Pochettino: Gat ekki horft á allt viðtalið við Dele Alli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2023 07:31 Mauricio Pochettino hefur miklar mætur á Dele Alli og sá síðarnefndi blómstraði undir hans stjórn. Getty/Tottenham Hotspur FC Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea og fyrrum knattspyrnustjóri Tottenham, segir að það hafi verið of erfitt fyrir sig að horfa á viðtalið við Dele Alli. Dele Alli sagði frá þá öllum þeim erfiðleikum sem hann þurfti að glíma við, misnotkun þegar hann var sex ára, áfengissjúka móður og að sem átta ára strákur hafi Alli verið farinn að selja eiturlyf út á götu. Alli sagðist líka hafa verið orðinn háður svefntöflum og hafi farið í meðferð fyrr í sumar. Hinn 27 ára gamli Alli kom til Tottenham árið 2015 og spilaði í fjögur ár undir stjórn Pochettino. Hann sló í gegn undir stjórn Argentínumannsins en Pochettino var síðan rekinn í nóvember 2019. Alli hefur verið á niðurleið síðan að Pochettino fór. Hann fór frá Tottenham til Everton og þaðan til Tyrklands en lítið hefur gengið upp hjá honum. Mauricio Pochettino wants to help Dele Alli revive his career pic.twitter.com/vhRGxIcOuf— ESPN UK (@ESPNUK) July 9, 2023 Pochettino hafði talað um það að ætla að heyra í Alli hljóðið áður en viðtalið svakalega kom fram í dagsljósið. „Það var mjög erfitt fyrir mig að sjá hann þarna. Ég gat ekki klárað viðtalið af því að það var svo sárt að horfa á þetta. Hann veit að við elskum hann og hversu mikilvægur hann er fyrir okkur sem persóna,“ sagði Mauricio Pochettino við ESPN. „Hann var stórkostlegur sem leikmaður en hann hefur líka mjög stórt hjarta. Auðvitað erum við í sambandi. Eftir Bandaríkjaferðina þá vonast ég til að hitta hann í London og gefa honum gott faðmlag,“ sagði Pochettino. „Það er alltaf erfitt að horfa á einhvern sem þú elskar í svona viðtali. Það var virkilega sársaukafullt fyrir mig. Hann er sterkur, ótrúlegur gæi og það öruggt að hann verður enn sterkari,“ sagði Pochettino. Enski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira
Dele Alli sagði frá þá öllum þeim erfiðleikum sem hann þurfti að glíma við, misnotkun þegar hann var sex ára, áfengissjúka móður og að sem átta ára strákur hafi Alli verið farinn að selja eiturlyf út á götu. Alli sagðist líka hafa verið orðinn háður svefntöflum og hafi farið í meðferð fyrr í sumar. Hinn 27 ára gamli Alli kom til Tottenham árið 2015 og spilaði í fjögur ár undir stjórn Pochettino. Hann sló í gegn undir stjórn Argentínumannsins en Pochettino var síðan rekinn í nóvember 2019. Alli hefur verið á niðurleið síðan að Pochettino fór. Hann fór frá Tottenham til Everton og þaðan til Tyrklands en lítið hefur gengið upp hjá honum. Mauricio Pochettino wants to help Dele Alli revive his career pic.twitter.com/vhRGxIcOuf— ESPN UK (@ESPNUK) July 9, 2023 Pochettino hafði talað um það að ætla að heyra í Alli hljóðið áður en viðtalið svakalega kom fram í dagsljósið. „Það var mjög erfitt fyrir mig að sjá hann þarna. Ég gat ekki klárað viðtalið af því að það var svo sárt að horfa á þetta. Hann veit að við elskum hann og hversu mikilvægur hann er fyrir okkur sem persóna,“ sagði Mauricio Pochettino við ESPN. „Hann var stórkostlegur sem leikmaður en hann hefur líka mjög stórt hjarta. Auðvitað erum við í sambandi. Eftir Bandaríkjaferðina þá vonast ég til að hitta hann í London og gefa honum gott faðmlag,“ sagði Pochettino. „Það er alltaf erfitt að horfa á einhvern sem þú elskar í svona viðtali. Það var virkilega sársaukafullt fyrir mig. Hann er sterkur, ótrúlegur gæi og það öruggt að hann verður enn sterkari,“ sagði Pochettino.
Enski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira