Er verið að svindla á starfsfólkinu sem afgreiðir þig í sumarfríinu? Saga Kjartansdóttir skrifar 19. júlí 2023 10:00 Stundum er talað um að íslenskt samfélag leggist í dvala í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Skólar og leikskólar loka og flestir sem geta kjósa að taka sér sumarleyfi frá störfum. En á sama tíma snarfjölgar þeim sem starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum, bæði til að þjónusta þau okkar sem fara um landið í sumarfríinu og taka á móti þeim hundruðum þúsunda ferðamanna sem koma til landsins yfir sumartímann. Þessi árstíðabundnu störf í ferðaþjónustu eru að talsverðu leyti mönnuð annars vegar ungu fólki og námsmönnum og hins vegar aðfluttu fólki sem hingað kemur ýmist til skemmri eða lengri tíma. Vinnustaðaeftirlit Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og stéttarfélaganna sinnir eftirliti á vinnustöðum og þar á meðal í ferðaþjónustu og veitingageiranum. Meira en helmingur starfsfólks sem eftirlitsfulltrúar hitta eru erlendir ríkisborgarar, enda heldur aðflutt starfsfólk uppi mannaflafrekum greinum á borð við ferðaþjónustu. Svindlað á aðfluttum og ungu fólkiVinnustaðaeftirlitið hefur undanfarna mánuði birt færslur á Facebook-síðu ASÍ með dæmum um það sem eftirlitsfulltrúar sjá og bregðast við í heimsóknum sínum. Skortur á hvíldartíma, kaffihléum og afbökun á veikindarétti eru á meðal algengra brota gegn starfsfólki í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Þá er jafnaðarkaup, mikil notkun verktöku og notkun sjálfboðaliða algeng, en allt stríðir þetta gegn reglum og hefðum á íslenskum vinnumarkaði. Það er líka sífellt algengara að starfsfólk búi í húsnæði á vegum atvinnurekanda. Þetta hefur lengi tíðkast í ferðaþjónustu á landsbyggðinni en er nú orðið sífellt útbreiddara, einnig á höfuðborgarsvæðinu og er afleiðing alvarlegrar húsnæðiskreppu. Verkalýðshreyfingin hefur oft bent á hversu varasamt það getur verið að blanda saman húsnæði og atvinnu og fjölmörg dæmi eru um að fólk verði húsnæðis- og tekjulaust á augabragði ef það missir vinnuna. Aðflutt starfsfólk á ekki alltaf í önnur hús að venda og getur því lent í mjög alvarlegri stöðu ef það missir vinnu sína og húsnæði. Skýrslur ASÍ hafa sýnt að erlent og aðflutt starfsfólk, auk ungs fólks, er langlíklegast til að verða fyrir svindli á vinnumarkaði. Stór hluti launakrafna sem stéttarfélögin gera til að sækja ógreidd laun eru gerðar fyrir hönd starfsfólks í ferðaþjónustu og tengdum greinum, þar sem hlutfall aðflutts og ungs starfsfólks er hátt. Í ársskýrslu VR kemur fram að 37% kjaramála á borði félagsins á síðasta ári voru fyrir hönd erlendra ríkisborgara, en erlendir ríkisborgarar eru 14% af félaginu. Draumurinn um vinnu á Íslandi Ísland er draumaáfangastaður margra og íslenskir atvinnurekendur búa að því að fjöldi fólks er tilbúinn að koma hingað til lands til að vinna. Því miður er það þannig að of oft standast ekki loforðin um góða vinnu og mannsæmandi húsnæði. Of margt starfsfólk snýr aftur til heimalandsins peningalaust og með brostnar vonir. Gott samfélag leyfir ekki að svindlað sé á aðfluttu og ungu fólki til að aðrir geti hagnast meira. Verum á verðinum og höfnum lagskiptum vinnumarkaði þar sem svindl viðgengst gegn launafólki. Höfundur er verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Kjaramál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum er talað um að íslenskt samfélag leggist í dvala í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Skólar og leikskólar loka og flestir sem geta kjósa að taka sér sumarleyfi frá störfum. En á sama tíma snarfjölgar þeim sem starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum, bæði til að þjónusta þau okkar sem fara um landið í sumarfríinu og taka á móti þeim hundruðum þúsunda ferðamanna sem koma til landsins yfir sumartímann. Þessi árstíðabundnu störf í ferðaþjónustu eru að talsverðu leyti mönnuð annars vegar ungu fólki og námsmönnum og hins vegar aðfluttu fólki sem hingað kemur ýmist til skemmri eða lengri tíma. Vinnustaðaeftirlit Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og stéttarfélaganna sinnir eftirliti á vinnustöðum og þar á meðal í ferðaþjónustu og veitingageiranum. Meira en helmingur starfsfólks sem eftirlitsfulltrúar hitta eru erlendir ríkisborgarar, enda heldur aðflutt starfsfólk uppi mannaflafrekum greinum á borð við ferðaþjónustu. Svindlað á aðfluttum og ungu fólkiVinnustaðaeftirlitið hefur undanfarna mánuði birt færslur á Facebook-síðu ASÍ með dæmum um það sem eftirlitsfulltrúar sjá og bregðast við í heimsóknum sínum. Skortur á hvíldartíma, kaffihléum og afbökun á veikindarétti eru á meðal algengra brota gegn starfsfólki í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Þá er jafnaðarkaup, mikil notkun verktöku og notkun sjálfboðaliða algeng, en allt stríðir þetta gegn reglum og hefðum á íslenskum vinnumarkaði. Það er líka sífellt algengara að starfsfólk búi í húsnæði á vegum atvinnurekanda. Þetta hefur lengi tíðkast í ferðaþjónustu á landsbyggðinni en er nú orðið sífellt útbreiddara, einnig á höfuðborgarsvæðinu og er afleiðing alvarlegrar húsnæðiskreppu. Verkalýðshreyfingin hefur oft bent á hversu varasamt það getur verið að blanda saman húsnæði og atvinnu og fjölmörg dæmi eru um að fólk verði húsnæðis- og tekjulaust á augabragði ef það missir vinnuna. Aðflutt starfsfólk á ekki alltaf í önnur hús að venda og getur því lent í mjög alvarlegri stöðu ef það missir vinnu sína og húsnæði. Skýrslur ASÍ hafa sýnt að erlent og aðflutt starfsfólk, auk ungs fólks, er langlíklegast til að verða fyrir svindli á vinnumarkaði. Stór hluti launakrafna sem stéttarfélögin gera til að sækja ógreidd laun eru gerðar fyrir hönd starfsfólks í ferðaþjónustu og tengdum greinum, þar sem hlutfall aðflutts og ungs starfsfólks er hátt. Í ársskýrslu VR kemur fram að 37% kjaramála á borði félagsins á síðasta ári voru fyrir hönd erlendra ríkisborgara, en erlendir ríkisborgarar eru 14% af félaginu. Draumurinn um vinnu á Íslandi Ísland er draumaáfangastaður margra og íslenskir atvinnurekendur búa að því að fjöldi fólks er tilbúinn að koma hingað til lands til að vinna. Því miður er það þannig að of oft standast ekki loforðin um góða vinnu og mannsæmandi húsnæði. Of margt starfsfólk snýr aftur til heimalandsins peningalaust og með brostnar vonir. Gott samfélag leyfir ekki að svindlað sé á aðfluttu og ungu fólki til að aðrir geti hagnast meira. Verum á verðinum og höfnum lagskiptum vinnumarkaði þar sem svindl viðgengst gegn launafólki. Höfundur er verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits hjá ASÍ.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun