin í mikilli baráttu á neðri helmingi deildarinnar og því mikið undir. Tindastóll fyrir leikinn í 9. sæti en ÍBV í 7 sæti, tveimur stigum fyrir ofan Tindastól. Leikurinn byrjaði á stöðu baráttu og greinilegt að það var mikið undir, kraftur í báðum liðum. Tindastóll var að frumsýna tvo nýjaleikmenn þær Beatriz Salas og Marta Vives. Leikur var hraður og skemmtilegur og liðin reyndu að sækja, fyrsta marktækifærið kom þó úr hornspyrnu, Laufey Harpa sneri þá boltann inn að marki ÍBV þar sem Guðný Geirsdóttir sló boltann í slánna og rétt yfir markið. Thelma Sól átti fyrstu hættulegu tilraun ÍBV en skot hennar af löng fór rétt framhjá stöng Monica í marki Tindastóls. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós um miðjan fyrri hálfleikinn, Tindastóll átti þá innkast vinstra megin á vellinum og boltanum er kastað á Murielle Tiernan, hún snýr sér inn á völlinn og á þessa gullfallegu sendingu inn fyrir á Melissa Garcia sem kom á sprettinum eins og á móti Guðný í markinu og lagði boltann framhjá henni og staðan orðinn 1-0 fyrir Tindastól. Tindastóll tók frumkvæðið í leiknum þarna og voru hættulegri næstu mínútur og það uppskar annað mark, Eftir gott spil kemst Murielle upp vinstri kannt ÍBV og kemur með sendingu inn á teig, þar mætir Aldís María á ferðinni og á skalla á mark ÍBV sem Guðný ver en því miður ver hún boltann fyrir fætur Aldísar sem neglir boltanum í þaknetið og Tindastóll komið með tveggja marka forystu. En ÍBV hresstist aðeins og bitu frá sér. Því eftir miðjuna komast þær upp hægra megin í vörn Tindastóls og Þóra Björg rennir boltanum þvert fyrir teiginn og þar kemur Viktorija Zaickova og getur ekki annað en skorað í opið mark. En átti eitt mark eftir að lýta dagsins ljós í fyrri hálfleik, en Tindastóll átti flott spil í miðjunni þar sem boltanum var spilað upp á Beatriz sem sendi á Murielle og hún sendi boltan með jörðinni í gegnum vörn ÍBV á Aldísi sem var í flottu þverhlaupi og var kominn ein á móti Guðný og setti boltann í fjær hornið og jók þar með muninn aftur í tveggja marka forystu og þannig stóðu leikar þegar liðin gengu til búningsherbergja. Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði Tindastóll aðeins sterkari og ÍBV áttu fá svör við sóknarleik Tindastóls. Fyrsta færi seinni hálfleiks kom þegar Tindastóll tók snögga hornspyrnu og boltanum var lyft inná teiginn þar sem Gwendolyn Mummert átti skalla sem fór í þverslánna og datt fyrir fætur hennar aftur og hún skóflaði boltanum yfir í dauðafæri. Hinum megin átti svo Holly Oneill frábæran sprett og hörkuskot sem fór í slánna og yfir markið. Seinni hálfleikur var hálfnaður þegar Tindastóll juku forustuna aftur og var þar að verki Hannah Jane Cade, Beatriz átti þá skot sem fór í varnarmann og Murielle var ein á móti markmanni og setur boltann fram hjá Guðný í markinu en varnarmaður bjargar á línu en boltinn út í teig og þar kom Hannah á fleygi ferð og skoraði í markið. Eftir þetta fjaraði leikurinn út, ÍBV var ekki að ógna neitt og botninn datt úr þessu, og Tindastóll sigldi heim frekar öruggum og þægilegum sigri á ÍBV í dag og með sigrinum stukku þær upp úr fallsæti í það sjöunda stigi á eftir Stjörnunni sem situr í 8 sæti. Af hverju sigur Tindastóls? Tindastóll var miklu betra í dag, skipurlagið var gott og uppleggið þeirra kom ÍBV í opna skjöldu, Tindastól var að opna ÍBV og það voru fá svör frá Eyjakonum í dag. Tindastóll var að fá færin sín með að fara í gegnum hjartað hjá ÍBV. Þetta var lang best spilaði leikur Tindastóls í sumar. Hverjir stóðu upp úr? Murielle, Beatriz og Aldís voru að tengja vel hjá Tindastól, Murielle lagði upp þrjú mörk í dag og átti skot sem bjó til fjórða markið. Beatriz var líka öflug að finna sér pláss á milli varnar og miðju Eyjamanna í dag og það er hættulegasta svæðið til að sækja á. Aldís var með flott hlaup á bakvið vörn ÍBV sem var að skapa mikil vandræði fyrir varnarmenn þeirra. Hvað gekk illa? ÍBV náði ekki að loka á sóknarvopn Tindastóls sem gerði þeim erfitt fyrir að fá eitthvað út úr leiknum í dag. Þær söknuðu líka Olgu svakalega, hún var ekki á leiknum sínum og þá munar um minna. Varnarlínan þeirra leit oft út fyrir að vera illa skipurlagður og vantaði baráttu og vilja í dag. Hvað gerist næst? Tindastóll fer í heimsókn til Stjörnunnar í Garðabæinn og ÍBV fær Val í heimsókn til Eyja, báðir leikir þann 29 júlí klukkan 16:00. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll ÍBV
Tindastóll vann gríðarlega mikilvægan sigur á ÍBV í í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í dag. Leikið var á Sauðárkróki og lauk leiknum með 4-1 sigri heimaliðsins sem er komið upp úr fallsæti. Á Sauðárkróki í dag tókust á lið Tindastóls og ÍBV í Bestu deild kvenna, liðin í mikilli baráttu á neðri helmingi deildarinnar og því mikið undir. Tindastóll fyrir leikinn í 9. sæti en ÍBV í 7 sæti, tveimur stigum fyrir ofan Tindastól. Leikurinn byrjaði á stöðu baráttu og greinilegt að það var mikið undir, kraftur í báðum liðum. Tindastóll var að frumsýna tvo nýjaleikmenn þær Beatriz Salas og Marta Vives. Leikur var hraður og skemmtilegur og liðin reyndu að sækja, fyrsta marktækifærið kom þó úr hornspyrnu, Laufey Harpa sneri þá boltann inn að marki ÍBV þar sem Guðný Geirsdóttir sló boltann í slánna og rétt yfir markið. Thelma Sól átti fyrstu hættulegu tilraun ÍBV en skot hennar af löng fór rétt framhjá stöng Monica í marki Tindastóls. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós um miðjan fyrri hálfleikinn, Tindastóll átti þá innkast vinstra megin á vellinum og boltanum er kastað á Murielle Tiernan, hún snýr sér inn á völlinn og á þessa gullfallegu sendingu inn fyrir á Melissa Garcia sem kom á sprettinum eins og á móti Guðný í markinu og lagði boltann framhjá henni og staðan orðinn 1-0 fyrir Tindastól. Tindastóll tók frumkvæðið í leiknum þarna og voru hættulegri næstu mínútur og það uppskar annað mark, Eftir gott spil kemst Murielle upp vinstri kannt ÍBV og kemur með sendingu inn á teig, þar mætir Aldís María á ferðinni og á skalla á mark ÍBV sem Guðný ver en því miður ver hún boltann fyrir fætur Aldísar sem neglir boltanum í þaknetið og Tindastóll komið með tveggja marka forystu. En ÍBV hresstist aðeins og bitu frá sér. Því eftir miðjuna komast þær upp hægra megin í vörn Tindastóls og Þóra Björg rennir boltanum þvert fyrir teiginn og þar kemur Viktorija Zaickova og getur ekki annað en skorað í opið mark. En átti eitt mark eftir að lýta dagsins ljós í fyrri hálfleik, en Tindastóll átti flott spil í miðjunni þar sem boltanum var spilað upp á Beatriz sem sendi á Murielle og hún sendi boltan með jörðinni í gegnum vörn ÍBV á Aldísi sem var í flottu þverhlaupi og var kominn ein á móti Guðný og setti boltann í fjær hornið og jók þar með muninn aftur í tveggja marka forystu og þannig stóðu leikar þegar liðin gengu til búningsherbergja. Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði Tindastóll aðeins sterkari og ÍBV áttu fá svör við sóknarleik Tindastóls. Fyrsta færi seinni hálfleiks kom þegar Tindastóll tók snögga hornspyrnu og boltanum var lyft inná teiginn þar sem Gwendolyn Mummert átti skalla sem fór í þverslánna og datt fyrir fætur hennar aftur og hún skóflaði boltanum yfir í dauðafæri. Hinum megin átti svo Holly Oneill frábæran sprett og hörkuskot sem fór í slánna og yfir markið. Seinni hálfleikur var hálfnaður þegar Tindastóll juku forustuna aftur og var þar að verki Hannah Jane Cade, Beatriz átti þá skot sem fór í varnarmann og Murielle var ein á móti markmanni og setur boltann fram hjá Guðný í markinu en varnarmaður bjargar á línu en boltinn út í teig og þar kom Hannah á fleygi ferð og skoraði í markið. Eftir þetta fjaraði leikurinn út, ÍBV var ekki að ógna neitt og botninn datt úr þessu, og Tindastóll sigldi heim frekar öruggum og þægilegum sigri á ÍBV í dag og með sigrinum stukku þær upp úr fallsæti í það sjöunda stigi á eftir Stjörnunni sem situr í 8 sæti. Af hverju sigur Tindastóls? Tindastóll var miklu betra í dag, skipurlagið var gott og uppleggið þeirra kom ÍBV í opna skjöldu, Tindastól var að opna ÍBV og það voru fá svör frá Eyjakonum í dag. Tindastóll var að fá færin sín með að fara í gegnum hjartað hjá ÍBV. Þetta var lang best spilaði leikur Tindastóls í sumar. Hverjir stóðu upp úr? Murielle, Beatriz og Aldís voru að tengja vel hjá Tindastól, Murielle lagði upp þrjú mörk í dag og átti skot sem bjó til fjórða markið. Beatriz var líka öflug að finna sér pláss á milli varnar og miðju Eyjamanna í dag og það er hættulegasta svæðið til að sækja á. Aldís var með flott hlaup á bakvið vörn ÍBV sem var að skapa mikil vandræði fyrir varnarmenn þeirra. Hvað gekk illa? ÍBV náði ekki að loka á sóknarvopn Tindastóls sem gerði þeim erfitt fyrir að fá eitthvað út úr leiknum í dag. Þær söknuðu líka Olgu svakalega, hún var ekki á leiknum sínum og þá munar um minna. Varnarlínan þeirra leit oft út fyrir að vera illa skipurlagður og vantaði baráttu og vilja í dag. Hvað gerist næst? Tindastóll fer í heimsókn til Stjörnunnar í Garðabæinn og ÍBV fær Val í heimsókn til Eyja, báðir leikir þann 29 júlí klukkan 16:00.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti