Er verið að svindla á starfsfólkinu sem afgreiðir þig í sumarfríinu? Saga Kjartansdóttir skrifar 19. júlí 2023 10:00 Stundum er talað um að íslenskt samfélag leggist í dvala í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Skólar og leikskólar loka og flestir sem geta kjósa að taka sér sumarleyfi frá störfum. En á sama tíma snarfjölgar þeim sem starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum, bæði til að þjónusta þau okkar sem fara um landið í sumarfríinu og taka á móti þeim hundruðum þúsunda ferðamanna sem koma til landsins yfir sumartímann. Þessi árstíðabundnu störf í ferðaþjónustu eru að talsverðu leyti mönnuð annars vegar ungu fólki og námsmönnum og hins vegar aðfluttu fólki sem hingað kemur ýmist til skemmri eða lengri tíma. Vinnustaðaeftirlit Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og stéttarfélaganna sinnir eftirliti á vinnustöðum og þar á meðal í ferðaþjónustu og veitingageiranum. Meira en helmingur starfsfólks sem eftirlitsfulltrúar hitta eru erlendir ríkisborgarar, enda heldur aðflutt starfsfólk uppi mannaflafrekum greinum á borð við ferðaþjónustu. Svindlað á aðfluttum og ungu fólkiVinnustaðaeftirlitið hefur undanfarna mánuði birt færslur á Facebook-síðu ASÍ með dæmum um það sem eftirlitsfulltrúar sjá og bregðast við í heimsóknum sínum. Skortur á hvíldartíma, kaffihléum og afbökun á veikindarétti eru á meðal algengra brota gegn starfsfólki í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Þá er jafnaðarkaup, mikil notkun verktöku og notkun sjálfboðaliða algeng, en allt stríðir þetta gegn reglum og hefðum á íslenskum vinnumarkaði. Það er líka sífellt algengara að starfsfólk búi í húsnæði á vegum atvinnurekanda. Þetta hefur lengi tíðkast í ferðaþjónustu á landsbyggðinni en er nú orðið sífellt útbreiddara, einnig á höfuðborgarsvæðinu og er afleiðing alvarlegrar húsnæðiskreppu. Verkalýðshreyfingin hefur oft bent á hversu varasamt það getur verið að blanda saman húsnæði og atvinnu og fjölmörg dæmi eru um að fólk verði húsnæðis- og tekjulaust á augabragði ef það missir vinnuna. Aðflutt starfsfólk á ekki alltaf í önnur hús að venda og getur því lent í mjög alvarlegri stöðu ef það missir vinnu sína og húsnæði. Skýrslur ASÍ hafa sýnt að erlent og aðflutt starfsfólk, auk ungs fólks, er langlíklegast til að verða fyrir svindli á vinnumarkaði. Stór hluti launakrafna sem stéttarfélögin gera til að sækja ógreidd laun eru gerðar fyrir hönd starfsfólks í ferðaþjónustu og tengdum greinum, þar sem hlutfall aðflutts og ungs starfsfólks er hátt. Í ársskýrslu VR kemur fram að 37% kjaramála á borði félagsins á síðasta ári voru fyrir hönd erlendra ríkisborgara, en erlendir ríkisborgarar eru 14% af félaginu. Draumurinn um vinnu á Íslandi Ísland er draumaáfangastaður margra og íslenskir atvinnurekendur búa að því að fjöldi fólks er tilbúinn að koma hingað til lands til að vinna. Því miður er það þannig að of oft standast ekki loforðin um góða vinnu og mannsæmandi húsnæði. Of margt starfsfólk snýr aftur til heimalandsins peningalaust og með brostnar vonir. Gott samfélag leyfir ekki að svindlað sé á aðfluttu og ungu fólki til að aðrir geti hagnast meira. Verum á verðinum og höfnum lagskiptum vinnumarkaði þar sem svindl viðgengst gegn launafólki. Höfundur er verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Kjaramál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Stundum er talað um að íslenskt samfélag leggist í dvala í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Skólar og leikskólar loka og flestir sem geta kjósa að taka sér sumarleyfi frá störfum. En á sama tíma snarfjölgar þeim sem starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum, bæði til að þjónusta þau okkar sem fara um landið í sumarfríinu og taka á móti þeim hundruðum þúsunda ferðamanna sem koma til landsins yfir sumartímann. Þessi árstíðabundnu störf í ferðaþjónustu eru að talsverðu leyti mönnuð annars vegar ungu fólki og námsmönnum og hins vegar aðfluttu fólki sem hingað kemur ýmist til skemmri eða lengri tíma. Vinnustaðaeftirlit Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og stéttarfélaganna sinnir eftirliti á vinnustöðum og þar á meðal í ferðaþjónustu og veitingageiranum. Meira en helmingur starfsfólks sem eftirlitsfulltrúar hitta eru erlendir ríkisborgarar, enda heldur aðflutt starfsfólk uppi mannaflafrekum greinum á borð við ferðaþjónustu. Svindlað á aðfluttum og ungu fólkiVinnustaðaeftirlitið hefur undanfarna mánuði birt færslur á Facebook-síðu ASÍ með dæmum um það sem eftirlitsfulltrúar sjá og bregðast við í heimsóknum sínum. Skortur á hvíldartíma, kaffihléum og afbökun á veikindarétti eru á meðal algengra brota gegn starfsfólki í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Þá er jafnaðarkaup, mikil notkun verktöku og notkun sjálfboðaliða algeng, en allt stríðir þetta gegn reglum og hefðum á íslenskum vinnumarkaði. Það er líka sífellt algengara að starfsfólk búi í húsnæði á vegum atvinnurekanda. Þetta hefur lengi tíðkast í ferðaþjónustu á landsbyggðinni en er nú orðið sífellt útbreiddara, einnig á höfuðborgarsvæðinu og er afleiðing alvarlegrar húsnæðiskreppu. Verkalýðshreyfingin hefur oft bent á hversu varasamt það getur verið að blanda saman húsnæði og atvinnu og fjölmörg dæmi eru um að fólk verði húsnæðis- og tekjulaust á augabragði ef það missir vinnuna. Aðflutt starfsfólk á ekki alltaf í önnur hús að venda og getur því lent í mjög alvarlegri stöðu ef það missir vinnu sína og húsnæði. Skýrslur ASÍ hafa sýnt að erlent og aðflutt starfsfólk, auk ungs fólks, er langlíklegast til að verða fyrir svindli á vinnumarkaði. Stór hluti launakrafna sem stéttarfélögin gera til að sækja ógreidd laun eru gerðar fyrir hönd starfsfólks í ferðaþjónustu og tengdum greinum, þar sem hlutfall aðflutts og ungs starfsfólks er hátt. Í ársskýrslu VR kemur fram að 37% kjaramála á borði félagsins á síðasta ári voru fyrir hönd erlendra ríkisborgara, en erlendir ríkisborgarar eru 14% af félaginu. Draumurinn um vinnu á Íslandi Ísland er draumaáfangastaður margra og íslenskir atvinnurekendur búa að því að fjöldi fólks er tilbúinn að koma hingað til lands til að vinna. Því miður er það þannig að of oft standast ekki loforðin um góða vinnu og mannsæmandi húsnæði. Of margt starfsfólk snýr aftur til heimalandsins peningalaust og með brostnar vonir. Gott samfélag leyfir ekki að svindlað sé á aðfluttu og ungu fólki til að aðrir geti hagnast meira. Verum á verðinum og höfnum lagskiptum vinnumarkaði þar sem svindl viðgengst gegn launafólki. Höfundur er verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun